Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 33

Fréttablaðið - 28.09.2005, Síða 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 94 07 09 /2 00 5 Alltaf í netsambandi með Mobile Connect Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is Mobile Office FRÁ OG VODAFONE OKTÓBER BlackBerry® frá Vodafone NÓVEMBER Global Hotspots DESEMBER Vodafone World EINNIG VÆNTANLEGT Vodafone Mobile Connect kortið gerir hvaða stað sem er að vinnusvæðinu þínu. Með Mobile Connect kortið í fartölvunni þinni ertu alltaf í þráðlausu netsambandi hvar sem þú ert og hefur ávallt aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem þú þarft á að halda. » Þú getur alltaf skoðað tölvupóstinn þinn » Þú getur alltaf sent SMS » Þú kemst alltaf í hugbúnað og skrár um vinnuhlið þó að þú sért fjarri vinnustaðnum » Þú getur alltaf vafrað á netinu » Mobile Connect notar GPRS eða EDGE tækni, en EDGE eykur verulega flutningshraða í GSM kerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hefur Og Vodafone sett upp gagnahraðal sem flýtir niðurhali og lækkar kostnað viðskiptavina. Mobile Connect er hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. Handtölvufyrirtækið Palm Inc. ætlar að kynna fyrstu handtölvuna sem hefur Windows-stýrikerfi snemma á árinu 2006. Nýja handtölvan sem fengið hefur nafnið Treo 700 á að geta keyrt forrit þar sem notendur sækja tölvupóst og aðrar upplýsingar sem þeir gera alla jafna á borð- eða fartölvum. Palm hefur því sett af stað keppni við fyrirtækið Rese- arch in Motion Ltd. en það fyrirtæki selur hinar vinsælu BlackBerry-handtölvur þar sem notendur geta sótt tölvu- póst sinn beint í gegnum BlackBerry. Palm ætlar í samstarfi og samvinnu við Microsoft að reyna að laga handtölvur Palm að Microsoft-notendakerfinu og ná þannig forskoti á Black- Berry. - hb Windows í handtölvur iPod Nano vel tekið Fyrstu viðbrögðu við nýjasta útspili Apple, iPod Nano, eru feikilega góð og ljóst að hér er um nýjung að ræða sem tækjafíklar munu ekki láta fram hjá sér fara. Spilar- inn er lítill og smellpassar í brjóst- eða rassvasann, við- mótið er einstaklega notendavænt, skjárinn er í lit og það er jafnvel hægt að skoða myndir í honum. Nýi spilarinn hefur ýmist tveggja eða fjögurra megabæta geymslu- minni sem þýðir að hægt er að geyma í honum fimm hundruð eða þúsund lög. Helsti munurinn á Nano og eldri gerðum af iPod er að Nano hefur engan harðan disk heldur er notast við minniskort til að geyma gögn. Þess má vænta að iPod Mini, fyrirrennari Nano, muni nú lækka í verði og því tækifæri fyrir þá minna nýjunga- gjörnu að næla sér í iPod. - hhs IPOD NANO Yngsti bróðirinn í iPod-fjöl- skyldunni hefur hlotið góðar viðtökur. Microsoft stefnir á markaðsyfirráð Xbox 360-leikjatölvan væntanleg í lok árs. Tölvurisinn Microsoft stefnir á að tvöfalda markaðshlutdeild sína og ná yfirhöndinni á leikja- tölvumarkaðnum einum til tveimur árum eftir að nýja Xbox-leikjatölvan kemur á markað í lok nóvember á þessu ári. Séð hefur verið til þess að allt að fjörutíu leikir fyrir tölv- una verði þá komnir í hillur verslana sem er helmingi meira en þegar sú fyrri kom á markað- inn. Microsoft vonast til að þessir þættir og þær tækninýjungar sem nýja tölvan hefur upp á að bjóða gefi gott forskot á Sony- og Playstation-leikjatölvuna sem hingað til hefur haft yfirhöndina á markaðnum. Microsoft tapaði meira en 2 milljörðum króna á fyrstu gerð Xbox sem kom á markaðinn fyrir um fjórum árum og seldi minna en einn fjórða hluta þess sem Sony seldi af Playstation-tölvunni. Xbox-pakkinn mun kosta um 400 dollara í Bandaríkjunum. Með pakkanum mun fylgja utan- áliggjandi harður diskur sem þarf til að spila mjög flókna leiki og þá leiki sem hannaðir voru fyrir fyrstu gerð leikjatölvunn- ar. - hhs XBOX 360 Microsoft bindur miklar vonir við nýja gerð Xbox- leikjatölvunnar. Yahoo með fleiri fjármálafréttir Vefsetrið Yahoo tilkynnti á dög- unum að það ætlaði að stórauka fréttaflutning sinn úr fjármála- heiminum. Síðastliðinn m á n u d a g opnaði Yahoo nýjan vef með fjölda pistla og greina eftir fjár- málasérfræðinga, hagfræðinga og aðra sem hafa atvinnu af því að fylgjast með fréttum úr fjár- málaheiminum. Yahoo segist ætla að stór- auka fréttaflutning sinn hvað varðar ýmis málefni sem félag- ið telur að sérstaka athygli geti vakið út á við. Á næstu misser- um mun Yahoo kynna ýmsar nýjungar í þeim efnum til sög- unnar. - hb

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.