Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 25.09.2005, Qupperneq 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 61,61 61,91 110,03 110,57 74,66 75,08 10,004 10,062 9,582 9,638 7,97 8,016 0,5524 0,5556 89,74 90,28 GENGI GJALDMIÐLA 23.09.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 104,9294 4 25. september 2005 SUNNUDAGUR Formaður Starfsgreinasambands Austurlands um fyrningu sakargifta: Rannsóknin tók óe›lilega langan tíma DÓMSMÁL „Ég tel að þessi rann- sókn hafi tekið óeðlilega langan tíma,“ segir Jón Ingi Kristjáns- son, formaður Afls – starfs- greinafélags Austurlands, um þau tíðindi að hluti sakargifta á hendur forsvarsmönnum Líf- eyrissjóðs Austurlands er fyrnd- ur vegna tafa í rannsókn efna- hagsbrotadeildar Ríkislögreglu- stjóra. Jón Ingi telur það myndu vera farsælast fyrir alla sem að málinu koma ef það væri til lykta leitt í dómsal. „Það er óþolandi að það skuli hanga áfram í lausu lofti.“ Fjórir sjóðfélagir í Lífeyris- sjóði Austurlands kærðu stjórn og fyrrum framkvæmdastjóra sjóðs- ins til Ríkissaksóknara vorið 2003. Í maí sama ár sendi Ríkissaksókn- ari málið Ríkislögreglustjóra til rannsóknar. Meðal sakargifta voru kaup í óskráðum hlutafélög- um og ólöglegar lánveitingar til fyrirtækis sem framkvæmda- stjórinn átti hlut í. Þá var kært að framkvæmdastjórinn og endur- skoðandinn höfðu stofnað saman verðbréfafyrirtæki á sama tíma og þeir störfuðu fyrir lífeyrissjóð- inn. Allir þáverandi stjórnarmenn sjóðsins sögðu af sér en stórtap hafði verið af rekstri sjóðsins árið áður. - bs BANDARÍKIN, AP Fellibylurinn Rita gekk á land á mörkum Texas og Louisiana í gær. Úrkoman og sjógangurinn sem bylurinn bar með sér færði nokkra strandbæi á kaf og olli því að vatn flæddi yfir varnargarða í New Orleans. Rafmagnslaust varð á heimilum meira en einnar milljónar manna. Tjónið á olíuhreinsi- stöðvum á Texasströnd, sem bylurinn gekk yfir, virtist hins vegar ætla að verða minna en óttast var. Milljónaborgin Houston virtist líka ætla að sleppa tiltölulega vel. Sjálf miðja fellibyljarins gekk á land klukkan hálfátta í gærmorgun að íslenskum tíma, en heldur hafði þá dregið úr vindstyrknum svo að Rita taldist þá vera komin niður í þriðja stigs fellibyl. Eyðileggingar- máttur slíks byls er þó umtals- verður, enda nær vindhraði í honum allt að 193 km/klst. Strax eftir að Rita gekk á land dró frekar úr veðurofsanum; vind- hraðinn var kominn niður í um 120 km/klst um miðjan daginn, er bylurinn mjakaðist norður á bóginn, innar í land. Fellibylur- inn Katrín taldist fjórða stigs er hann gekk á land í Louisiana og Mississippi í byrjun mánaðarins. Síðdegis taldist Rita ekki lengur fellibylur heldur aðeins kröftug hitabeltislægð með rúm- lega 100 km vindhraða. Að sögn veðurfræðinga mátti búast við því að enn drægi úr veðurhamn- um næsta sólarhringinn. Rigningin sem Rita bar með sér inn á land var þó svo mikil að víða var hætta á tjóni af völdum flóða. 250-300 mm úrkoma hafði dembst yfir sýslurnar Jasper og Tyler í austurhluta Texas á innan við sólarhring. Engar fréttir höfðu í gær borist af manntjóni af völdum veðurhamsins, en björgunar- sveitir urðu að bíða uns mesti veðurofsinn væri genginn niður áður en þær gátu gengið úr skugga um að fólk á hættusvæð- unum væri heilt á húfi. Um þrjár milljónir manna þurftu að flýja heimili sín vegna fellibylshættunnar á 800 km langri sneið af strandhéruðum Texas og Louisiana. Rick Perry, ríkisstjóri Texas, hvatti þá sem höfðu flúið Houston og aðrar byggðir á