Fréttablaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 22
Eflaust hefur frétt í kvöldfréttum
Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld kætt
marga á kaffistofum landsins í
gær. Hún fjallaði um eigendur
býlis í Stafford-skíri í Bretlandi,
sem neyddust til að hætta ræktun
á svínum frá Gíneu og nokkur
hundruð vísindamenn sem höfðu
safnað undirskriftum til stuðn-
ings notkun tilraunadýra í vís-
indalegum tilgangi. Með því vildu
þeir sporna gegn áralangri bar-
áttu dýraverndunarsinna. Hið
kátlega við frétt RÚV var meinleg
þýðingarvillan, en sem kunnugt
er kalla enskir öll tilraunadýr
„guinea pig“. Bókstafstrúin hefur
augljóslega ráðið ríkjum í flýtin-
um á fréttastofunni þannig að
hamstrar og kanínur og önnur til-
raunadýr á búgarði í Stafford-
skíri urðu að svínum frá Gíneu.
Ólíklegt er að nokkur muni erfa
skondin mistök af þessu tagi við
fréttastofuna, sem nær alltaf flyt-
ur áreiðanlegar, yfirlesnar og
vandaðar fréttir, sérstaklega
þegar um er að ræða mál sem
miklu skipta. Svínin frá Gíneu
munu því kveðja dyra eitt andar-
tak í íslenskri þjóðfélagsumræðu,
létta mönnum lund og hverfa
síðan á burt.
Framboðs- og foringjataflið í
borgarstjórn Reykjavíkur er hins
vegar þess eðlis að verra er fyrir
þá sem þar spila að gera mistök.
Gildir þá einu hvort yfirsjónin er
stór eða smá – í skákinni sem nú
er að hefjast er spilað fast og
mönnum refsað grimmilega fyrir
sérhvern afleik. Eftir formlega
andlátstilkynningu Reykjavíkur-
listans er staðan orðin enn við-
kvæmari en ella, og mikið í húfi
fyrir alla flokka, en ekki síst stóru
flokkana sem báðir gera sér vonir
um að komast í lykilstöðu að kosn-
ingum loknum. Foringjamál
skipta miklu, enda ljóst að bæði
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur
munu í krafti stærðar sinnar tefla
fram borgarstjóraefni, hvort sem
einmitt það orðalag verður notað
eða eitthvað annað.
Víst er að sjálfstæðismenn eru
hér að fást við kunnuglegt vanda-
mál, enda hafa þeir haldið
óhönduglega á foringjamálum
sínum í borginni frá því Markús
Örn Antonsson sté til hliðar á sín-
um tíma. Ágætis stjórnmálamenn
hafa komið fram en ekki náð að
festa sig í sessi sem leiðtogar,
einkum vegna þess að tiltrúna og
eindrægnina hefur vantað inni í
flokknum sjálfum. Árna Sigfús-
syni var ekki fyllilega treyst, og
ekki Ingu Jónu Þórðardóttur held-
ur. Innkoma Björns Bjarnasonar á
sínum tíma var óneitanlega nokk-
uð sérstök og fól í sér yfirlýsingu
um að borgarstjórnarflokkurinn
byggi í raun við leiðtogaskort. Og
mitt í þeim leiðtogaskorti tekur
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson við
leiðtogahlutverkinu en nýtur –
líkt og Inga Jóna – ekki ótvíræðs
stuðnings, því sífellt er verið að
leita að einhverjum öðrum leið-
toga. Nú er nefndur til sögunnar
Gísli Marteinn Baldursson og
raunar fleiri.
Össur Skarphéðinsson skrifar í
vikunni pistil á heimasíðu sína
þar sem hann fjallar um fram-
boðsmál sjálfstæðismanna og sér-
staklega hugsanleg átök milli Vil-
hjálms Þ. og Gísla Marteins.
Greinilegt er að Össur gjörþekkir
framboðsraunir sjálfstæðis-
manna og stráir salti í sárin með
því að draga athyglina að því að
enn eina ferðina kunni menn að
vera að upplifa sömu martröðina
– enn einn „múrmeldýrsdaginn“!
Sú tilraunastarfsemi sem leið-
togaefni sjálfstæðismanna séu að
stunda á sjálfum sér kunni með
öðrum orðum að hafa slæmar af-
leiðingar fyrir flokkinn.
