Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 17

Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 28. september 2005 17 til að rugla umræðuna. Við skul- um bara sjá hvað gerist í dómstól- unum. Hvort að þessu máli verði vísað frá. Þá liggur það fyrir og gott fyrir þá. Eða hvort þeir verða sakfelldir. Við fáum bara að sjá þetta ... JH: En Davíð. Heldur þú að sé til eitthvað sem heitir bara venju- leg og heiðarleg og fagleg blaða- mennska? DO: Það vona ég nú. Þegar ég var starfandi á þessum vettvangi vonaðist ég til að það væri og það væri mjög vont ef þessi spurning ætti rétt á sér. GP: En það voru aðrir tímar þá. Ritstjórar sátu þingflokksfundi og svo framvegis. Manni finnst eima svolítið eftir af þessu and- rúmslofti. Þegar blöðin voru í meiri tengslum við stjórnmála- flokkana. DO: Ég heyri það. Þér er mikið í mun. Þú varst nú starfandi á Þjóðviljanum og þekktir þetta vel. Þér er mikið í mun að koma þessu máli yfir á Sjálfstæðisflokkinn. GP: Ég er að gefa þér færi á að svara því sem fólk er að tala um og búið að fjalla um í dagblöðum lengi. Um fund Styrmis Gunnars- sonar og Kjartans Gunnarssonar varðandi Jón Steinar og ég er að spyrja þig hvað þér finnist um það. DO: Heyrðu. Ég var að segja það áðan og búinn að svara því öllu saman. Ég get upplýst eitt. Og auðvitað er það stórkostlegt sam- særi. Ég er að hætta í ríkisstjórn á afmælisdegi Jóns Steinars Gunn- laugssonar. Það er gríðarlegt sam- særi. Ég skal gefa skýringar á því seinna af hverju það var gert. [...] BB: (Spyr meðal annars um fjölmiðlafrumvarpið). DO: Ég get ekki neitað því að allir sem horfa á fjölmiðlamálið núna sakna þess að frumvarpið var ekki afgreitt. Held ég. Það var mikill skaði og tilræði við þjóðarhag finnst mér. JH: Hver er kjarninn í þess- um áhyggjum þínum af fjölmiðl- um nútímans á Íslandi? DO: Þegar til að mynda eins og gerst hefur núna, að auðhring- ar sem hafa gríðarleg ítök í öllu þjóðlífinu, hafa síðan sölsað und- ir sig alla helstu fjölmiðlana, að þá er komin samlegð sem engin þjóð, engin þjóð, hefur þolað. Og hvað þá lítil þjóð. Við sjáum öll misnotkunina á þessum fjölmiðl- um núna. Hvert mannsbarn sér það, hvern einasta dag. Og það er afskaplega óhollt. Hollir, góðir sterkir fjölmiðlar eru mjög mik- ilvægir. Og að þeir séu fjöl- breyttir og það sé ekkert efast um að eitthvað annarlegt búi á bak við þá. Auðvitað er það svo að allir eigendur hafa áhrif á það sem þeir eiga. Það er mjög þýð- ingarmikið og þá gagnvart fjöl- miðlum að það komi ekki fram. JH: Finnst þér eitthvað annar- legt hafa búið að baki hjá Morg- unblaðinu? DO: Ég held að eigendum Morgunblaðsins og ég held að það sé ekki um það deilt að þeir hafa ekki skipt sér mikið af því blaði. Ég held að það sé ekki um það deilt. JÓHANN HAUKSSON johannh@frettabladid.is FRÉTTAVIÐTAL Maurar verja þau tré sem þeim líst best á: Sprauta mauras‡ru í a›rar trjátegundir NÁTTÚRAN Maurar í regnskógum Suður-Ameríku nota eitur til að grisja þær plöntur sem þeir telja óhagstæðar búsetu sinni. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem greint er frá í vísindaritinu Nature. Vísindamenn vildu komast að því hvers vegna aðeins ein trjáteg- und, Duroia hirsuta þrífst í svo- nefndum djöflagörðum á sumum svæðum í regnskógum Amazon. Þeir töldu koma til greina að trén sjálf útrýmdu öðrum tegundum eða að maurar af tegundinni Myrmelachista schumanni væru af einhverju ástæðum valdir að þessu. Í samanburðarrannsókn kom í ljós að þar sem maurarnir voru fjarverandi döfnuðu aðrar trjáteg- undir ágætlega og nánari athugun sýndi að maurarnir sprautuðu maurasýru í laufblöð annarra trjáa. Talið er að maurunum hugnist ofan- greind trjátegund sérlega vel við búsgerð sína og því kjósa þeir að eitra fyrir öðrum trjám sem þrengt geta að eftirlætisviðnum þeirra. „Þetta er í fyrsta sinn sem við sjá- um maura nota maurasýru til þess- ara nota, vanalega beita þeir henni til að vara hvern annan við eða verja bústaði sína,“ sagði Deborah Gordon, prófessor við Stanford-há- skóla og einn höfunda rannsóknar- innar, í samtali við vefútgáfu BBC. - shg MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR Þótt maurar séu agnarsmáir er hug- kvæmni þeirra umtalsverð. FULLVELDISDANS Norður-Kóreumenn fagna því að 60 ár eru liðin frá því að þeir losnuðu undan japönskum yfirráðum. Því er mikið um dýrðir í höfuðborginni Pjongj- ang um þessar mundir M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.