Fréttablaðið - 26.08.2005, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
+10
+7
+6
+8
FÖSTUDAGUR
26. ágúst 2005 - 229. tölublað – 5. árgangur
Nennir engu rugli
Tónlistarmaðurinn Barði Jóhannsson
yfirgaf sófann í Kvöldþættinum á sjón-
varpsstöðinni Sirkus á miðvikudag.
Ástæðan er að hans
sögn einfaldlega
sú að þátturinn
sé eins og
menntaskóla-
sjónvarp
og hann
hafi ekki
tíma fyrir
slíkt.
ÍBV kærir Val
Knattspyrnudeild ÍBV hefur lagt fram
kæru til KSÍ vegna ólögmætra við-
ræðna Valsmanna við Atla Jóhanns-
son, leikmann ÍBV. Atli, sem er samn-
ingsbundinn Eyjamönnum til ársins
2006, fékk símtal frá
formanni knattspyrnu-
deildar Vals þar sem
honum var boðið að
ganga til liðs við Hlíðar-
endafélagið næsta
sumar.
ÍÞRÓTTIR 31
Leiðtogavandræði
Sjálfstæðismenn í borginni fást við
kunnuglegt foringjavandamál
enda hefur þeim haldist illa á
slíkum, segir Birgir
Guðmundsson.
Foringjamálin eru þó
lítið skýrari hjá
Samfylkingu.
Í DAG 22
Í MIÐJU BLAÐSINS
● matur ● tilboð
▲
tíska kóngafólk heilsa persónuleikapróf dans matur stjörnuspá
SJÓ
NV
AR
PS
DA
GS
KR
ÁI
N
26
. á
gú
st
- 1
. s
ep
tem
be
r
»
og
s
ku
gg
al
eg
ir
f
yl
gi
fi
sk
ar
br
il
lj
an
t
la
us
n
LY
ST
A
R
ST
O
L
»
da
ns
ka
p
ri
ns
es
sa
n
st
or
ka
r
þj
óð
in
ni
A
LE
X
A
N
D
R
A
»
sá
tt
v
ið
ti
lv
er
un
a
V
A
L
A
M
A
T
T
Sátt vi› tilveruna
VALA MATT
● lystarstol ● kóngafólk
▲
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
ÍSKALDUR
EINN LÉTTUR
Málum bæinn
RAUÐAN!
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
Ennþá
betri
notaður
bíll og
Medion
fartölva
í kaupauka.
Ekki mæta of seint!
Eldurinn gaus upp
í eldhúsinu
MARGRÉT VILHJÁLMSDÓTTIR
NORÐANÁTT ÁFRAM en dregur úr
vindi. Bjart áfram syðra en áfram
rigning eða skúraveður norðan-
og austanlands. Hlýnar eitthvað. VEÐUR 4
FÓLK 42
SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgaryfir-
völd ætla að ganga til samninga
við Sigurjón Sighvatsson kaup-
sýslumann um sýningarrétt á úti-
listaverki Ólafs Elíassonar, Blind
Pavilion, til tveggja ára. Þegar
hefur verið gerð viljayfirlýsing
um slíkan samning en forsenda
hans er að Sigurjón kaupi verkið
af Ólafi. Frá því hefur ekki verið
gengið. Reykjavíkurborg greiðir
eina milljón í leigu fyrir hvort ár,
auk þess að greiða tryggingu fyrir
verkið. Verkið yrði þá tryggt fyrir
17,5 milljónir en samkvæmt heim-
ildum mun söluverð þess vera um
30 milljónir króna.
Sigurjón Sighvatsson segir að
kaupi hann verkið af Ólafi verði
það óháð því hvort gerður verði
samningur við Reykjavíkurborg.
Það kom honum á óvart að þetta
hefði verið rætt á fundinum, þar
sem samningum væri ekki lokið.
„Þetta er ekki listaverk sem
borgin myndi kaupa nema með
sérstakri fjárveitingu,“ segir Stef-
án Jón Hafstein, formaður menn-
ingarmálaráðs. Hann segir að
málið hafi borið nokkuð brátt að,
þar sem búið hafi verið að ráða
fólk til að taka verkið niður í næstu
viku. „Þetta er gert af því að verk-
ið er í Viðey og okkur finnst mikil-
vægt að gera eyna að menningar-
legum áfangastað.“ Hann segir
leiguverðið fyrir verkið ekki hátt
miðað við aðra samstarfssamninga
sem borgin hafi gert.
Gísli Marteinn Baldursson,
sem á sæti í ráðinu, segir sjálf-
stæðismenn hafa setið hjá við af-
greiðslu málsins þar sem ekki sé
hægt að taka afstöðu til þess fyrr
en þeir sjái samninginn. „Almennt
séð væri það stefnubreyting að
leigja listaverk af eigendum
þeirra úti í bæ og greiða hærra
verð en listamenn sem eiga verk-
in eru að fá. Borgin þarf að fara
varlega í að borga kaupsýslu-
mönnum úti í bæ fyrir að sýna
okkur listaverkin sem þeir hafa
keypt þegar við erum á sama tíma
að reyna að toga peninga út úr
öðrum kaupsýslumönnum til að
styrkja ýmsa listviðburði.“
Áslaug Thorlacius, sem situr
sem áheyrnarfulltrúi í ráðinu
fyrir hönd listamanna, segir að
sér finnist samningurinn mjög
sérstakur, ekki síst í ljósi þess að
tillagan hafi ekki borist á borð
ráðsins í samræmi við þær reglur
sem það hafi sett sér um að lista-
styrkir fari í gegnum fagráð. - ss
Leigja af tilvonandi eiganda
Reykjavíkurborg ætlar a› semja vi› Sigurjón Sighvatsson um a› leigja af honum listaverki› Blind
Pavilion eftir Ólaf Elíasson í tvö ár. Sigurjón hefur ekki fest kaup á verkinu en ef af ver›ur fær hann tvær
milljónir frá borginni. Listaverkinu er ætla› a› bæta ímynd Vi›eyjar, segir forma›ur menningarmálará›s.
BAGDAD, AP Ekkert varð af því að
íraska þingið legði blessun sína
yfir drög að framtíðarstjórnar-
skrá landsins í gær en þá rann
frestur þess til þess út í þriðja
sinn.
Síðla dags var ákveðið að
reyna til þrautar í dag að fá
súnnía til að samþykkja
stjórnarskrárdrög sem liggja
fyrir. Geri þeir það ekki verða
þau eftir sem áður lögð undir
þjóðaratkvæði, sagði Hajim al-
Hassani þingforseti.
Á mánudaginn gáfu íraskir
stjórnmálaleiðtogar sér þriggja
daga viðbótarfrest til að ljúka við
gerð stjórnarskrár og átti þingið
að fjalla um drögin í gærkvöld.
Síðdegis í gær tilkynnti hins
vegar Bishro Ibrahim, einn tals-
manna þingsins, að engin áform
væru um þingfundi þann daginn
og ekkert væri ákveðið um
hvenær það kæmi saman næst.
Enn virðist því vera bullandi
ágreiningur á milli landsmanna
um inntak þessa mikilvæga
plaggs.
Dæmi um sundrungina eru
átök heittrúaðra sjía, annars
vegar manna Muqtada al-Sadr,
eldklerks frá Najaf, og liðsmanna
Íslamska byltingarráðsins í Írak
(SCIRI). Fjórir féllu í bardögum
þeirra í Najaf í fyrradag og
skarst í odda á milli fylkinganna
víðar um landið í gær. Þær
greinir á um hvort Írak skuli
verða sambandsríki eður ei.
Lík 36 manna, Kúrda að því er
talið er, fundust skammt utan við
Bagdad í gær. Hendur þeirra
höfðu verið bundnar og þeir
skotnir í höfuðið. - shg
Hvorki gengur né rekur í viðræðum stjórnmálaleiðtoga Íraks:
Stjórnarskráin enn í pattstö›u
M
YN
D
/A
P
HEITT Í HAMSI Muqtada al-Sadr sagði
árásir SCIRI-manna vera geymdar en ekki
gleymdar.
Björgunarsveitir kallaðar út:
Manns leita›
á hálendinu
LEIT Björgunarsveitir frá Höfn í
Hornafirði og Egilsstöðum leituðu
í nótt á hálendinu að bandarískum
ferðamanni sem skilaði sér ekki
til byggða á tilætluðum tíma.
Að sögn lögreglu á Höfn var
maðurinn á leið frá Snæfelli, en
ætlaði að koma niður af hálendinu
á Lónsöræfum við Illakamb um
klukkan tvö í gær.
Aðstæður til leitar voru erfiðar
í gær, dimmt yfir með roki og
kalsa, og grennsluðust björgunar-
sveitirnar fyrir um hvort maður-
inn hefði haldi kyrru fyrir í skála
einhvers staðar.
Hafi maðurinn ekki komið í
leitirnar í nótt verður tekin
ákvörðun um frekari leit þegar
morgnar.
- óká
Í ÞJÓÐBÚNINGUM VIÐ HALLGRÍMSKIRKJU 600 konur frá 28 löndum taka þátt í árlegu heimsþingi Ladies Circle sem var sett í Hallgríms-
kirkju í gærkvöldi. Margar þeirra voru klæddar þjóðbúningum landa sinna og setti það mikinn svip á þingið. Ladies Circle er alþjóðleg
samtök kvenna sem hafa það markmið að auka vináttu kvenna frá ólíkum menningarheimum og víkka sjóndeildarhring þeirra.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L
BLIND PAVILION Reykjavíkurborg hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við Sigurjón Sighvats-
son um að leigja verkið af honum í tvö ár ef hann kaupir Blind Pavilion af Ólafi Elíassyni.