Fréttablaðið - 28.09.2005, Page 25
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra
fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans.
* Nafnávöxtun frá 01.08.2005–31.08.2005 á ársgrundvelli.
Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr.
30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.
Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir
hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur
en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn,
m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og
fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins,
vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu
sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf.
auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is
410 4000 | landsbanki.is
8,1%*
Peningabréf Landsbankans
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
2
91
39
0
8/
20
05
Ríkidæmi í Bandaríkjunum
Bill Gates enn þá
ríkastur Erlendir aðilar
Skuldabréfaútgáfa heldur áfram
Leitarvélin Google
Sýnir þætti
Chris Rock
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 28. september 2005 – 26. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
Skuldabréfaútgáfa | Í gær til-
kynnti þýska ríkið um stækkun á
skuldabréfaflokki sínum um 3
milljarða króna. Sérfræðingar bú-
ast við að útgáfan haldi áfram.
Hitaveita í Kína | Forsvarsmenn
félagsins Enex-Kína, sem er í eigu
Enex, Íslandsbanka og Orkuveitu
Reykjavíkur, hafa undirritað
rammasamning um byggingu
jarðvarmahitaveitu í borginni Xi-
anyang í Kína.
Útrás | Vátryggingafélag Íslands
hefur fest kaup á 9,98 prósenta
hlut í norska tryggingafélaginu
Protector Forsikring. VÍS útilokar
ekki að auka hlut sinn í félaginu,
Latibær og BBC | Latibær mun
ná til 57 milljón sjónvarpsáhorf-
enda BBC á Bretlandi eftir samning
sem undirritaður var á mánudag.
Átök í Skandia | Meirihluti
stjórnar sænska fjármálafyrirtæk-
isins Skandia hafnaði yfirtökutil-
boði suður-afríska tryggingafélags-
ins Old Mutual. Burðarás sem er
meðal stærstu hluthafa í Skandia
ætlar að selja sína hlutabréf.
Stórir í Hampiðjunni | Tveir líf-
eyrissjóðir og VÍS hafa selt hluta-
bréf sín í Hampiðjunni til fjárfest-
ingarfélagsins Atorku Group og
fengið hlutabréf í Atorku í stað-
inn.
Marel hækkar | Eyrir fjárfest-
ingarfélag keypti tólf prósent
hlutafjár í hátæknifyrirtækinu
Marel fyrir tæpar 2.200 milljónir
króna.
Yfirtökutilboð í Símanum |
Litlu hluthafarnir í Símanum geta
selt hlut sinn til Skiptis ehf. Allir
þeir 1.252 aðilar sem skráðir voru
hluthafar samkvæmt hlutaskrá
félagsins við lok 30. ágúst síðast-
liðinn fá sent tilboðsyfirlit.
Einn hópur
keppir um
Somerfield
Aðeins einn hópur stendur eftir í
baráttunni um verslanakeðjuna
Somerfield eftir að United Co-
operatives heltist úr lestinni á
dögunum. Hópurinn sem enn er
eftir er meðal annars skipaður
fjárfestinum Robert Tchenguiez,
Apax Partners og Barclays-bank-
anum en Baugur var upphaflega
meðal þátttakenda í þeim hópi.
Búist er við því að hópurinn
muni skila inn tilboði í keðjuna á
næstu tíu dögum en yfirtöku-
nefnd í Bretlandi hefur sett
hópnum frest þar til um miðjan
næsta mánuð að skila inn tilboði í
fyrirtækið. Somerfield er
fimmta stærsta matvörukeðja í
Bretlandi og hefur um 950 versl-
anir auk þess að reka bílasölur,
ferðaskrifstofur og lyfjaverslan-
ir. - hb
Eggert Þór Aðalsteinsson
skrifar
Kaupás, sem rekur matvöruverslunarkeðjurnar
Krónuna, Nóatún og 11-11, hefur fært töluverðan
hluta af innkaupum sínum út úr Búri ehf. sem er
sameiginlegt innkaupa- og dreifingarfyrirtæki
Kaupáss, Samkaupa og Olíufélagsins og er í eigu
sömu aðila. Ekki er ólíklegt að frekari breytingar
verði á samstarfi Kaupáss og Búrs á næstu misser-
um.
„Við áttuðum okkur fljótlega á því, eftir að Nor-
vik keypti Kaupás, að ef við ætluðum að eiga mögu-
leika á því að bjóða hagstæðari verð til neytenda þá
þyrftum við að hafa meira forræði yfir okkar mál-
um heldur en við vorum að fá,“ segir Sigurður Arn-
ar Sigurðsson, forstjóri Kaupáss.
„Kaupás er að gera ákveðnar breytingar á sínum
innkaupum sem felast í því að þeir taka að sér inn-
kaup á innlendri þurrvöru, það er að segja vörur
sem eru keyptar eingöngu af heildsölum,“ segir
Sigurður Á. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búrs.
