Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 62
Jazzhátíð Reykjavíkur hefst í dag
með opnunarhátíð í Ráðhúsi
Reykjavíkur klukkan fimm. Þar
koma fram margir þeirra lista-
manna sem eiga eftir að láta
gamminn geisa á hátíðinni næstu
daga.
Í kvöld klukkan hálfníu hefjast
síðan á Kaffi Reykjavík fyrstu
tónleikar hátíðarinnar. Þar mætir
á sviðið tríóið Hot'n Spicy frá
Kaupmannahöfn, sem flytur létt-
an melódískan djass með poppuðu
ívafi og góðum skammti af dönsk-
um húmor.
Þeir hafa gefið út eina plötu,
Journey, árið 2003 sem fékk frá-
bærar móttökur. Meðal annars
hældi hinn kunni danski djassari
Svend Asmussen tríóinu sérstak-
lega fyrir skemmtilega og líflega
tónlist, ekki síst fiðluleik Bjarke
Falgren.
Tríóið skipa þeir Bjarke Fal-
gren á fiðlu, Svein-Erik Martin-
sen, sem syngur og leikur á gítar,
og Lars Tormod Jenset á kontra-
bassa, en þeir eru allir búsettir í
Kaupmannahöfn þar sem þeir
voru saman í djassnámi. Þetta er í
fyrsta skipti sem þessir hressu
drengir koma til Íslands, en þeir
eru mjög vel kynntir á hinum
Norðurlöndunum, hafa meðal
annars leikið á öllum stærstu
djasshátíðum þar, til dæmis oft-
sinnis á Copenhagen og Stock-
holm Jazzfestival.
Tríóið er komið hingað til lands
fyrir milligöngu Tómasar Guð-
bjartssonar hjartaskurðlæknis,
sem lengi var búsettur í Svíþjóð
en er nýlega fluttur aftur til
landsins.
Tómas hefur verið iðinn við að
skipuleggja tónleika, og gerir það
af einskærum áhuga á tónlistinni.
„Ég geri þetta án nokkurrar
greiðslu en verð að viðurkenna að
mér þykir þetta alveg rosalega
skemmtilegt, næstum því eins
gaman og að „operera“ hjörtu,“
segir Tómas, sem síðastliðið vor
skipulagði tónleika með íslensku
fönksnillingunum í Jagúar úti í
Svíþjóð og skömmu síðar tónleika
með dönsku brimbrettarokkkur-
unum Langhorns hér á landi.
Jazzhátíð Reykjavíkur stendur
fram á sunnudaginn og er dag-
skráin afskaplega fjölbreytt svo
allir ættu að geta fundið þar eitt-
hvað við sitt hæfi. ■
26 28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR
> Ekki missa af ...
... sýningu
Nemendaleik-
húss Listaháskóla
Íslands á verkinu
Forðist okkur,
sem unnið er
upp úr óborgan-
legum teikni-
myndasögum
Hugleiks Dags-
sonar.
... ljóðakvöldi á Café Rosenberg í
kvöld þar sem Mike Pollock, Ágúst
Borgþór Sverrisson, Kristín Ómarsdóttir
og ung stúlka að nafni Dóra lesa úr
verkum sínum.
... tónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Háskólabíói annað kvöld þar
sem meðal annars verður flutt fimmta
sinfónía Beethovens.
Meira en sextíu listamenn frá Klink og
Bank gera nú innrás á listaþing í Berlín.
Um er að ræða bæði myndlistarmenn
og tónlistarmenn, sem halda myndlist-
arsýningu auk fjölda gerninga og uppá-
koma. Á sunnudagskvöldinu verður svo
blásið til heljarinnar Klink og Bank-tón-
leika í Club Rio í Berlín.
Opnunarhátíð listaþingsins Berliner Liste
verður í dag, og verður þá sýnt úr heimild-
armynd um Klink og Bank eftir Þorfinn
Guðnason. Einnig verður frumsýnd
önnur mynd Þorfinns, sem fjallar
um sýningu Christofs Schlingensiefs
„Animatograph“, sem var sett upp í
tenglsum við Listahátíð í vor. Þá
verður sýnd heimildarmynd um gerð
sýningarinnar „Sheep Plug“ eftir þá
Jason Rhoades og Paul McCarthy,
sem stóð yfir í Kling og Bang galleríi
sumarið 2004.
