Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 25.08.2005, Blaðsíða 49
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2005 Tímabil körfuboltamanna að fara af stað: Fimmtánda hra›mót Vals hefst í kvöld KÖRFUBOLTI Tímabil körfubolta- manna fer af stað í kvöld þegar hið árlega hraðmót Valsmanna hefst en þetta undirbúningsmót er orðið fastur liður hjá flestum körfuboltaliðum landsins. Ellefu félög eru skráð til leiks að þessu sinni, níu úrvalsdeildar- félög og tvö 1. deildarfélög. Liðin eru Njarðvík, Keflavík, Grinda- vík, KR, Fjölnir, ÍR, Haukar, Skallagrímur og Þór Akureyri og svo gestgjafar Vals og lið Breiða- bliks úr 1. deild. Aðeins þrjú úr- valsdeildarfélög senda ekki lið til leiks; Snæfell, Hamar og Höttur. Leikið er í tveimur 12 mínútna hálfleikjum án leikhléa í riðla- keppninni en úrslitaleikurinn er síðan tvisvar sinnum 18 mínútur. Að öðru leyti gilda reglur KKÍ um körfuknattleik. Skipuð verður aganefnd sem tekur á þeim agabrotum sem upp kunna að koma á mótinu. Þetta er fimmtánda árið í röð sem þetta mót fer fram en í fyrra unnu KR- ingar Valsmótið þegar þeir lögðu ÍR-inga, 67-53, í úrslitaleik. Kefl- víkingar hafa oftast unnið mótið, sjö sinnum alls, síðast árin 2002 og 2003. Valsmenn standa á tímamótum og halda ekki mótið á Hlíðarenda að þessu sinni þar sem búið er að rífa Kofann og bygging nýs og glæsilegs íþróttamannvirkis stendur yfir. Þess í stað halda Valsmenn mótið í Íþróttahúsi Kennaraháskólans, þar sem þeir munu spila heimaleiki sína í 1. deildinni í vetur. Fyrsti leikurinn í kvöld er viðureign Hauka og Fjölnis en síðan er leikið á föstudag, laugar- dag og sunnudag allt fram á sunnudagskvöld þegar úrslitaleik- urinn fer fram. - ooj KR-INGAR UNNU Í FYRRA Steinar Kaldal sést hér með bikarinn sem KR-ingar fengu fyrir að vinna Valsmótið í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.