Fréttablaðið - 26.08.2005, Page 25

Fréttablaðið - 26.08.2005, Page 25
3FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2005 100% hreinn fyrir þig smoothie ávaxtadrykkur úr pressuðum ávöxtum arka • Sími 899 2363 Allt um bíla á laugardögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05 Marga dreymir um að geta borðað grænmeti beint úr garðinum sínum. Í Grasagarð- inum í Laugardal er boðið upp á námskeið í matreiðslu og ræktun grænmetis í nytja- görðum. Árleg uppskeruhátíð Grasagarðs- ins í Laugardal verður haldin laug- ardaginn 3. september og daginn eftir, 4. september, verður boðið upp á námskeið fyrir þá sem vilja eiga sinn eigin nytjajurtagarð. Að sögn Evu G. Þorvaldsdóttur, for- stöðumanns Grasagarðsins, verð- ur þar lögð áhersla á að kynna nytjajurtagarðinn fyrir venjulegu fólki. „Á uppskeruhátíðinni er ókeypis fyrir fólk að koma og smakka og fá fræðslu um mat- jurtir, grænmeti og kryddjurtir. Hátíðin hefur verið haldin á hverju hausti í nokkur ár og verið mjög vinsæl. Okkur datt þess vegna í hug að efna til dagsnám- skeiðs þar sem við gefum fólki hugmyndir um það hvernig er að vera með matjurtagarð heima hjá sér. Við ætlum að halda námskeið- ið í gömlu húsi við hliðina á nytja- jurtagarðinum svo fólk geti geng- ið út og skoðað jurtirnar, tekið þær upp og smakkað.“ Námskeiðið ber yfirskriftina Græn matarmenning og leiðbein- endur eru Auður Jónsdóttir garð- yrkjufræðingur og Þráinn Lárus- son, matreiðslumaður og skóla- stjóri Hússtjórnarskólans á Hall- ormsstað. „Matarmenningin hefur breyst og við erum alltaf að prófa nýjar tegundir,“ segir Auður. „Salat og krydd er nokkuð sem fólk hefur mikinn áhuga á að rækta sjálft og ég hef verið að prófa ýmsar tegundir af blað- salati sem hægt er að nýta allt sumarið. Síðan hef ég verið að prófa mig áfram í ýmsum laukum og það hefur gengið ótrúlega vel. Ferskar rauðrófur eru líka góðar og bjóða upp á ýmsa spennandi möguleika í matargerð. Þráinn sýnir svo hvernig við getum notað grænmetið í matreiðslunni, til dæmis ferska kryddið sem getur verið vandmeðfarið.“ Námskeiðsgjaldið er 3.000 krónur og hámarksfjöldi er 20 manns. Skráning fer fram á skrif- stofu Grasagarðsins í síma 553 8870. Beint frá bóndanum NEDERBURG: Fimm stjörnu vín Suður-afrísk vín hafa náð miklum vinsæld- um hérlendis undanfarin ár. Þau eru jafn- an kraftmik- il og bragð- rík en m e g i n - ástæðan f y r i r v i n - sældunum er ef- laust hagstætt verð. Þótt suður- afrísk vín séu til- tölulega ný hér á landi eru framleið- endur þarlendis engir nýgræðingar í víngerð. Neder- burg er eitt stærsta vínhús landsins og á sér yfir 200 ára sögu. Neder- burg hefur hlotið fleiri alþjóðleg verðlaun en nokkur önnur vín- gerð í landinu og verið í farar- broddi í nýjungum. Nederburg Shiraz Pinotage hentar vel með kjöti, sérstaklega grilluðu. Nederburg Shiraz Pinotage hefur fengið góðar viðtökur á Norðurlöndunum og fengið góða dóma í blöðum í Danmörku. Má nefna að Vinavisen gaf því hæstu einkunn, fimm stjörnur. Verð í Vínbúðum 1.090 kr. Lífrænt ræktað grænmeti er afhent á Olísstöðvarnar þar sem áskrifendur geta nálgast það. Lífrænt ræktað grænmeti í áskrift. Græni hlekkurinn er þjónustu- fyrirtæki sem selur lífrænt grænmeti í áskrift beint frá bóndanum. Fyrirkomulagið er á þann veg að menn skrá sig á póstlista og fá sendan pöntunar- lista með tölvupósti sem fylltur er út og sendur til baka. Nokkrum dögum síðar er pönt- unin tekin saman og pökkunum dreift á Olísstöðvarnar þar sem fólk nálgast vörurnar. Áskriftin stendur yfir uppskerutímann frá maí eða júní og fram í októ- ber. Ágætis úrval er af græn- metinu og má nefna tómata, gúrkur, papriku og gulrætur en einnig kryddjurtir, rófur, salat og lífræna jógúrt, en úrvalið fer alfarið eftir uppskerunni hverju sinni og oftar en ekki er eitt- hvað á boðstólum sem erfitt er að fá í verslunum. Hver pöntun verður að vera að lágmarki 2.500 kr. en það er ekki skylt að kaupa grænmetið í hverri viku. Á vefsíðunni www.akurbisk.is er hægt að fá allar upplýsingar um vörulista og skráningu. ■ Beint úr garðinum Eva G. Þorvaldsdóttir og Auður Jónsdóttir vilja endilega kenna fólki að rækta garðinn sinn. Auður hefur prófað ýmsar tegundir af salati í sumar. RÉTTURINN HENNAR MARGRÉTAR Blóðbergskryddaður ferskvatnssilungur AÐ HÆTTI MARGRÉTAR VILHJÁLMS- DÓTTUR LEIKKONU. Meðalstór silungur verkaður en haus og sporður hafður með (það er fall- egra þegar maður ber hann á borð) hnefafylli af blóðbergi (má vera meira en það fer eftir stærð fisksins og smekk) um hálfur bolli jómfrúar-olífuolía tvær til þrjár teskeiðar maldon-sjáv- arsalt (líka eftir smekk) grófur pipar chili-pipar á hnífsoddi Fiskurinn er skolaður vel upp úr köldu vatni og lagður til á bretti eða fati. Olíu, blóðbergi, salti, pipar og chili blandað saman og nuddað vel utan á og inn í fiskinn. Best er ef blóðbergið er með mikið af blómum því það gefur sætara bragð, næstum eins og hunang, en lauf blóðbergs- ins er hið íslenska timjan. Fiskurinn er vafinn inn í silfurpappír og skellt á grillið. Munið bara að grilla nógu lengi, 20-40 mínútur, en það fer eftir stærð fisksins. Himneskur drykkur Svo mæli ég með blóðbergste- drykkju og ef blómin eru sæt þarf ekki hunang. Jurtirnar í kringum okk- ur eru besta kryddið og ódýrasta leiðin í matargerð. Líka sem te, vítamín og lækningajurtir. Íslending- ar þurfa að verða meðvitaðri um ríkidæmið sem vex í kringum þá, nýta sér það og umgangast af virð- ingu og þekkingu. Til er fullt af bók- um og fræðiritum um jurtirnar og lækningarmátt þeirra. Margrét mælir með blóðberginu. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.