Fréttablaðið - 26.08.2005, Side 4

Fréttablaðið - 26.08.2005, Side 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,33 63,63 114,19 114,75 77,89 8,33 10,447 10,509 9,822 9,88 8,353 8,401 0,576 0,5794 93,02 93,58 GENGI GJALDMIÐLA 25.8.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 08,91 +0,01 4 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um félagslegt ástand heimsins: Ójöfnu›urinn fer stö›ugt vaxandi FÁTÆKT Ójöfnuður er meiri í heiminum í dag en fyrir áratug og stór hluti heimsbyggðarinnar er fastur í gildru fátæktar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslunni Félagslegt ástand heimsins 2005: Gildra ójöfnuðar, sem Sameinuðu þjóð- irnar gáfu út í gær, er varað við vaxandi ójöfnuði um allan heim. Þar er því haldið fram að gjáin á milli ríkra og fátækra, mennt- aðra og ómenntaðra og sjúkra og heilbrigðra hafi snarbreikk- að síðastliðin tíu ár. Helstu niðurstöður skýrslu- höfunda eru að ójöfnuður innan og á milli landa sé fylgifiskur hnattvæðingar en aftur á móti er viðurkennt að umdeilt sé hversu stóran þátt aukin einka- væðing og frjálsræði í efna- hagslífi eigi í þróuninni. Þá er atvinnuleysi sagt enn of mikið, sérstaklega á meðal ungs fólks. Jafnframt er á það bent að dagstekjur nærri fjórðungs vinnandi fólks í heiminum séu enn undir einum Bandaríkjadal á dag – með öðrum orðum undir fátæktarmörkum – og er ástand- ið sérstaklega slæmt í Afríku sunnan Sahara. Launaójöfnuður hefur aukist mjög á undanförnum árum, sér- staklega á milli fag- og ófag- lærðra. Lægstu laun hafa lækk- að en hæstu tekjurnar aukist gríðarlega. - shg Menningarnótt: Funda› um breytingar MENNINGARNÓTT Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykja- vík, fundar í dag með samstarfsaðil- um Reykjavíkurborgar um Menn- ingarnótt. Á fundinum verður rætt hvort tilefni sé til að halda Menning- arnótt með öðrum hætti en hefur verið undanfarin ár vegna drykkjuláta og ofbeldis sem ein- kenndu aðfaranótt sunnudags, eftir að skipulagðri dagskrá Menningar- nætur lauk. Jóna Hrönn Bolladóttir mið- borgarprestur leggur meðal annars til að Menningarnótt verði ekki haldin að ári eða að hún verði haldin á sunnudegi, í viðtali við Fréttablað- ið sem birt verður á morgun. - ss BÍLL FORSÆTISRÁÐHERRANS Bílstjóri ráð- herrans lést en ráðherrann sjálfur slapp lítið meiddur. Hryðjuverk í Ingúsetíu: Tilræ›i vi› héra›sstjóra RÚSSLAND, AP Tvær sprengjur sprungu við vegkant í borginni Nazran í sjálfsstjórnarhéraðinu Ingúsetíu í Rússlandi í gær þegar héraðsstjóra þess var ekið hjá. Bílstjóri héraðsstjórans lést í tilræðinu. Héraðsstjórinn slasað- ist sjálfur nokkuð ásamt tveimur öðrum við sprenginguna. Að sögn aðalsaksóknara Suður- Rússlands virðast tjsetsjenskir skæruliðar hafa verið að verki en borgin Nazran hefur áður verið skotmark í sjálfstæðisstríði þeirra gegn Rússum. Ingúsetía á landa- mæri að Tsjetsjeníu. ■ H im in n o g h a f / SÍ A MANTRA 4x4 á ferð um landið Laugardaginn 27. ágúst Kl. 10.00 á Hvolsvelli – hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu. Kl. 13.00 á Selfossi – hjá Björgunarfélagi Árborgar. Kl. 15.30 í Hveragerði – hjá íþróttahúsinu. Nánari upplýsingar um staðsetningu og tímaáætlun bílanna í símum 825 5451 og 825 5452. RÆSIR HF. sími 540 5400 VEÐRIÐ Í DAG Herjað á kókabændur: Myrtir me› köldu bló›i KÓLUMBÍA, AP Skæruliðar myrtu að minnsta kosti fjórtán bændur, þrettán karla og eina konu, sem tíndu kókalauf af