Það vekur hins vegar athygli
að foringjamálin hjá Samfylking-
unni eru lítið skýrari en hjá Sjálf-
stæðisflokknum. Þar eru í það
minnsta þrír mjög frambærilegir
stjórnmálamenn sem eru tilbúnir
að gerast tilraunadýr í leiðtoga-
rannsóknum flokksins. Innbyrðis
staða Steinunnar Valdísar Óskars-
dóttur borgarstjóra og Stefáns
Jóns Hafstein oddvita flokksins
er afar óræð og ekki bætir úr
skák að Össur hefur sjálfur gefið
því undir fótinn að hann útiloki
ekki að taka að sér leiðtogahlut-
verk flokksins í borginni. Slík inn-
koma forustumanns flokksins á
landsvísu – sem hins mikla bjarg-
vættar – minnir raunar óþyrmi-
lega á innkomu Björns Bjarnason-
ar hjá sjálfstæðismönnum síðast.
Sú formúla gekk ekki upp eins og
alkunna er. Nú kunna það að vera
góð vísindi að endurtaka tilraunir
til að kanna hvort ekki fáist sama
niðurstaða og í fyrri tilraun – en
það væri engu síður skynsamlegt
fyrir Össur að hugsa sig vel um
áður en hann gerist tilraunadýr í
slíkri endurtekningu. Össur hefur
þrátt fyrir allt ýmsa valkosti í
pólitík á landsvísu enda snjall
pólitíkus og það er því talsvert í
húfi fyrir hann. Og raunar gildir
svipað um önnur leiðtogaefni hjá
Samfylkingunni. Gagnrýni þeirra
á ósamkomulag sjálfstæðismanna
um leiðtoga gæti sem hægast hitt
þá sjálfa fyrir.
Mistök hjá tilraunadýrunum í
leiðtogabaráttu stóru flokkanna
munu því ekki hverfa úr þjóð-
félagsumræðunni í einni svipan
eins og Gíneusvín Fréttastofu
RÚV. Það er því eðlilegt að hik sé
á mönnum, því enginn vill vera
pólitískt svín frá Gíneu í mis-
heppnaðri stjórnmálatilraun í
Reykjavík – allra síst ef verið er
að endurtaka fyrri tilraunir sem
allar mistókust. ■
Þ að kostaði um tíu milljónir að gera upp á milli formanns-efnanna Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sól-rúnar Gísladóttur hjá Samfylkingunni. Eflaust kostaði
líka mikla peninga að gera upp á milli Davíðs Oddssonar og Þor-
steins Pálssonar á sínum tíma. Það kostar líka mikið að halda úti
kosningabaráttu fyrir heilu flokkana. En hvað sem öll þessi bar-
átta kostar og hversu margir sem liggja eftir átökin og sama
hversu mikið hefur verið tekist á og hversu stór orð hafa fallið
eiga nær allir frambjóðendur í stjórnmálum á Íslandi eitt sam-
eiginlegt, þeir upplýsa ekki þjóðina um það hverjir borga millj-
ónir á milljónir ofan til að tryggja Össuri eða Ingibjörgu eða
Davíð eða Þorsteini eða Sjálfstæðisflokki eða Framsókn eða
Samfylkingu eða Vinstri grænum framtíð í stjórnmálum.
Þjóðin hefur ekki kost á að athuga hvort frambjóðendurnir
sem ná kjöri eigi það til að borga framlögin sem þeir þáðu til
baka í störfum sínum. Hversu mikið sem stjórnmálamenn
takast á skulu þeir standa saman um leyndina. Þar skera þeir
sig frá því sem gerist í öðrum löndum. Okkar stjórnmálamenn
segja meira að segja að það gæti orðið lýðræðinu hættulegt ef
þjóðin vissi hverjir borga flokkunum og þingmönnunum. Að lög
í öðrum löndum sem tryggja að upplýsingarnar séu gerðar
opinberar séu lýðræðinu hættuleg. Þessu trúir ekki nokkur
maður, ekki heldur þeir sem halda þessu samt fram í hvert sinn
sem bent er á ruglið.
Það gengur ekki endalaust að benda á aðra. Það er tækifæri
nú fyrir Össur og Ingibjörgu Sólrúnu að sýna gott fordæmi og
upplýsa þjóðina um það hvaða fyrirtæki og félög stóðu straum
af kostnaði við framboð þeirra til embættis formanns Samfylk-
ingarinnar. Sennilega verður þetta tækifæri ekki nýtt frekar en
öll hin.
Stjórnmálamenn hika ekki við að gagnrýna svo margt. Þeir
liggja ekki á skoðunum sínum, sem betur fer. Hitt er annað að
það leysir þá alls ekki frá þeirri kröfu að þeir geri hreint fyrir
sínum dyrum. Fram undan eru sveitarstjórnarkosningar sem
munu kosta verulega mikla peninga. Áður en til þeirra kemur
verða mörg bræðravíg, þar sem fleiri vilja komast í bestu sæti
framboðslista en pláss er fyrir. Þess vegna verður tekist á og
miklu til kostað. Fyrir fram er það nokkuð víst að allir fram-
bjóðendurnir og allir flokkarnir munu enn og aftur gefa kjós-
endum langt nef þegar kemur að því að skýra frá því hverjir
hafa gengið í liðið með peninga og kostað flokkana og frambjóð-
endurna í valdastóla.
