Fréttablaðið - 26.08.2005, Page 16
„Það er allt gott að frétta af Bifröst, hér er allt
að fara af stað og skólinn verður settur sunnu-
daginn 4. september,“ segir Auðbjörg Agnes
Gunnarsdóttir, kynningarfulltrúi í Viðskiptahá-
skólanum á Bifröst. Formlegur titill hennar er
reyndar mun lengri, hún er í raun kynningar- og
almannatengslafulltrúi og forstöðumaður
Símenntunar Viðskiptaháskólans á Bifröst.
Vel á sjötta hundrað nemendur verða við nám í
skólanum í vetur og hefur aðsókn að honum
aldrei verið meiri. Komust færri að en vildu.
„Það voru tveir til þrír um hvert laust pláss,“
segir Auðbjörg Agnes, sem skilur vel áhuga
fólks á að setjast á skólabekk á þessum fallega
stað.
Það heyrir líka til tíðinda að heilsársskóli hefst á
Bifröst í haust og getur fólk því útskrifast með
próf upp á vasann nokkuð fyrr en áður. „Fram-
vegis getur fólk lokið BA- og BS-prófi á tveimur
árum hjá okkur. Það tekur þá þrjár annir í stað
tveggja áður á einu ári.“ Að auki hefst kennsla
við nýja deild þar sem kennd verða hagfræði,
heimspeki og stjórnmálafræði. „Námið er byggt
á grunni frá Oxford og er á mjög breiðum
grundvelli. Það er tilvalið fyrir blaðamenn og
stjórnmálamenn og aðra þá sem vasast í þjóð-
málunum.“
Auðbjörg Agnes hefur búið á Bifröst í sex ár, frá
því að hún hóf nám við skólann 1999, og helst
vill hún hvergi annars staðar vera. „Það er
yndislegt að vera hér enda umhverfið dásam-
legt. Það er hægt að skreppa upp á Grábrók í
hádeginu og rölta niður að Hreðavatni eftir
kvöldmat.“ Hún býr þar með fjölskyldu sinni en
manni sínum kynntist hún einmitt við skólann.
„Það er mikið um paramyndanir hérna enda
sækir líkur líkan heim,“ segir Auðbjörg Agnes
og hlær.
16 26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
ÁSTKÆRA YLHÝRA
Galdra-
stafurinn
Einn er sá stafur í íslensku ritmáli
sem er gæddur þeirri náttúru að
hann tekur sér gjarnan stöðu í
miðju orði þótt hans sé ekki óskað
en er fjarverandi þegar hann á þar
skyldum að gegna. Þetta er errið. Í
samsettum orðum ruglast oft talan
á fyrri hlutanum þannig að úr verða
orð eins og yfirburðarstaða, vin-
sældarlisti, ólíkindartól, tengdarfaðir
og Lundúnarlið, þar sem errinu er
ofaukið í ljósi þess að fyrri hlutinn
ætti að vera í eignarfalli fleirtölu.
Auk þess má nefna verri dæmi eins
og brjóstarhaldara, sem er næsta
óskiljanlegt en þó sérkennilega
vinsælt. Eins sjást stundum orð eins
og ábyrgðaleysi, greinagerð, bylt-
ingakenndur, dráttavél og aðstoða-
maður, þar sem errið ætti að vera
til staðar til merkis um að fyrri orð-
hlutinn sé í eignarfalli eintölu. Í ljósi
þessa lúmska eiginleika errsins
mætti því þýða latneska máltækið
„Errare humanum est“ sem „Það er
mannlegt að klúðra errinu“.
Góðar stundir.
magnus@frettabladid.is
Paramyndanir algengar á Bifröst
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? AUÐBJÖRG AGNES GUNNARSDÓTTIR, KYNNINGARFULLTRÚI Á BIFRÖST
nær og fjær
OR‹RÉTT„ “
HAFDÍS LILJA OG KLARA MALÍN Söfn-
uðu 720 krónum fyrir Rauða krossinn. Þær
sögðust vonast til þess að peningarnir
færu til Afríku.
Vildu hjálpa
Afríku
Þær vinkonur Hafdís Lilja Torfa-
dóttir og Klara Malín Þorsteins-
dóttir héldu nýlega tombólu til
þess að safna fyrir Rauða kross-
inn. Þær seldu meðal annars
bækur og geisladiska. Salan gekk
vel enda verðið hagstætt.
Þær sögðust vonast til þess að
upphæðin, alls 720 krónur, myndi
renna til Afríku.
Fjöldi barna færir Rauða
krossinum afrakstur tombóla og
rennar peningarnir jafnan til
aðstoðar bágstöddum börnum í
fjarlægum löndum.
- FGG / BÞS Engin grafarflögn hér
400 fulltrúar sitja þing
Sambands norrænna
kirkjugarða og bálstofa í
Háskólabíói. Helsta um-
ræðuefnið er kirkjugarð-
urinn sem verustaður og
er þar átt við að kirkju-
garðar séu jafnt fyrir lif-
endur sem látna.