Síðar í kvöld tekur íslenski sendiherr-
ann í Berlín, Ólafur Davíðsson, á
móti gestum á ìBarî Helga Þórssonar
myndlistarmanns og loks verður
opnunarteiti með Ásmundi Ás-
mundssyni, „Gargamel's
mother“, Palla Banine
& The Love Goblins
og hljómsveitinni
Nine Elevens.
Kl. 20.00
Kristján Jóhann Jónsson fjallar um
Grím Thomsen og H. C. Andersen á
rannsóknarkvöldi Félags íslenskra
fræða, sem haldið verður í húsi
Sögufélagsins, Fischersundi 3. Meðal
annars leitar Kristján svara við því
hvers vegna H. C. Andersen fagnaði
ritdómi Gríms sérstaklega í ævisögu
sinni.
menning@frettabladid.is
!
STÓRA SVIÐ
KALLI Á ÞAKINU
e. Astrid Lindgren
Lau 1/10 kl. 14, Su 2/10 kl. 14,
Su 9/10 kl. 14, 16/10 kl. 14
WOYZECK - 5 FORSÝNINGAR Í SEPT.
Frumsýnt í London 12. okt. og á Íslandi 28.
okt. Miðaverð á forsýningu aðeins kr. 2.000,-
Fi 29/9 kl 20 UPPSELT, Fö 30/9 kl 20
UPPSELT, Lau 1/10 kl 20 (sýning á ensku),
Fi 27/10 kl. 20, Fö 28/10 Frumsýning UPPS.
HÍBÝLI VINDANNA
Örfáar aukasýningar í haust.
Su 2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20,
Su 16/10 kl. 20
LÍFSINS TRÉ
Fö 21/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Lau 22/10 KL. 20, Fi 27/10 kl. 20, Fö 28/10 kl. 20,
Fö 4/11 kl. 20, Lau 5/11 kl. 20
SALKA VALKA
Lau 15/10 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ
MANNTAFL
2/10 kl. 20, Fö 7/10 kl. 20, Fö 14/10 kl. 20,
Lau 15/10 kl. 20
RILLJANT
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Lau 1/10 kl. 16 aukasýn., Lau 1/10 kl. 20 UPPSELT,
Fi 6/10 kl. 20 UPPSELT, Lau 8/10 kl. 16 aukasýn.,
Lau 8/10 kl. 20 UPPSELT, Su 9/10 kl. 20 UPPSELT,
Sun 16/10 kl. 20 aukasýn.,
BELGÍSKA KONGÓ
Sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar
Fö 30/9 kl. 20, Lau 1/10 kl. 20
Sími miðasölu 568 8000
midasala@borgarleikhus.is
Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is
Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin:
10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20
miðviku-, fimmtu- og föstudaga
12-20 laugardaga og sunnudag
TVENNU TILBOÐ
Ef keyptur er miði á
Híbýli vindanna og Lífsins tré
fæst sérstakur afsláttur
16. sýn. sun. 02/10 kl. 14 Annie; Solveig
17. sýn. sun. 16/10 kl. 14 Annie; Thelma Lind
18. sýn. laug. 22/10 kl. 15 Annie; Solveig
HEITIR OG KRYDDAÐIR Djasstríóið Hot'n Spicy frá Kaupmannahöfn leikur á opnunartónleikum Jazzhátíðar Reykjavíkur í kvöld.
Djass og danskur húmor
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur
SEPTEMBER
■ ■ TÓNLEIKAR
17.00 Formleg opnun Jazzhátíðar
Reykjavíkur í Ráðhúsinu við Tjörnina.
Nokkrir listamenn gefa sýnishorn af
því sem í vændum er.
18.00 Hljómsveitin Nilfisk sér um
upphitun en hljómsveitirnar CC og
Skítur verða aðalböndin á Pepsi
rokk, nýrri tónleikaröð á Bar 11 sem
á að gefa efnilegum hljómsveitum
ungra tónlistarmanna færi á að spila
opinberlega.
20.30 Dansk-norska tríóið Hot’n
Spicy leikur á tónleikum djasshátíðar
á Kaffi Reykjavík.
■ ■ FYRIRLESTRAR
16.30 Anna Ingeborg Pétursdóttir
flytur erindi um virknigreiningu
hegðunar á Félagsvísindatorgi Há-
skólans á Akureyri, sem haldið verð-
ur í stofu L201 á Sólborg við Norður-
slóð. Virknigreining er aðferð við at-
ferlismat sem valdið hefur straum-
hvörfum í mati og meðferð á hegð-
unarvandamálum.
26 27 28 29 30
Innrás í Berlín