Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.09.2005, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 25.09.2005, Qupperneq 18
Ef haldið er 8.820 kílómetra ísuðaustur frá Reykjavík,hvar endar sú ferð? Á fjall- inu Elbrus. Elbrus er tvítyppt, gamalt eldfjall, hulið stórum jökl- um og 5.642 metra hátt. Fjallið ber fleiri heiti á öðrum tungum og merkja þau t.d. Fjall hamingjunn- ar og Fjall hinna þúsund fjalla. Samkvæmt fornum sögum er Pró- meþeifur fjötraður við fjallið. Þarna er ferðalangurinn kom- inn til sjálfstjórnarhéraðsins Kab- ardino-Balkaria skammt frá Ingú- setíu, Ossetíu og Tsétsníu. Í hér- aðinu skiptast á akrar, lág fjöll, ár, skógar, borgir og bæir og frjó- semi landsins er mikil. Og þarna, milli Svartahafs og Kaspíahafs, hefur verið þróttmikið mannlíf og menningarstarf allt frá því sögur hófust. Vísbendingar eru um að svolítið af erfðamengi Norð- manna og Íslendinga eigi uppruna á þessum slóðum. Elbrus rís, aleitt og tignarlegt, um 15 km norðan við gríðarlega mikinn fjallgarð sem myndar múr, mörg hundruð kílómetra langan, á milli hafanna. Kákasus- fjöllin eru stórvaxin útgáfa af Alpafjöllunum en miklu minna snortin af mönnum en þau; lítil byggð í flestum dölum og ferða- þjónusta hefur ekki sett mikið mark á fjöllin. Sunnan við fjöllin er Georgía eða Grúsía. Um miðjan ágúst stóðu sjö fjallamenn, fimm Íslendingar og tveir Þjóðverjar, í hlíðum Elbrus og könnuðu fyrirhugaða leið á hærri tind fjallsins. Nærri 1.900 metra hæðaráfanga og nærri 10 km vegalengd. Hver hugsaði sitt en allir voru þeir vongóðir í tali. Sódavatn í Cheget Elbrus er hæsta fjall Evrópu ef miðað er við að álfan nái austur að Úral og Kaspíahafi. Gamla góða Mont Blanc (4.808 m) stendur langt að baki því allmargir tindar Kákasus ná yfir 5.000 metrana. Við Árni Árnason tölvugaldra- karl höfðum rætt ferð á Elbrus og allt í einu varð hún að veruleika. Með í för voru Páll Gestsson verk- fræðingur, Orri Magnússon sölu- maður, Tolli myndlistarmaður, Kurt Bartenschlager verk- og tæknifræðingur og Thorsten Pieper, sérfræðingur í fram- leiðslu og sölu bílrúða. Allir í bærilegu formi og ekki ókunnugir jökulbrekkum. Síðla dags stóðum við svo utan við flugstöðvarbygginguna í Mineralnye Vody (Ölkeldu) og á móti okkur tók Sergei Baranov, fjallamaður, túlkur og verkstjórn- andi. Hann er næstum 23 ára og hafði farið einn á Khan Tengri (7.025 m) í Tien-Shan fjöllum en slíkt gerir mikill minnihluti fjalla- manna. Það var okkur nóg til að treysta Sergei. Meðan við ókum á Gaz-bílnum upp í Baksandalinn drundu þrumur og eldingar stóðu næstum eins og eldstólpar í nokkrar sekúndur. Í Cheget beið okkar súpa og pirog (innbakað kjöthakk) og snot- urt hótelherbergi. Þetta er lítill staður með hótelum og veitinga- húsum, sölubúðum og markaði þar sem gamlar konur selja ullarvörur, glingur, ávexti, náttúrumeðul, hunang og grænmeti. Þarna koma Rússar og aðrir í sumarleyfi til að njóta fjallanna og til þess að renna sér á skíðum á veturna. Erlendir ferðamenn eru ef til vill 10 prósent gesta og margir þeirra undrast ruslið og hirðuleysið sem einkenn- ir mest alla byggð í fjalladölunum. Fólk er viðmótsþýtt og gestrisið og sumir kunna álíka mörg orð í ensku eða þýsku og við kunnum í rússnesku. Tungumálaerfiðleikar byggja brýr milli fólks. Gamla konan sem selur Tolla jurtalyf við svefnleysi og bakverkjum (Tolli þjáist af hvorugu) dregur upp for- láta hermannasjónauka og leyfir okkur að kíkja á jökla og tinda sem hún kynnir stolt. Hæst ber Donguzorun með hvíta kollinn sinn tveimur og hálf- um kílómetra beint ofan við Cheget. Sódavatnsflaska, með vatni beint úr jörðu, kostar 25 krónur í Cheget, góð, þríréttuð við- argrillmáltíð 200-250 krónur en hvít og mjúk