Fréttablaðið - 28.09.2005, Side 12

Fréttablaðið - 28.09.2005, Side 12
ER ALLT MEÐ FELLDU? Þingkosningar fóru fram í Afganistan fyrir rúmri viku en taln- ing atkvæða stendur ennþá yfir. Fulltrúi eins framboðsins fylgdist með talningunni í höfuðborginni Kabúl í gær. 12 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR Sakborningar í máli tengdu skyrslettum á álráðstefnu: Krefjast bæ›i s‡knu af húsbroti DÓMSMÁL Arna Ösp Magnúsar- dóttir sem ákærð er fyrir eigna- spjöll og húsbrot á hótel Nor- dica í sumar þar sem skvett var grænu skyri á gesti álráðstefnu breytti í gær afstöðu sinni til ákærunnar um húsbrotið. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Hún mótmælir því að hafa ruðst heimildarlaust inn í sal- inn,“ sagði Guðmundur B. Ólafs- son, lögmaður hennar, en í laga- ákvæði um húsbrot er notað orðalagið að ryðjast. Hún hafði áður játað að hafa farið inn í salinn í heimildar- leysi. Aðalmeðferð verður í máli Örnu Aspar og Ólafs Páls Sig- urðssonar, sem einnig neitar sök, undir lok næsta mánaðar, en þá verða teknar skýrslur af þeim báðum fyrir dómi, auk þess sem kölluð verða til vitni, bæði af hálfu ákæruvalds og verjenda. Í sumarlok var þriðji maður- inn sem ákærður var fyrir aðild að slettunum dæmdur fyrir að- ild sína, Paul Geoffrey Gill, Breti sem þátt tók í mótmælum hér, en hann fékk skilorðsbund- inn fangelsisdóm og skaðabóta- kröfum var vísað frá. - óká VÍETNAM, AP Fellibylurinn Damrey gekk á land í Thanh Hoa héraði í Víetnam í gærmorgun og slösuð- ust nokkrir í óveðrinu. Áður hafði stormurinn farið yfir Hainan- eyju, sem tilheyrir Kína, og lágu þar níu manns í valnum. Tæplega 300.000 íbúar voru fluttir af heimilum sínum í Thanh Hoa og nálægum héruðum. Þegar fellibylurinn gekk svo á land fylgdu honum 4,5 m háar flóð- bylgjur, rafmagn fór af stórum hluta svæðisins og tré rifnuðu upp með rótum. Hrísgrjónaakrar liggja nú undir vatni og er búist við að langan tíma taki að koma lífi íbúanna í samt lag. ■ LANDHELGISGÆSLAN „Það gekk bara mjög vel miðað við veður og að- stæður að koma honum um borð,“ segir Magnús Örn Einarsson, stýrimaður og sigmaður TF-LIF. „Hann treysti sér til þess að setja björgunarlykkjuna á sig sjálfur og við vorum ekki nema í fjórar mínútur yfir honum, þá var hann kominn til okkar.“ Skútan Vamos lenti í vandræð- um þegar mastur hennar brotnaði í afleitu veðri um 90 sjómílur norðvestur af Vestfjörðum, um það bil mitt á milli Grænlands og Íslands. Skömmu eftir miðnætti fékk skútan á sig brotsjó, mastrið brotnaði og hún lagðist á hliðina með þeim afleiðingum að annar skipverja, skoskur að uppruna, féll fyrir borð. Hinn maðurinn, sem er bandarískur, gat lítið ann- að gert en að bíða eftir hjálp. Fyrsta neyðarkallið barst klukkan 2.17 aðfaranótt þriðju- dags, en ekkert samband náðist við skútuna. Landhelgisgæslan kannaði skipaferðir á svæðinu og hafði samband við björgunar- stöðvar í nágrannalöndunum til að fá upplýsingar um uppruna neyð- arbaujunnar og skipaferðir. Björgunarstjórnstöðin í Norfolk í Bandaríkjunum gaf að lokum upp- lýsingar um skútuna, sem og að tveir menn væru um borð. Þá var haft samband við norskan línuveiðara sem var á veiðum á svæðinu, en hann gat ekkert aðhafst vegna aftaka- veðurs. Vindhraði á svæðinu var um það bil 30 metrar á sekúndu, lélegt skyggni, haglél og 10 til 15 metra ölduhæð, að sögn norska skipstjórans. Fokker-vél Landhelgisgæsl- unnar, TF-SYN, mætti á svæðið ásamt þyrlunni þegar birti. Þær fundu skútuna skömmu eftir klukkan átta í gærmorgun, og leið manninum bærilega miðað við að- stæður, segir Magnús. Þegar búið var að hífa manninn um borð var leitað að félaga hans, en sú leit bar engan árangur. smk@frettabladid.is ROK OG RIGNING Fellibylurinn Damrey er sá öflugasti sem geisað hefur á þessum slóðum í hartnær þrjá áratugi. M YN D /A P Öflugur fellibylur í Víetnam og Kína: Níu manns bi›u bana MANNBJÖRG Einum manni var bjargað þegar skúta lenti í vandræðum í aftakaveðri mitt á milli Grænlands og Íslands í fyrrinótt. Skipsbrots- manni bjarga› Einum manni var bjarga› um bor› í flyrlu Land- helgisgæslunnar en annar er talinn látinn, eftir a› bandarísk skúta lenti í hafsnau› í gærnótt. ARNA ÖSP MAGNÚSARDÓTTIR OG GUÐMUNDUR B. ÓLAFSSON Meðal þess sem tekist er á um í skyrslettumálinu á Nordica hóteli frá því í sumar er hvort stórfelld eignaspjöll hafi orðið af slettunum. Í ljós kom að sumir hlutir sem taldir voru ónýtir voru bara skemmdir. Egyptalandsforseti: Sór ei›inn í fimmta sinn KAÍRÓ, AP Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sór í gærmorgun embættiseið en hann sigraði ör- ugglega í for- setakosningum í landinu fyrr í m á n u ð i n u m , þeim fyrstu þar sem frambjóð- endum annarra flokka var leyft að bjóða sig fram. Mubarak, sem er sjötíu og sjö ára, hefur verið forseti síðan 1981 og verður forseti til ársins 2011 sitji hann út kjörtímabilið. Kosningalögum var breytt nýverið til að mæta kröfum um aukið lýðræði. Fáum dylst þó að aðrir frambjóðendur áttu litla sem enga möguleika á sigri. ■ HOSNI HÆSTÁ- NÆGÐUR Mubarak tók við völdum í Egypta- landi árið 1981. M YN D /A P M YN D /L AN D H EL G IS G Æ SL AN SKIPULAGSMÁL Aðstandendur verk- efnisins Akureyri í öndvegi, sem lýtur að uppbyggingu miðbæjarins á Akureyri, eru því mjög mótfalln- ir að Samskip verði úthlutað lóð undir vöruskemmu við hlið Eim- skips á hafnarsvæðinu. Umsókn Samskipa er nú til meðferðar hjá bæjaryfirvöldum en Ragnar Sverrisson, talsmaður Akureyrar í öndvegi, segir að fái Samskip lóð- ina sé það þvert á vilja bæjarbúa. „Það er mjög alvarlegt mál ef Samskip fá þessa lóð því fram kom sterkur vilji á fjölmennu íbúaþingi í fyrra að þarna verði í framtíðinni íbúðabyggð og allar verðlaunatil- lögurnar í hugmyndasamkeppni um mótun miðbæjarins gera ráð fyrir því,“ segir Ragnar. Umsókn Samskipa verður tekin fyrir hjá umhverfisráði Akureyr- arbæjar í dag en endanleg ákvörð- un er í höndum bæjarstjórnar Akureyrar. „Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að bæjarfulltrúar á Ak- ureyri hunsi vilja bæjarbúa, hvernig sem málið verður afgreitt í umhverfisráði,“ segir Ragnar. - kk Samskip vilja lóð á hafnarsvæðinu á Akureyri: fivert á vilja bæjarbúa RAGNAR SVERRISSON Talsmaður Akureyrar í öndvegi segist trúa því að að bæjarfull- trúar komi til með að virða vilja bæjarbúa.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.