Fréttablaðið - 25.09.2005, Page 66

Fréttablaðið - 25.09.2005, Page 66
Sýnd kl. 8 og 10 Sýnd kl. 2, 4 og 6 í þrívídd Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd í Lúxus kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára HUGSAÐU STÓRT SÍMI 564 0000 Harðasta löggan í bænum er í þann mund að fá stórskrýtinn félaga! Til að hafa stjórn á hrottum og illmennum er sett á laggirnar sérstök sveit sem kallar sig Night Watch! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 2 og 3.50 ÍSLENSKT TAL ★★★ -ÓHT Rás 2 SÍMI 551 9000 Sýnd kl. 3 ÍSLENSKT TAL Deuce Bigalow b.i. 14 ára kl. 4 (400 kr.) og 6 Ævintýraferðin kl. 4 (400 kr.) Bewitched kl. 6, 8 og 10 The Man kl. 8 og 10 Sýnd kl. 5.30, 8, og 10.20 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 14 ára Sýnd kl. 3, 5.45, 8 og 10.15 Til að hafa stjórn á hrottum og illmennum er sett á laggirnar sérstök sveit sem kallar sig Night Watch! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára 3 BÍÓ Á AÐEINS 400 KR. ★★★ -ÓHT Rás 2 ★★★ -ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 3 í þrívídd Sýnd kl. 3 B.i. 10 ára ★★★ -HJ. MBL 3 BÍÓ Á AÐEINS 400 KR. Aðeins 400 kr. kl. 3 á þessar myndir í Regnboganum í dag! Enginn er of gamall til a› læra a› dansa Natasha Royal kom til Íslands fyrir rúmum sjö árum og hefur síðan þá kennt Íslendingum að dansa. Hún segir að það sé aldrei of seint að byrja að læra dans. Natasha byrjaði að kenna dans í dansskóla Heiðars Ástvaldssonar en hefur nú kennt í Kramhúsinu undanfarin ár auk þess sem hún er með dansnámskeið í Árbænum. Natasha er fyrsti danskennarinn hér á landi sem kennir alvöru Hip Hop dans og segir að þegar hún kom fyrst til Íslands að fáir hafi vitað mikið um Hip Hop menning- una almennt. „Það var eitthvað um það að spiluð væri Hip Hop tónlist, en það vantaði alveg upp á dansinn,“ segir Natasha. „Það er svo mikið um það að fólk sem er komið yfir tvítugt haldi það að það sé orðið of gamalt til þess að læra að dansa. En það er alls ekki rétt. Það vant- ar mikið upp á danskunnáttu Ís- lendinga. Á skemmtistöðum borg- arinnar sér maður það greinilega. Það eru svo margir sem standa bara á sama stað. Hér þarf að kenna fólki að hreyfa sig.“ Natasha er frá New York-borg og hefur dansað frá því að hún var ellefu ára gömul. Hún segir fólk mun opnara fyrir Hip Hop menn- ingunni þar heldur en hér. „Úti í New York þá skiptir ekki máli hve gamall þú ert. Hip Hop er fyrir alla og það er enginn of gamall til þess að hlusta á Hip Hop eða læra að dansa.“ Natasha segir að Ís- lendingar séu að opnast með árun- um þó enn sé aldurshópurinn sem sækir í tímana hjá henni í lægri kantinum. „Þegar ég fer með dönsurun- um mínum í keppnisferðir til Evrópu er okkar hópur alltaf með yngstu keppendurna af öllum. Þegar ég var að læra að dansa úti í New York var þar fólk á öllum aldri. Það var tíu ára strákur með mér í hópi sem hafði roð við þeim allra bestu.“ Natasha segir enn fremur að komandi kynslóðir muni njóta góðs af því að hafa lært að hreyfa sig við taktfasta tónlist frá unga aldri. „Allir þess- ir ungu krakkar sem eru að læra dans hjá mér núna munu kunna að dansa það sem eftir er ævinn- ar.“ Natasha segir að Ísland skorti ekki góða danskennara. Fleiri mættu hins vegar mæta í tíma. Hún heldur dansnámskeið í Árbæ á föstudögum og laugar- dögum í vetur. „Ég vil fá að sjá fólk á öllum aldri mæta í tímana mína. Þar getur það lært að dansa alvöru Hip Hop dans, beint af götum New York-borgar.“ Frekari upplýsingar um dans- námskeiðin má nálgast á vef- síðunni blog.central.is/breakog- hiphop. drifa@frettabladid.is NATASHA ROYAL Kennir dans í Árbænum og vill sjá fólk á öllum aldri dansa Hip Hop.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.