Framkvæmdastjóri Búrs segir að eftir sem áður
verði samstarf í innflutningi á þurrvöru og inn-
kaupum á ávöxtum og grænmeti en viðurkennir að
allmikil breyting verði á starfseminni hjá Búri og
velta dragist saman. Stjórnendur félagsins búast
við að velta félagsins verði einum milljarði minni á
þessu ári en því síðasta. Í fyrra velti Búr um sex
milljörðum króna. „Búr er ekki hagnaðareining og
er rekið á kostnaðargrunni. Gjaldtaka okkar af okk-
ar viðskiptavinum er eingöngu til að mæta beinum
kostnaði. Fyrirtækið er þó rekið réttu megin við
núllið,“ segir hann.
„Við erum að stíga út úr þessu samstarfi, stofn-
um okkar eigið vöruhús og semjum við birgja á
okkar eigin forsendum um þessar vörur. Þetta er
hluti af þeim aðgerðum sem farið var í á þessu ári,
að staðsetja Krónuna jafnfætis Bónus í verði. Þá
var talið nauðsynlegt að gera skipulagsbreytingar
hvað varðar innkaup og það er þess vegna sem við
erum í þessum aðgerðum,“ segir forstjóri Kaupáss.
F R É T T I R V I K U N N A R
6
12–13
8
Björgvin Guðmundsson
skrifar
„Við stefnum á að reisa eigin virkj-
anir í Bandaríkjunum, Þýskalandi
og Ungverjalandi með það að
markmiði að reka þær og selja raf-
orku í þessum löndum,“ segir
Gunnar Tryggvason, fjármála-
stjóri Enex hf. „Við höfum byrjað
á jarðfræðirannsóknum eftir að
hafa fengið úthlutað rannsóknar-
leyfi frá þarlendum stjórnvöldum.
Þegar við erum búin að ákveða
hvar við viljum reisa virkjun verð-
um við að ganga til samninga við
viðkomandi landeigenda.“
Enex hefur sérhæft sig í jarð-
hitaráðgjöf og nýtingu jarðvarma
til framleiðslu á raforku og heitu
vatni. Guðmundur Þóroddsson,
forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
og stjórnarmaður í Enex, segir
fyrirtækið meðal annars hafa tek-
ið að sér byggingu orkuvers í El
Salvador fyrir einn milljarð króna.
Stefnan sé að ljúka því í desember
á næsta ári.
Enex er í eigu stærstu orku-
fyrirtækja hér á landi, Jarðborana,
fjölda verkfræðistofa, Nýsköpun-
arsjóðs og Íslandsbanka. Gunnar
segir hluthafana vera 42, eignar-
haldið mjög dreift og eigendahóp-
inn breiðan. Runólfur Maack á
VGK er stjórnarformaður.
Fjármálastjórinn segir að
stærstu aðilarnir hafi komið inn í
Enex árið 2001 með meira fjár-
magn. Í kjölfarið hafi fyrirtækið
farið að fjárfesta meira sjálft í
verkefnum og taka að sér verk-
töku.
Gunnar segir starfsemina
byggja á því að flytja út þekkingu
á jarðhitavirkjunum. Nú sé verið
að vinna í þremur útboðum sem
séu sambærileg verkinu í El
Salvador. Öflug fyrirtæki frá Ísra-
el, Ítalíu og Þýskalandi keppa um
þessi verk.
Útrásarvísitalan lækkar:
deCode hrapar
Líftæknifyrirtækið deCode
lækkar mest allra fyrirtækja í út-
rásarvísitölu Markaðarins í síð-
ustu viku. Gengi deCode var á
mánudag 8,65 en hafði þá lækkað
um 7,8 prósent frá síðustu viku.
Mest hækkuðu bréf í Low&Bonar
eða um 3,8 prósent og var gengi
bréfa í félaginu 1,095 við lokun
markaða á mánudaginn. Næst-
mest hækkuðu bréf í Keops eða
um 2,4% og þar á eftir kom Intr-
um Justitia eða um 2,2 prósent.
Sampo lækkaði um 1,2 prósent á
milli vikna en vægi félagsins er
langmest í útrásarvísitölunni eða
rétt um 39 prósent.
Útrásarvísitalan mældist
115,88 stig og lækkaði um 0,25
prósent frá vikunni á undan. - hb
Kaupás frá Búri
Ársvelta Búrs minnkar um milljarð frá síðasta ári. Aðgerðin
tengist verðstríði á matvörumarkaði.
Vilja virkja í útlöndum
Íslenska fyrirtækið Enex undirbýr að byggja og reka virkjanir í Bandaríkj-
unum, Þýskalandi og Ungverjalandi til að selja þarlendum aðilum raforku.
KAUPÁS Á LEIÐ FRÁ BÚRI Allmiklar breytingar verða á högum
innkaupafyrirtækisins Búrs þegar Kaupás tekur að sér innkaup á
innlendri þurrvöru sem er keypt af heildsölum. Aðgerðin tengist
meðal annars verðstríði á matvörumarkaði, á milli Krónunnar og
Bónuss.