Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 19
HALI Í SUÐURSVEIT
Á slóðum meistara
Þórbergs. BLS 3
[ AFTUR Í NÁMNámskeið fyrir lesblinda.
BLS 2
]
SMÁAUGLÝSINGAR
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er miðvikudagur 28. september,
271. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 7.28 13.18 19.07
AKUREYRI 7.13 13.03 18.51
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Njáll Vikar Smárason dreif sig á hrað-
lestrarnámskeið í sumar og þakkar
því það að hann komst inn í lækna-
deild í fyrstu tilraun.
„Ég kemst yfir að lesa miklu meira en áður
og fór úr 230 orðum á mínútu upp í 1500 orð
á mínútu með því að fara á námskeið í
Hraðlestrarskólanum. Þá á ég einkum við
auðveldan texta eins og til dæmis skáldsög-
ur,“ segir Njáll Vikar Smárason, lækna-
nemi. Hann segir öðru máli gegna um texta
skólabókanna sem þurfi að meðtaka með
meiri eftirtekt. „Ég les ekki anatómíu og
efnafræði með þessum hætti, en hraðlestr-
arkunnáttan verður til þess að ég hef tíma
til að lesa líka annað efni, mér til skemmt-
unar,“ segir hann brosandi. Hann lýkur
miklu lofsorði á kennsluna í hraðlestrar-
skólanum og kveðst meðal annars hafa náð
að tileinka sér sérstaka skimunartækni sem
honum komi að góðu gagni. „Ég skima
alltaf námsefni dagsins áður en ég fer á
fyrirlestrana og næ að átta mig aðeins á
efninu.“
Njáll komst inn í læknadeildina nú í
haust í fyrstu tilraun og þakkar það hrað-
lestrarnámskeiðinu. „Þetta var útpælt. Ég
fór á námskeiðið gagngert til að undirbúa
mig undir inntökuprófið í læknadeildina og
það bjargaði mér því þá gat ég skimað allt
námsefnið úr framhaldsskólanum. Það
reyndist mér vel.“ ■
Les fimmtánhund-
ru› or› á mínútu Ferðafélagsskálum hefur núflestum verið lokað fyrir vetur-
inn. Búið er að loka fyrir vatn
og læsa skálunum. Skálarnir
eru þó opnir að því leyti að
hægt er að nálgast lykla á skrif-
stofum Ferðafélags Íslands eða
hjá viðkomandi félagi og greiða
gistigjöld þar.
Námstækni Í upphafi skóla-
árs er gott að hafa vaðið
fyrir neðan sig og
undirbúa sig vel. Á
vef Námsgagna-
stofnunar má finna
leiðbeiningavísi um
námstækni fyrir elstu bekki
grunnskólans. Með þessu geta
nemendur kynnt sér árangurs-
ríkar aðferðir í námi, endur-
skoðað námsvenjur sínar og
sett sér raunhæf markmið fyrir
komandi skólaár.
Útivistarræktin stendur fyrir
göngum á hverju fimmtudags-
kvöldi. Lagt er af stað klukkan
18 frá bílastæðinu-
þar sem Skóg-
ræktarfélag
Reykjavíkur var í
Fossvogi og geng-
ið vestur með
Öskjuhlíð, um Naut-
hólsvík og út með
Skerjafirði að norðan út
undir Ægisíðu. Farið er
sömu leið til baka og göngu-
ferðin tekur rúma klukkustund.
Njáll Vikar les ekki skólabækurnar á undrahraða, en áður en hann fer í tíma skimar hann námsefni dagsins.
LIGGUR Í LOFTINU
[ FERÐIR - NÁM ]
KRÍLIN
Í Ameríku gengur
klukkan á eftir okk-
ar og þess vegna
koma allir of seint
þar!
SMÁAUGLÝSINGAR
SÍMI: 550 5000
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA