Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 42
MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Mark Keatley er nýkominn í hóp helstu stjórnenda Actavis. Hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs í lok sumars. Hann hefur mikla reynslu af fjármálastjórn og einnig af fyrirtækjum í heilbrigðisgeir- anum. Hann var stofnandi og fjármálastjóri Ardana Bioscience og fjármálastjóri lyfja- framleiðslufyrirtækisins Famar síðustu þrjú ár áður en hann gekk til liðs við Actavis nú síðla sumars. „Samheitalyfjageirinn er sá geiri iðnaðarins sem vex hvað hraðast og hagnaðarvonin góð. Menn verða hins vegar að vita hvað þeir eru að gera. Við verðum að vera fljótir að þróa lyfin, standa vel að markaðssetningu þeirra og gæta hag- kvæmni í framleiðslunni. Actavis gerir þetta allt vel,“ segir Mark. „Kostnaðarað- hald í rekstri fyrirtækis eins og Actavis þarf að vera varanlegt, því í þessum geira má bú- ast við að verð muni lækka. Kostnaðurinn þarf að vera lágur frá byrjun og halda áfram að lækka. Actavis hefur góða sögu í þessum efnum og það birtist meðal annars í því að félagið hefur nýverið fengið 600 milljóna evra sambankalán á góðum kjörum.“ Það gera 45 milljarðar íslenskra króna. ENDURTEKNING SÖGUNNAR Mark vann um tíma í Afríku og þekkir vel að vinna á ólíkum efnahagssvæðum og að meta áhættu í mismunandi gjaldmiðlum. „“Ég hef verið 25 ár í alþjóðlegum fjármálum og í samanburði viði staði sem ég hef unnið á þá er það að vinna hjá Actavis sem er með starfsemi í víða um heim ekki framandi. Það sem skiptir mestu í fjármálastjórn er að upplýsingarnar séu ná- kvæmar, á réttum tíma og innihald þeirra hjálpi stjórnendum við ákvarðanir, auk þess að gefa hluthöf- um, bönkum og greining- araðilum glögga mynd af rekstrinum.“ Mark Keatley er löggiltur endurskoðandi í Bretlandi, með MBA-gráðu frá Stanford, auk menntunar í alþjóðasamskiptum og sögu. „Fyrsta háskólagráðan mín er í sögu. Þar lærði ég mikilvægan hlut sem er að þeir sem ekki kunna söguna eru dæmdir til að endurtaka hana. Það er því mikilvægt að þekka fortíðina og læra af mistökum ann- arra til þess að forðast að gera þau sjálfur í framtíðinni.“ LÆRDÓMUR HJÁ FORD Reynslan er líka góður kennari og Mark hef- ur víðtæka reynslu meðal annars af því að skrá fyrirtæki á markað. „Ég varði fyrstu tíu árum starfsævinnar í að verða mér út um þá þekkingu sem þarf til að verða góður fjármálastjóri og hef sinnt þvi starfi síðan. Ég vann fyrir framleiðslufyrirtæki eins og Ford Motor og ég get sagt þér að það eru ekki mörg fyrirtæki sem standa Ford fram- ar þegar kemur að kostnaðarhagkvæmni. Ég lærði mikið þar sem hægt er að nýta í hvaða rekstri sem er.“ Síðan tók við ferill í banka- starfsemi sem færði honum þá reynslu sem á vantaði til að takast á hendur fjármála- stjórn fyrirtækis. „Ég fór að vinna sem fjár- málastjóri hjá gullnámufyrirtækinu Ashanti Goldfield í Ghana. Okkur tókst að skrá það fyrirtæki á markað, fyrst í kauphöll í London og síðan á New York Stock Exchange. Það var fyrsta afríska fyrirtækið sem skráð var á markaðinn í New York. Skráningin gaf okkur tækifæri til að taka yfir önnur fyrirtæki. Fyrirtækið varð