Létt og þægileg stemning ríkti
við setningu þings Sambands
norrænna kirkjugarða í Háskóla-
bíói í gærmorgun. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, setti
þingið og að ávarpi hans loknu
flutti Big band Reykjavíkur
nokkur lög. „Við fengum svolitla
djasssveiflu til þess að vekja
menn,“ segir Þórsteinn Ragnars-
son, forstjóri Kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæma.
Þingið er haldið á fjögurra ára
fresti og að þessu sinni er helst
rætt um hvernig auka megi gildi
kirkjugarða sem verustaðar. „Við
viljum opna garðana meira,“ seg-
ir Þórsteinn. „Þeir eru griða-
staður fyrir fólk sem vill ganga
úti í fallegri náttúru og njóta frið-
ar í miðri borg.“ Margir kirkju-
garðar Norðurlandanna eru ein-
staklega fallegir og minna um
margt meira á skrúðgarða en
dvalarstað látinna. „Víða úti er
meiri runnagróður en hér og
dýralíf er einnig fjölbreyttara,“
segir Þórsteinn en minnir um leið
á að margir íslenskir garðar státi
af fallegum gróðri og fuglasöng.
Sjálfur lítur hann iðulega í
kirkjugarða á ferðum sínum um
fjarlæg lönd, finnst þægilegt að
setjast þar á bekk og hugsa eða
tala í síma.
340 erlendir gestir sækja
þingið og eins og gengur þarf
fólk ekki að sitja undir fyrir-
lestrum eða taka þátt í umræðum
daginn út og inn. Síðdegis í gær
var Þjóðminjasafnið heimsótt og
í dag verður farið í Kirkjugarða
Reykjavíkur.
Hátíðarkvöldverður verður
svo á Nordica hóteli í kvöld þar
sem Örn Árnason fer með
gamanmál.
„Það ríkir engin grafarþögn
hér,“ sagði Þórsteinn léttur í
bragði og fullyrti aðspurður að
útfarir færu fram með hefð-
bundnum hætti þótt þessi fjöldi
fulltrúa norrænna kirkjugarða
væri saman kominn í Reykjavík í
nokkra daga.
bjorn@frettabladid.is
Íslands- og Evrópumót í kranastjórnun:
Bestu kranamenn l‡›veldisins keppa
Von er á snilldartöktum í Bæjar-
flötinni í Grafarvogi í dag þegar
allir helstu og bestu kranamenn
landsins reyna með sér á Íslands-
mótinu í kranastjórnun. Í gær
höfðu þrjátíu skráð sig til leiks og
von var á fleiri þátttakendum.
„Þetta verður spennandi,“
segir Sigurjón Alfreðsson í
Merkúr, en fyrirtækið hefur um-
boð fyrir þýsku Liebherr-kran-
ana, sem eru sagðir þeir bestu
sem völ er á. „75 prósent af öllum
krönum í landinu eru Liebherr,“
segir Sigurjón og bætir við að
tuttugu slíkir hafi selst í ár. Lieb-
herr-kranar kosta frá rúmum
fjórum milljónum og upp í 43
milljónir, allt eftir stærð og lúxus.
Keppendur þurfa að leysa
þraut sem snýst um að stýra
steypusílói tiltekna leið og steypa
úr því bolta sem á að falla á
ákveðinn stað. Tími er tekinn og
má búast við því að þeir bestu
verði um eða undir tveimur mín-
útum að ljúka þrautinni.
Til nokkurs er að vinna því
sigurvegarinn hlýtur nafnbótina
Íslandsmeistari í kranastjórnun
og verður að auki fulltrúi Íslands
á Evrópumeistaramótinu sem
fram fer í Þýskalandi í haust.
- bþs
SIGURJÓN OG KRANINN
Sigurvegarinn á Íslandsmótinu
tekur þátt í Evrópumeistara-
mótinu í Þýskalandi í haust
fyrir Íslands hönd. FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
KÁTIR Á KIRKJUGARÐAÞINGI Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, setti þingið í gær. Auk hans eru meðal annarra á mynd-
inni Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju, Jón Baldursson vígslubiskup á Hólum, Karl Sigurbjörnsson biskup og Þór-
steinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarðanna í Reykjavík.
„fietta hefur veri›
mjög langur tími og
stundum hefur
ma›ur haft von um
a› fá a› losna en ekk-
ert gerst. Ég trúi varla
a› frelsi› sé í nánd og
varla fyrr en ég fæ
fla› skriflegt.“
ARON PÁLMI ÁGÚSTSSON Í FRÉTTA-
BLAÐINU.
„fia› ber vott um
firringu a› hafa stór-
felldar áhyggjur af
flessu.“
EINAR ODDUR KRISTJÁNSSON
ÞINGMAÐUR Í FRÉTTABLAÐINU.