runnum Norð- vestur-Kólumbíu í gær. Skæruliðarnir eru meðlimir í samtökum sem kalla sig Bylting- arher Kólumbíu, FARC. Samtök- in græða fúlgur fjár á hverju ári, líkt og önnur slík samtök í Kól- umbíu, á eiturlyfjaframleiðslu og sölu á ákveðnum svæðum. Í Kól- umbíu hika skæruliðasamtök sem þessi ekki við að myrða bændur sem ekki fara að fyrir- mælum þeirra. ■ KJÖRIN ERU KRÖPP Fjórðungur vinnandi fólks í heiminum fær minna en einn Bandaríkjadal í laun á dag. M YN D /A P UMÖNNUNARSTÖRF Svo mikill skortur er á fólki í umönnunar- störf að dæmi eru um að stofn- anir sem sinna hjúkrun aldraðra geti ekki mannað allar vaktir sínar með sjúkraliðum, segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélags Íslands. „Ástandið á sumum stofnun- um er hræðilegt og mikið álag á starfsfólk,“ segir Kristín. „Það er alvarlegt ef hjúkrunarstofn- anir ná ekki einu sinni að manna allar vaktir með sjúkraliðum og eingöngu er ófaglært starfsfólk í umönnun. Gæði hjúkrunar minnka að sama skapi og farið verður að loka á innlagnir,“ segir hún. „Það kemur niður á öllu þjóðfélaginu því á hjúkrunar- heimilum fyrir aldraða er nær eingöngu fólk sem ekki hefur heilsu til að hugsa um sig sjálft,“ segir Kristín. „Yfirvöld tala um að fjölga þurfi úrræðum fyrir aldraða. Ég spyr hins vegar: Hver á að manna þau störf sem við það skapast þegar ekki er nóg af fólki til að vinna þau störf sem fyrir eru? Það er eins og yfir- völd stingi höfðinu í sandinn yfir þessu vandamáli,“ segir hún. Áslaug Björnsdóttir hjúkrun- arforstjóri Sunnuhlíðar, hjúkr- unarheimilis aldraðra í Kópa- vogi, segir að enn vanti fólk í nokkrar stöður hjá Sunnuhlíð. „Það er ívið meiri skortur á starfsfólki nú en venjulega,“ segir Áslaug. „Það er augljós tregða við að sækja um, sérstak- lega í stöður ófaglærðra, það er að segja störf við aðhlynningu,“ segir hún. Áslaug segir skýringuna einna helst þá að vegna þenslu í þjóðfélaginu séu þessi störf ekki lengur samkeppnisfær hvað varðar laun. „Við greiðum ófag- lærðu starfsfólki eftir taxta Efl- ingar og eru grunnlaun um 100 þúsund krónur á mánuði, en svo bætist ofan á það vaktaálag og annað,“ segir Áslaug. Hún segir að besta leiðin til þess að leysa vandann sé að bæta launakjör. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að vinnuaflsskortur sem hafi verið bundinn við byggingariðnaðinn og stórframkvæmdir komi nú fram víðar. „Þá eru þau störf sem eru kannski verr launuð og þykja erfið þau sem eftir sitja,“ segir hann. Hann segir það þó já- kvætt að fyrirtæki séu farin að leita að reynslumiklu starfsfólki eða eldra fólki í ýmis störf. Aðspurður segir hann tals- vert um innflutning á útlending- um til að vinna við þrif og þjón- ustu í kringum umönnunarstörf en ekki beint í umönnun vegna þess hve mikilvægt tæki tungu- málið sé í þeim störfum. sda@frettabladid.is Sjúkrali›alaust á sumum vöktum Forma›ur Sjúkrali›afélags Íslands segir skort á starfsfólki í umönnunarstörf ver›a til a› gæ›i hjúkrunar minnki. Stjórnvöld stingi höf›inu í sandinn yfir vandanum. Á sumum vöktum stofnana eru engir sjúkra- li›ar. Hjúkrunarforstjóri Sunnuhlí›ar segir bætt launakjör bestu lei›ina til a› fjölga fólki. SKORTUR ER Á FÓLKI Í UMÖNNUNARSTÖRF Ástandið er svo alvarlegt að á sumum hjúkrunarheimilum aldraðra tekst ekki að manna allar vaktir með sjúkraliðum og sinnir því eingöngu ófaglært starfsfólk umönnun aldraðra.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.