Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 21
bensín } Borga fyrir bensín AUKINN ELDSNEYTISKOSTNAÐUR GÆTI LENT Á FERÐAMÖNNUM. Verð á bensíni og olíu nær nýjum hæðum nánast á hverjum degi. Þessi þróun er mjög óheppileg fyrir ferðamannaiðnaðinn vegna þess hve mikillar orku ferðalög krefjast. Bensínverðið getur breyst hratt og þegar greitt er fyrir ferð mörgum mánuðum áður en hún er farin getur kostnaður við hana reynst mun meiri en áætlað var. Samtök ferðaþjónustunnar í Bandaríkjunum velta nú fyrir sér að koma upp sérstöku olíugjaldi sem yrði lagt á ferðirnar. Með því er ætlunin að láta aukakostnað við eldsneyti lenda á öðrum en fyrir- tækjunum sjálfum. Vegakort geta komið sér mjög vel þegar farið er í ferðalag. Hvort sem ferðast er inn- anlands eða erlendis er betra að hafa einhverjar leiðbeiningar ef um ókunnar slóðir er að ræða. Í bókabúðum og á bensínstöðvum er yfirleitt hægt að kaupa kort og það borgar sig að gera það frekar en að villast því þá getur verið erfitt að finna stað sem selur kort.[ ] Vinsældir golfferða okkar til Túnis bera vitni um frábærar aðstæður, þar sem búið er og snætt á fyrsta flokks hótelum og leikið golf á góðum völlum í þægileg- um hita. Saga landsins og menning gera Túnis einnig ákaflega spennandi til heimsóknar. Brottför 24. febrúar: Verð kr. 149.500 á mann í tvíbýli Brottför 7. apríl (páskar): Verð kr. 162.700 á mann í tvíbýli Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 9 vallargjöld á góðum golfvöllum. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. 5.000 kr afsláttur sé bókun staðfest fyrir 1. október n.k. Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is í Túnis 2006 Vika á Spáni www.hertz.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 89 09 06 /2 00 5 11.900 50 50 600 Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. *Verð á viku miðað við 14 daga leigu. * Fiat Punto eða sambærilegur Á sló›um meistara fiórbergs Á Hala í Suðursveit er einbýl- ishús sem í haust og vetur er leigt út til hópa, fjölskyldna eða einstaklinga sem vilja gista Suðursveit og kynnast náttúru hennar og sögu. Í umhverfi Hala er margt for- vitnilegt og nú fram eftir hausti er boðið upp á gæsaveiði á kornökrum í nágrenninu en einnig að renna fyrir silung í litlum veiðitjörnum sem eru í hlaðvarpanum. Merktar göngu- leiðir eru í umhverfi Hala og margt að sjá enda varða sögur og tilvitnanir úr bókum Þór- bergs Þórðarsonar leiðirnar, en þarna fæddist hann og ólst upp. Stutt er að skjótast í fjallgöngu og skemmtileg gönguleið er merkt að Klukkugili í Staðar- fjalli. Hægt er að panta göngu- ferðir með leiðsögn ef fólk vill. Jökulsárlón er í aðeins 13 km fjarlægð og dagsferð í Skafta- fell eða á Höfn er kjörin afþrey- ing. Á Hala, sem tilheyrir sveitar- félaginu Hornafirði, búa meðal annarra hjónin Þorbjörg Arn- órsdóttir og Fjölnir Torfason. Það eru þau sem bjóða fólki til lengri eða skemmri dvalar í sér- stöku einbýlishúsi sem þau leigja út á vægu verði í haust og vetur. Þau standa líka að stofn- un Þórbergsseturs sem er í upp- byggingu á staðnum. Unnið er að hugmyndum varðandi sýn- ingu sem á að tengjast meistar- anum og hans kæru Suðursveit. Um fimm tíma akstur er frá höfuðborgarsvæðinu að Hala og vegir eru oftast vel færir. Þor- björg bendir á að gaman sé að dvelja í sveit, ferðast um og njóta útiveru þótt komið sé haust eða vetur. Eða eins og hún segir: „Kyrrðin í sveitinni er meiri á þeim árstíma en á sumr- in þegar allt er á fleygiferð, myrkrið er svartara og tungls- ljósið og norðurljósin njóta sín mun betur en í þéttbýli.“ Á gistiheimilinu er góð að- staða til að dvelja út af fyrir sig, fyrirtaks eldunaraðstaða og setustofa, vinnuaðstaða fyrir fræðimenn og gott rými. Í Suð- ursveit er starfandi lítill skóli þar sem fram fer einstaklings- miðað nám og fleiri nemendur komast þar að ef með þarf. gun@frettabladid.is Tignarlegt Steinafjallið setur sterkan svip á umhverfi Hala. Eldhúsið í gistiheimilinu er huggulegt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.