hættusvæðinu að bíða með að snúa heim uns búið væri að lýsa því opinberlega yfir að öllu væri óhætt. audunn@frettabladid.is LÖGREGLUFRÉTTIR LÍKAMSÁRÁS Á DALVÍK Líkams- árás var gerð í heimahúsi á Dal- vík aðfaranótt laugardags. Þar lenti tveimur mönnum saman og var annar var fluttur á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri með áverka á höfði. Lítið er vitað um tildrög málsins og beðið eftir að sá sem áverkana hlaut leggi fram kæru. FÍKNIEFNI Í KEFLAVÍK Ökumaður var stöðvaður á bifreið í Keflavík á föstudagskvöld og fundust fíkniefni í bílnum, meint am- fetamín og sveppir. Ökumaðurinn var kærður og handtekinn eins og reglan er þegar menn eru teknir með fíkniefni. HRAÐAKSTUR Á REYKJANES- BRAUT Lögreglan á Keflavíkur- flugvelli var með radarinn í gangi í gær og fyrradag. Alls voru þrjátíu ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók á var 172 kílómetra hraða á klukkustund og var hann sviptur ökuréttindum til bráða- birgða á staðnum. VILHELM ÞORSTEINSSON Aflaverðmæti skipsins er hálfur sjöundi milljarður króna á fimm ára tímabili. Vilhelm Þorsteinsson EA: Aflaver›mæti 6,5 milljar›ar SKIP Fimm ár eru liðin síðan fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteins- son EA 11 kom fyrst til heima- hafnar á Akureyri en skipið var smíðað í Póllandi fyrir Samherja. Afli skipsins á því árabili er um 250 þúsund tonn, aðallega upp- sjávarfiskur, og aflaverðmætið um 6,5 milljarðar króna. Vilhelm er í hópi fullkomnustu fiskiskipa heims, vel búinn til margvíslegra veiða, en fjöldi í áhöfn fer eftir því á hvernig veið- um skipið er, frá 14 manns og upp í 28. - kk Alltaf einfalt www.ob.is 15 stöðvar! Brunaútköll: Dælubílar á fer› og flugi SLÖKKVILIÐ Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins átti annasama nótt aðfaranótt laugardags. Sjö sinn- um voru dælubílar á ferðinni en aldrei þó í alvarleg útköll. Útköll- in voru hins vegar mjög fjöl- breytt, meðal annars vegna elds- voða í bifreið, reyk frá þurrkara og íkveikju í rusli við verslunar- miðstöð. Alvarlegast var útkall vegna potts sem skilinn hafði verið eftir á eldavél í Hafnarfirði. Slökkviliðsmenn brutust inn og fundu þar fyrir mann sofandi. Hann sakaði ekki og var íbúðin reykræst. - bb ESKIFJÖRÐUR Ríkislögreglustjóri hefur haft mál Lífeyrussjóðs Austurlands á borði sínu frá því í maí 2003. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Verkalýðsfélagið Hlíf: Hámark ósvífninnar KJARAMÁL Stjórnendur Verkalýðs- félagsins Hlífar lýsa undrun sinni á þeirri ráðstöfun stjórnvalda að hækka laun bankastjóra Seðla- bankans um 330 þúsund en eftir þá hækkun eru laun hans komin í 1.563.000 krónur. Í ályktun sem verkalýðsfélagið sendi frá sér segir að þetta sé verðbólguhvetjandi ráðstöfun sem undirstriki ábyrgðarleysi og tvískinnungshátt ráðamanna þjóð- arinnar. Ennfremur segir að það sé há- mark ósvífninnar að Seðlabank- inn sendi svo frá sér greinargerð þar sem hið opinbera er hvatt til að leggja sitt af mörkum í barátt- unni við að tryggja að verðbólgu- markmið kjarasamninga haldi. - jse M YN D /AP Minna tjón en óttast var Fellibylurinn Rita gekk á land í Texas og Louisiana í gær. Tjón virtist ætla a› ver›a minna en óttast var enda dró allhratt úr ve›urhamnum. Úrhelli olli fló fló›um og ógna›i New Orleans. Rafmagnslaust var› hjá yfir milljón manns. Á FLOTI Par í strandbænum Lake Charles í Louisiana veður flóðelginn sem úrhellið af völdum Ritu orsakaði á götum bæjarins í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.