eitt af tíu stærstu gullnámu- fyrirtækjum heims. Það varð til þess að við drógum að lokum að okk- ur það mikla athygli að Anglo Gold i Suður- Afríku keypti okkur og sam- einaði sinni starfsemi,“ segir Mark og bætir við að með þessum góða árangri hafi hann unnið sig út úr starfinu. ÁHUGI Á HEILBRIGÐISMÁLUM „Börnin voru komin á þann aldur og á það skólastig að okkur fannst tímabært að flytja aftur til Evrópu. Fyrir utan starfið hef ég haft mik- inn áhuga á heilsu og heil- brigðisþjónustu í víðustum skilningi. Konan mín er læknir og mikið af læknum í fjölskyldunni. Það lá því beint við að ég færi í eitt- hvað tengt þessu áhugamáli mínu. Ég var einn stofnenda líftæknifyrirtækis sem við skráðum á markað.“ Þaðan lá leiðin í lyfjaframleiðslu þar sem Mark komst í kynni við Actavis. Actavis hefur gefið út að fyrirtækið stefni að erlendri skráningu. Það liggur því beint við að spyrja Mark hversu mikilvæg slík skráning sé fyrir framtíð fyrirtækisins að skrá sig á annan markað. „Í fyrsta lagi þá tel ég að fyrirtækið búi að því að vera skráð á íslenska markaðnum. Hér eru fagfjárfest- ar og fagleg greining á fyrirtækinu. Við erum í fremstu röð og félagið hefur innleitt alþjóðlega staðla í reikningsskilum og stjórnun fyrirtækisins. Eftir því sem fyrir- tækið vex á alþjóðamarkaði kemur að þeim tímapunkti að það er rökrétt að skrá félagið í erlenda kauphöll meðal annars til að tryggja aukið aðgengi að fjármagni. Þar liggur beinast við að horfa til New York og London, án þess að nokkuð hafi verið ákveð- ið í þeim efnum. Hvort og þá hvenær er ekki mitt að ákveða og mun ráðast af framvindu rekstrarins og mestu máli skiptir að velja bestu tímasetninguna fyrir hluthafa félagsins.“ Mark segir skráningu á markað hafa orðið flóknari eftir hneykslismál sem hafi orð- ið til þess að regluverk á mörkuðum hafi oft farið út í öfgar. „Það skiptir því miklu í skráningarferli sem og öðru að vanda vel allan undirbúning.“ BÖRNIN BETRI Á SKÍÐUM Vinnustaður Marks er í Hafnarfirði, en fjölskyldan býr í London. Starfinu fylgja mikil ferðalög og fjarvistir frá fjölskyldu. Hann segir það spurningu um skipulagningu að geta varið tíma með fjölskyldunni. „Sem betur fer hefur fjölskyldan mín gaman af að ferðast og ég vonast til að þau komi hingað og sjái það sem landið hefur upp á að bjóða.“ Áhugamálin eru einnig sameiginleg hjá fjölskyldunni. „Ég er mikill áhugamaður um vetraríþróttir og útivist, þannig að því leytinu er ég á réttum stað. Ég hef gaman af skíðum og skíðagöngu og vonast til þess að geta not- að frítímann hér í að stunda það. Börnin mín deila þessu áhugamáli með mér og eru miklu betri á skíðum en ég,“ segir hann og hlær. Hádegisverður fyrir tvo á Vox Hádegishlaðborð Drykkir Trönuberjasafi Vatn Alls 5.200 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Mark Keatley framkvæmdastjóra fjármálasviðs Actavis Innvígsla og innmúrun Aurasálin hefur alltaf kunnað þá list að afmá fingraför sín af hverjum þeim hlut sem vera má að komi henni í koll ef upp kemst. Enda eru þeir ekki marg- ir í samfélaginu sem hafa áttað sig á því hversu mikið hreyfiafl í íslensku viðskiptalífi Aurasálin í raun er. Aurasálin