Fréttablaðið - 26.08.2005, Page 43

Fréttablaðið - 26.08.2005, Page 43
FÖSTUDAGUR 26. ágúst 2005 31 Mainz einfaldlega of sterkt Fín barátta Keflvíkinga dug›i ekki til gegn sterku li›i Mainz á Laugardals- vellinum í gær. Keflavík bei› lægri hlut, 0–2, og samanlagt 0–4. FÓTBOLTI „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn en hann var þó þokkalega sáttur við leik Keflavíkurliðsins. Greinilegt var í upphafi leiks- ins að leikmenn Keflavíkur ætl- uðu að selja sig dýrt því barátta leikmanna liðsins var til fyrir- myndar fyrstu mínúturnar. En fljótlega tókst þó sterku Mainz- liði að ná góðum tökum á leiknum sem Keflvík átti erfitt með að brjóta á bak aftur. Það kom að því að Mainz kæmi boltanum í markið og var þar að verki hættulegasti maður liðsins, Michael Thurk, með stórglæsilegu marki. Í seinni hálfleik gekk Keflvíkingum betur að halda bolt- anum innan liðsins en þeir áttu í erfiðleikum með að skapa hættu uppi við mark Mainz. Varamenn- irnir Simun Samuelsen og Brani- slav Milicevic voru líflegir í seinni hálfleik en náðu þó ekki að skapa hættu með ágætum hlaup- um sínum upp vinstri kantinn. Tom Geissler skoraði svo annað mark Mainz undir lok leiksins og þar við sat. Mainz var betra liðið allan leik- inn og átti ekki í neinum vandræð- um fyrirsjáanlegar sóknir Kefla- víkur en Hólmar Örn Rúnarsson og Jónas Guðni Sævarsson voru bestu leikmenn Keflavíkur í leiknum. magnush@frettabladid.is LEIKIR GÆRDAGSINS Eyjamenn eru óhressir með vinnubrögð knattspyrnudeildar Vals: FÓTBOLTI Stjórn knattspyrnudeildar ÍBV hefur kært knattspyrnudeild Vals til KSÍ fyrir að hafa rætt ólöglega við Atla Jóhannsson, leikmann liðsins, en hann er samningsbundinn ÍBV til ársins 2006. Í reglum KSÍ kemur skýrt fram að ekki sé heimilt að ræða við samningsbundna leikmenn nema að fá leyfi frá viðkomandi félagi, en staðfest hefur verið að Börkur Edvardsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Vals, hringdi persónulega í Atla og spurði hann hvort hann hefði áhuga á að ganga til liðs við Val næsta sumar. Svör Atla voru á þann veg hann hygðist standa við samning sinn við ÍBV. „Okkur þykja þetta ansi lúaleg vinnubrögð hjá Valsmönnum og þau eru hreinlega til skammar,“ sagði Gísli Hjartarson, sem situr í stjórn knattspyrnudeildar ÍBV. Börkur segir að um mistök hafi verið að ræða og sagði stjórn Vals hafa beðið Eyjamenn afsökunar. „Við höfðum það eftir áreiðanleg- um heimildum að samningur leik- mannsins hefði verið að renna út og höfðum enga ástæðu til að rengja það. Eftir að í ljós kom að hann var samningsbundinn ÍBV lengur en það báðumst við afsök- unar og vonum að þetta mál sé úr sögunni,“ segir hann. Gísli tekur lítið fyrir þessar afsakanir Ed- vards. „Hann þurfti ekki annað en að kíkja á heimasíðu KSÍ til að sjá að leikmaðurinn er samnings- bundinn ÍBV.“ - bb, - vig Valur ræddi vi› Atla Jóhannsson án leyfis ÍBV KOMIÐ OG REYNSLUAKIÐ EINUM GLÆSILEGASTA BÍL SEM VÖL ER Á. Nýbýlavegur 6 • 200 Kópavogur • S. 570 5400 • www.lexus.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 29 32 4 8 /2 00 5 The pursuit of perfection Stíllinn er glæsilegur, yfirbragðið sportlegt, viðbragðið snöggt og kraftmikið og aksturinn engu líkur. Vertu fremstur á þínu sviði. Aktu á Lexus GS. Þú kemst varla nær fullkomnun. Verð frá 5.150.000 kr. Lexus GS færir okkur nær takmarkinu Takmarkið er fullkomnun HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Föstudagur ÁGÚST ■ ■ LEIKIR  18.30 HK og KA mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn.  07.30 Olíssport á Sýn.  08.00 Olíssport á Sýn.  08.30 Olíssport á Sýn.  17.30 Olíssport á Sýn.  18.00 Ofurbikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Liverpool og CSKA Moskva.  18.00 Upphitun á Skjá einum.  21.30 Mótorsport 2005 á Sýn.  22.00 World Supercross á Sýn.  23.00 K-1 á Sýn.  23.20 Gullmót í frjálsum á RÚV. UEFA-bikarkeppnin: KEFLAVÍK–MAINZ 0–2 Mainz komst áfram, 4-0 samanlagt. VIKING–RHYL 2–1 Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Viking, sem komst áfram, 3-1 samanlagt. ALLIANSI–BRANN 0–2 Kristján Örn Sigurðsson lék fyrri hálfleikinn fyrir Brann en Ólafur Örn Bjarnason kom ekki við sögu. Brann komst áfram, 2-0 samanlagt. CORK CITY–DJURGÅRDEN 0–0 Kári Árnason kom ekki við sögu hjá Djurgarden. Cork komst áfram vegna marks á útivelli. LINFIELD–HALMSTAD 2–4 Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði fyrsta mark Halmstad í leiknum sem komst áfram, 5-3 samanlagt. GENK–METALURGS 3–0 Indriði Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Genk sem komst áfram, 6-2 samanlagt. 1. deild karla: VÍKINGUR–BREIÐABLIK 1–1 0–1 Ellert Hreinsson, 1–1 Daníel Hjalta- son, víti STAÐA EFSTU LIÐA: BREIÐABLIK 16 12 4 0 28–10 40 VÍKINGUR 16 8 7 1 33–9 31 KA 15 8 4 3 32–13 28 ÞÓR 15 5 3 7 21–30 18 2. deild karla: STJARNAN–LEIKNIR 1–2 0–1 Vigfús Arnar Jósepsson, 1–1 Guðjón Baldvinsson, 1–2 Helgi Pétur Jóhannesson STAÐA EFSTU LIÐA: LEIKNIR 16 10 4 2 34–17 34 STJARNAN 16 8 6 2 36–23 30 NJARÐVÍK 15 7 4 4 25–16 25 F.BYGGÐ 15 6 5 4 25–18 23 HM U21 í Ungverjalandi: ÍSLAND–SUÐUR-KÓREA 34–33 EGYPTALAND–SPÁNN 26–29 DANMÖRK–ÞÝSKALAND 27–29 Ísland mun mæta liði Ísraels í leik um 9. sætið á laugardaginn. ATLI JÓHANNSSON Er undir smásjánni hjá liði Vals í Landsbankadeildinni. EKKI GLÆTA Guðmundur Steinarsson og félagar í framlínu Keflavíkur komust lítt áleiðis gegn vörn Mainz í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.