léttullarpeysa 800 krónur. Eitt skref í einu Til þess að klífa Elbrus þarf hæðaraðlögun sem á að taka um eina viku. Við höfum 4-5 daga. Byrjum á Cheget-fjalli sem er í raun lítill fjallsrani og notum stólalyftu upp í 3.200 m hæð en göngum svo þaðan, hægt og virðu- lega. Nú gildir að fara sér hægt og leyfa náttúrunni að vinna sitt verk; dýpka öndunina, fjölga rauðum blóðkornum og losa líkamann við óþarfa vatn. Aðrar lyftur flytja okkur dag- inn eftir upp í 25 ára gamlar búðir í hlíðum Elbrus. Þar standa 13 stáltankar með gluggum, trégólfi og grjóthörðum rúmstæðum og nokkrir gamlir vinnuskúrar til reiðu handa skíðafólki og fjalla- mönnum í 3.700 metrum. Tveir skúranna mynda mötuneyti. Þar ræður Vera ríkjum, lágvaxin, dökkhærð og með gull í tönnum. Á stuttermabolnum hennar er áletr- unin: I am a wild thing. Svífandi á leiðinni upp í Tunnurnar, eins og við köllum staðinn, má glöggt sjá úfna og stórskorna hrauntauma milli skriðjökla fjallsins. Elbrus er í raun tvær samvaxn- ar eldkeilur og ber sú eystri og lægri myndarlegan gíg þar sem sér í vott af jarðhita og stundum hikstar fjallið gastegundum. Vestari keilan er meira rofin en samt hærri og óvirk með öllu. Ein- ir 22 skriðjöklar falla niður hlíð- arnar og allir hopa þeir hratt í hlýnandi loftslagi. Eystri tindur Elbrus var fyrst klifinn 1829 og var þar heimamaður á ferð en á hærri tindinn komust nokkrir Bretar og einn Rússi fyrstir 1874. Núna ná 100-200 manns hærri tind- inum á einni góðri viku með full- komnu veðri hvern dag eins og reyndist vera meðan við dvöldum á Elbrus. Fyrstir Íslendinga á Elbrus voru þeir Karl Ingólfsson og Jón Viðar Sigurðsson, árið 1989, en að minnsta kosti sex aðrir Íslending- ar hafa klifið fjallið þar til kom að hópnum nú í ágúst. Næstu skref í hæðaraðlögun- inni var að sofa í Tunnunum og ganga að minnsta kosti tvisvar upp í Pastukhof-klettana í 4.500 metra hæð. Það þykir ágætt að fara þessa 800 hæðarmetra á þremur klukku- stundum fyrst í stað. Hér skutlast menn ekki Esjuhæð á klukkutíma. Vera eldar góðan hafragraut, bakar prýðilegar pönnukökur (blini) og sýður fantafínar súpur en flest annað matarkyns er daprara enda aðstæður til matar- gerðar lélegar. Við etum þurrkað hrefnukjöt, gráfíkjur, bragðvond- ar orkustangir og kryddað elgskjöt til þess að standa okkur í stykkinu og drekkum auðvitað mikið af svörtu tei. Milli gönguferða er spjallað við aðra fjallamenn, eink- um fjölþjóðlegan 12 manna hóp sem heldur sömu áætlun og við, og svo alla Rússana, Georgíumennina og allt það fólk sem þarna kemur með lyftunum til að tylla tánni á jökul, dást að Elbrus eða láta taka af sér myndir út í jöklinum við Tunnurnar. Undarlegastar eru limafagrar konur sem rífa sig úr öllu nema bikini og stilla sér upp í módel- stellingu milli jökulsprungna svo eiginmaðurinn geti smellt af myndum. Kurt fékk að mynda eina frá Vladivostok. Hún heitir auðvit- að Natasja og var með bláa 18 25. september 2005 SUNNUDAGUR ELBRUS – HÆSTA FJALL EVRÓPU Ari Trausti Gu›mundsson lag›i upp í ævint‡rafer› og sko›a›i fjalli› Elbrus sem er hæsta fjall Evrópu. fiegar upp á fjalli› var komi› var fallist í fa›mlag a› hætti karlmanna. ÞÁ ER AÐ KOMAST NIÐUR Valentín hinn orðhagi á Elbrustindi. FRÁ BÆNUM CHEGET Minnismerki um fallna sovéska hermenn. Elbrus í baksýn. Tindurinn til vinstri er sá hærri. Sprungusvæ›i eru ne›- an vi› trö›ina sem myndast hefur flessa viku í jökulinn. Vi› göngum ekki í línu. Falli einhver ver›ur hann a› kunna a› stö›va sig me› ísöxi. Um mi›jan júlí lést fjall- gönguma›ur vi› fall skammt frá klettunum. Árlegur tollur mannslífa á Elbrus er 10-15 mannslát vegna falls í bratta e›a ofan í sprungur, snjófló›a e›a ofkælingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.