Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 28.09.2005, Qupperneq 64
28. september 2005 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is> fj ör ið .. . Ný sending Fiðlur - Violur - kassar Gæði og lágmarksverð Birkigrund 31- Kópavogi • sími 661-4153 Hljómar og List Jessica hannar tölvuleik Leikkonan kynþokkafulla, Jessica Alba, er að þróa sinn eigin tölvu- leik. Hún hefur nú skapað tölvu- leik fyrir X-box sem verið er að sýna í gsm-símum í Kóreu. Alba segist fyrst hafa fengið áhuga á hugmyndinni þegar hún sá að leikurinn myndi ekki innihalda ofbeldi af neinu tagi og nú hefur hún einnig hugsað sér að nota tölvu- leikinn fyrir leikstjóra sem sýnis- horn af þeim hasarmyndum sem hún hefði áhuga á að taka þátt í. „Þetta er leikur sem allir geta náð að tengjast, hvar sem er í heim- inum,“ útskýrir hún. Borgin er not- uð sem leikvöllur. Þetta er mjög sniðugt. Í Kóreu getur fólk spilað leikinn hvenær sem er á símum sín- um. Svona vil ég hafa hlutina þegar ég leik í hasarmyndum.“ ■ Christina Aguilera gæsu› Söngkonan Christina Aguilera kann svo sannarlega að halda góð gæsapartí. Hún gekk um með gervislör og sá til þess að nóg væri af víni handa öllum. Sjálf varð hún aðeins meira en svolítið full. Hún veltist um nætur- klúbbana í pínupilsi og á háum hælum. Svo var vinunum boðið til Mexíkó þar sem legið var við laugina og slakað á áður en farið var út á lífið á nýjan leik. Enn er ekki búið að tilkynna brúðkaupsdag söngkonunnar og Jordans Bratman, en þetta sýnir að það getur ekki verið of langt í það. Gæsun söngkonunnar verður samt seint flokkuð undir þá klassamestu, þó svo að engir stripparar hafi verið sjáanlegir. ■ Egill Einarsson, betur þekktur sem Gilzenegger, tekur hugsanlega þátt í jólabókaflóðinu í ár. „Það er verið að ræða það. Fara yfir þessi mál og skoða hvernig hún gæti orðið,“ seg- ir Egill sem hefur vakið athygli fyrir vikulega pistla sína í DV þar sem hann liggur ekki á skoðunum sínum um menn og málefni. Egill telur hugsanlegt að bókin verði einhvers konar leiðarvísi fyrir þá sem vilja líta vel út og læra mannasiði. „Koma rétt fram við dömurnar,“ útskýrir hann og segir að hún gæti hugsanlega orð- ið smá ævisaga enda hafi hann lent í ótrúlegustu hlutum. „Hún ætti einnig að geta orðið hjálpar- tæki fyrir almúgann til að ná ár- angri í lyftingasalnum,“ segir hann. Á öftustu síðu bókarinnar mun svo vera orðabók með nýjustu frösunum. „Fólk verður að geta lesið þetta,“ segir hann og hlær en það eru eflaust margir sem standa á gati yfir þeim orðaforða sem Egill notar. Hinn verðandi rithöfundur hef- ur í nógu að snúast. Hann er í fullu starfi sem einkaþjálfari í Sporthús- inu og þá stundar hann nám við Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ þar sem hann nemur íþróttafræði. Hann hyggst ná sér í háskólapróf í þeim efnum. Hann er auk þess með útvarpsþátt á Kiss FM og loks pistlana í DV. „Svo verð ég að kíkja reglulega á djammið. Þýðir ekki að hanga heima á laugardögum og horfa á Derrick,“ segir hann. Sitt sýnist hverjum um ágæti pistla Egils en sjálfur segist hann finna mest fyrir jákvæðri gagn- rýni. „Það er alltaf einn og einn „trefill“ sem rífur kjaft en ég nenni heldur ekki að skrifa í einhverjum silkinærbuxum.“ Egill segir að þessar vinsældir sem hann njóti nú hafi komið hon- um á óvart. „Ég hélt að þetta yrðu bara þessar hefðbundnu fimmtán mínútur af frægð,“ segir hann en þær hafa dregist í annan endann svo um munar. Hann er ekkert far- inn að hugsa út í hvað taki við þeg- ar Gilzenegger-tímabilinu lýkur. „Það verður ábyggilega eitthvað sniðugt,“ segir hann. freyrgigja@frettabladid.is Töff rómantík EGILL EINARSSON Hefur í hyggju að gefa út bók sem verður í senn leiðarvísir og ævi- saga. Dominico Dolce og Stefano Gabbana kynntu sumarlínu sína fyrir 2006 í Mílanó á mánudaginn en þeir fagna þessa dagana tuttugu ára afmæli Dolce&Gabbana merkisins. Þessir áhrifamiklu hönnuðir voru meðal þeirra fyrstu sem sýndu korsilett, reimar og brjóstahaldar- atoppa á tískupöllunum. Nýja línan einkenndist af hvíta litnum ásamt einstaka pastellit, blúndum, fegurð, rómantík og um- fram allt kynþokka en Dolce og Gabbana hafa einstakt lag á að hanna kynþokkafullar flíkur. Einnig var smá sletta af töffheitum í lín- unni í formi sólgleraugna, galla- buxna og kæruleysislegu hári sem allt kom í veg fyrir að blúndufötin yrðu yfirþyrmandi væmin. Mark- miðið þeirra í þessari línu var að hanna gamaldags kjóla sem ungar stúlkur gætu dansað í á diskótekum við ströndina. Fötin ættu flest einmitt að passa vel fyrir ströndina því flest voru þau gegnsæ. Stuttir, síðir kjólar, viktoríanskt snið, út- saumur, teygjanleg blúnduefni, skyrtur, pils og stuttbuxur sáust á tískupallinum þennan dag. Tvíeykið hefur verið í bransan- um það lengi að þeir eru nú að hanna föt á dætur fyrstu viðskipta- vina sinna. „Unga fólkið veit sjaldan nógu mikið um fortíðina og þess vegna blönduðum við þessu gamla við það nýja,“ segir Dolce. hilda@frettabladid.is KORSELETT Ekki í fyrsta sinn sem þeir fé- lagar nota þessa gamaldags flík í sýningu sína og sennilega ekki í síðasta skipti heldur. TÖFF Á MJÚKAN HÁTT Hörðu og mjúku er blandað saman, sólgleraugu við blúndu- kjól og slaufa um hálsinn. Lauslega uppsett úfið hár er nýjasta nýtt í hártískunni. FLÆÐANDI Fallegur blúndukjóll sem er þó ekki of væminn vegna þess að í gegn- um hann sjást hvítar nærbuxurnar. TEYGJANLEG BLÚNDA Flottur blúndukjóll úr teygjanlegu efni. Fyrir þær allra hugrökkustu sem er sama þó sjáist í nærfötin. GALLABUXUR VIÐ BLÚNDUTOPP Alls ekki slæm blanda og rytjulegt hárið kemur í veg fyrir væminn heildarsvip. SUMARFÖT Stuttbuxurnar hafa aldrei ver- ið vinsælli en nú. Þessar eru óvenjulegar að því leyti að þær eru gegnsæjar. FALLEGA BLEIKT Einstaka litir gægðust upp á yfirborðið í sýningu Dolce & Gabbana og hér er fallega bleik skyrta og brjóstahaldari. „Gilzenegger“ me› bók í smí›um
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.