Það á eftir að upplýsast hverjir kosta flokkana og stjórn-
málamennina, kannski ekki strax en sérstaða Íslands hvað þetta
varðar verður ekki eilíf. En hvers vegna haldið er dauðahaldi í
leyndina geta þeir einir svarað sem ekkert vilja segja, okkur
hin getur í mesta lagið grunað að þiggjendurnir hafi eitthvað að
fela. En hvað það er skýrist síðar.
26. ágúst 2005 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
SIGURJÓN M. EGILSSON
Enn hafa stjórnmálamenn kjörið
tækifæri til að upplýsa hverjir borga þeim.
Hver er hvers?
FRÁ DEGI TIL DAGS
En hvers vegna haldi› er dau›ahaldi í leyndina geta fleir einir
svara› sem ekkert vilja segja, okkur hin getur í mesta lagi gruna›
a› fliggjendurnir hafi eitthva› a› fela.
Í DAG
LEIÐTOGAMÁL Í
REYKJAVÍK
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
SUNNUMÖRK 2
810 HVERAGERÐI
SÍMI 483 3206
Í VERSLUNARMIÐSTÖÐINNI SUNNUMÖRK VIÐ ÞJÓÐVEG NR. 1
OPNUNARTÍMI
MÁNUD. - FIMMTUD...........
FÖSTUDAGA......................
LAUGARDAGA...................
11:00 - 18:30
11:00 - 19:30
12:00 - 16:00
ALVÖRU HUMAR
& ANNAÐ GIRNILEGT FISKMETI
BEINT Á GRILLIÐ
ERTU Á LEIÐINNI AUSTUR FYRIR FJALL
Í BÚSTAÐINN EÐA ÚTILEGUNA?
Svín frá Gíneu
Engin svör
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður gerir
Samfylkinguna að umtalsefni á heima-
síðu sinni í tilefni af nýbirtu uppgjöri Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur um kostnað
við formannskjörið í vor. Samfylkingin
segist vilja hafa bókhald stjórnmálaflokk-
anna opið. „Samt er þeirra eigið bókhald,
harðlæst fyrir öllum, nema innvígðum og
útvöldum. Og þegar fyrir liggur að kostn-
aður í formannskjöri flokksins á síðasta
vori var a.m.k. einn tugur millj-
óna, að sögn, er því harð-
neitað að gera nokkuð
opinbert. Styrktu fyrirtæki
framboðið og þá hversu
mikið og hversu mörg og
þá hver, spurði fréttamað-
urinn í útvarpinu.... - Ég bara
veit það ekki sagði formaður
Samfylkingarinnar (!) og vísaði á fram-
kvæmdastjóra einhvers konar fyrirtækis
sem stofnað var um framboð hennar.“
Skinhelgi
Einar segir þetta ekki eina dæmið um
„ótrúlegar þverstæður og skinhelgi“ í
starfi flokks sem sé „sífellt með siða-
prédikanir á vörunum“ en meini bersýni-
lega ekkert með orðagjálfrinu. „Í Samfylk-
ingunni segja þeir að ekki passi að þing-
menn sitji í nefndum og ráðum. Einkan-
lega ekki ef þar sé vélað með fé. Þetta
framkvæma þeir til dæmis með því að
setja varaþingmenn en ekki þingmenn í
sum ráð og í stjórnir sumra stofnana, þar
sem þeir eiga aðkomu að. En svo gildir
þetta ekki alltaf og alls staðar. Sums
staðar virðast menn jafnari en aðrir...Þess
vegna situr formaður flokksins í stjórn
Seðlabankans, einn þingmaður í stjórn
stærsta orkufyrirtækis landsins, annar í
stjórn stærstu hafnar landsins, enn einn í
stjórn fjármálafyrirtækis og svo má áfram
telja.“
Drykkjusamkoma
Æ fleirum verður tíðrætt um ómenning-
arbraginn sem er að færast yfir Menning-
arnótt í Reykjavík. Er ekki kominn tími til
að hugsa þessa ágætu dagskrá alveg upp
á nýtt? Hún hefur smám saman verið að
breytast í eina allsherjar drykkjusam-
komu, borgarbúum og borgaryfirvöldum
til álitshnekkis. Nú þegar tími hugmynda-
stjórnmálanna er að renna upp í aðdraga
borgarstjórnarkosninga væri gaman að fá
ferskar tillögur um hvernig bregðast eigi
við þessum vanda.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI:
Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550
5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent-
smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum
verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
LESTU GREININA Á VISIR.IS
OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA