Fréttablaðið - 25.08.2005, Side 49

Fréttablaðið - 25.08.2005, Side 49
FIMMTUDAGUR 25. ágúst 2005 Tímabil körfuboltamanna að fara af stað: Fimmtánda hra›mót Vals hefst í kvöld KÖRFUBOLTI Tímabil körfubolta- manna fer af stað í kvöld þegar hið árlega hraðmót Valsmanna hefst en þetta undirbúningsmót er orðið fastur liður hjá flestum körfuboltaliðum landsins. Ellefu félög eru skráð til leiks að þessu sinni, níu úrvalsdeildar- félög og tvö 1. deildarfélög. Liðin eru Njarðvík, Keflavík, Grinda- vík, KR, Fjölnir, ÍR, Haukar, Skallagrímur og Þór Akureyri og svo gestgjafar Vals og lið Breiða- bliks úr 1. deild. Aðeins þrjú úr- valsdeildarfélög senda ekki lið til leiks; Snæfell, Hamar og Höttur. Leikið er í tveimur 12 mínútna hálfleikjum án leikhléa í riðla- keppninni en úrslitaleikurinn er síðan tvisvar sinnum 18 mínútur. Að öðru leyti gilda reglur KKÍ um körfuknattleik. Skipuð verður aganefnd sem tekur á þeim agabrotum sem upp kunna að koma á mótinu. Þetta er fimmtánda árið í röð sem þetta mót fer fram en í fyrra unnu KR- ingar Valsmótið þegar þeir lögðu ÍR-inga, 67-53, í úrslitaleik. Kefl- víkingar hafa oftast unnið mótið, sjö sinnum alls, síðast árin 2002 og 2003. Valsmenn standa á tímamótum og halda ekki mótið á Hlíðarenda að þessu sinni þar sem búið er að rífa Kofann og bygging nýs og glæsilegs íþróttamannvirkis stendur yfir. Þess í stað halda Valsmenn mótið í Íþróttahúsi Kennaraháskólans, þar sem þeir munu spila heimaleiki sína í 1. deildinni í vetur. Fyrsti leikurinn í kvöld er viðureign Hauka og Fjölnis en síðan er leikið á föstudag, laugar- dag og sunnudag allt fram á sunnudagskvöld þegar úrslitaleik- urinn fer fram. - ooj KR-INGAR UNNU Í FYRRA Steinar Kaldal sést hér með bikarinn sem KR-ingar fengu fyrir að vinna Valsmótið í fyrra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.