hefur þar að auki haft það að sið að tala aldrei við nokkurn mann í gegn- um síma eða tölvupóst og um- engst aðeins fólk sem er eins innmúrað, innvígt og innvinklað og frekast má hugsa sér. Tryggð vina Aurasálarinnar nær út fyrir gröf og dauða og er algjörlega ófrávíkjanleg á allan hátt. Til þess að verða vinur Aurasál- arinnar og hljóta innvígslu í tryggðahring hennar þurfa menn að uppfylla fjölmörg skil- yrði sem ekki eru á margra færi. Hið erfiðasta skilyrði er vitaskuld innmúrunin sjálf sem reynir verulega á hollustu við Aurasálina og andlega getu. Vinir Aurasálarinnar, sem vilja hljóta ótakmarkað traust hennar þurfa nefnilega að dveljast inn- múraðir í tómu herbergi undir skæru ljósi í þrjá sólarhringa og þylja upp tryggðaeið við Aura- sálina í sífellu. Á sextíu mínútna fresti fá þeir rafmagnsstuð sem eykst að styrkleika eftir því sem tíminn líður og er boðið að losna undan sársaukanum ef þeir að- eins afneita Aurasálinni. Þeim eru svo sagðar ýmis konar lygar um Aurasálina og gefið er í skyn að Aurasálin muni á endanum svíkja þá. Þeir sem standast þetta próf og afneita ekki Aurasálinni teljast vera innvígðir og innmúraðir. En valdamenn þurfa að fara var- lega. Aurasálin hefur til að mynda ráðlagt vinum sínum að nota aldrei nafn Aurasálarinnar við nokkurn mann, og sérstak- lega ekki í rekjanlegum sam- skiptum sem óprúttnir kaupa- héðnar og götustrákar geta svo snúið á haus og notað gegn Aurasálinni og vinum hennar. (Það skal tekið fram að þegar Aurasálin ráðleggur þá er alltaf farið eftir þeim ráðleggingum undanbragðalaust). Þá hefur Aurasálin alltaf gefið það í skyn við vini sína að þeir ættu aldrei nokkurn tímann að láta þess ófreistað að gleðja Aurasálina með því að ráðast að óvinum hennar eða gera þeim lífið erfiðara. (Það skal tekið fram að þegar Aurasálin gefur eitthvað í skyn við vini sína þá leitast vinir hennar undantekn- ingar- og undanbragðalaust við að uppfylla vilja hennar). Það vill þó svo til að Aurasálin er almennt mjög geðgóð og kristi- leg í hugarfari og því ætti eng- inn að þurfa að óttast reiði henn- ar. En besta leiðin til að forðast hana er vitaskuld að gera það sem Aurasálin vill. A U R A S Á L I N Mark Keatley Starf: Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Actavis Fæðingardagur: 3. nóvember 1957 Maki: Rosemary Keatley, læknir Börn Alastair f. 1986, Nicholas f. 1991, Olivia f. 1999 Fyrsta háskólagráðan mín er í sögu. Þar lærði ég mikilvægan hlut sem er að þeir sem ekki kunna söguna eru dæmdir til að endurtaka hana. Það er því mikilvægt að þekka fortíðina og læra af mistökum annarra til þess að forðast að gera þau sjálfur í framtíðinni. Úr gullgreftri í samheitalyf Mark Keatley er með fjölþætta reynslu af fyrirtækjarekstri um víða veröld, meðal annars hjá Ford Motors, gullnámufyrirtæki, líftækni og lyfjaiðnaði. Hann stýrir nú fjármálum Actavis. Hafliði Helga- son hitti hann og ræddi reynsluna, söguna og framtíð Actavis. MARK KEATLEY Auk góðrar menntunar og reynslu af fjármálastjórn er Mark með próf í sögu. Hann segir að þeir sem ekki kunni söguna séu dæmdir til að endurtaka hana.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.