Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 12

Fréttablaðið - 02.10.2005, Page 12
Sonja Noregsdrottning af- henti í vikunni Eggerti Pét- urssyni listmálara önnur verðlaun Carnegie Art Award sem eru ein þau stærstu í heiminum. „Þetta var heilmikil athöfn og mjög hátíðleg,“ upplýsir Eggert en afhendingin var í listamiðstöð í útjaðri Ósló. Sissel Kirkebo söng ásamt kór og fjölmargar ræður voru haldnar þegar drottningin steig í salinn. „Þetta var mjög skemmti- legt og hún var ósköp al- þýðleg,“ segir Eggert um kynni sín af drottningunni. „Síðan gekk hún um sýn- inguna og skoðaði verkin hjá hverjum og einum og rabbaði við listamennina,“ segir Eggert sem sjálfur átti stutt spjall við drottn- inguna. Síðustu fimmtán ár hef- ur Eggert málað olíumál- verk þar sem hann sækir innblástur í íslenskar plöntur en hann hefur haft áhuga á þeim frá unga aldri. „Sem krakki fór ég á sumrin í sumarbústað með foreldrum mínum og fór að spyrja því þetta vakti at- hygli mína,“ segir Eggert sem kom ekki að tómum kofanum hjá móður sinni sem fræddi hann um hin ýmsu plöntunöfn. „Svo eignaðist ég Flóru Íslands sem afi minn gaf mér þeg- ar ég var sex ára, nýbúinn að læra að lesa,“ upplýsir Eggert. Tvö verka Eggerts eru á sýningunni sem fara mun um öll Norðurlöndin og að auki til London og Nice í Frakklandi. Önnur myndin er stór og hvít mynd af fjöru- blómu. „Það er minning frá bernsku þegar ég sá fjöruna við Stokkseyri um fimm ára aldur,“ segir Egg- ert en hin myndin á sýningunni er eins og brekka með brönugrös- um um Jónsmessu- leytið. E g g e r t fékk peningaupphæð að andvirði 600 þúsund sænskar krónur í verð- laun. Hann segir líklegt að hún verði notuð til að greiða niður skuldir og koma sér betur fyrir. „Við keyptum okkur hús fyrir ári og ég á loksins al- mennilega vinnustofu,“ segir Eggert sem finnur fyrir aukinni athygli á verkum sínum eftir að til- kynnt var um að hann fengi þessi verðlaun. Eggert getur sameinað annað áhugamál vinnu sinni því hann hlustar á tónlist allan daginn með- an hann vinnur. „Ég hlusta mikið á japanska tilraunatónlist, klassíska tónlist, rokktónlist og hvað sem er,“ segir Egg- ert sem setur yfirleitt langt verk á fóninn ef hann er að vinna vanda- samt verk svo hann þurfi ekki að skipta um disk í miðjum klíðum. ■ 12 3. september 2005 MÁNUDAGUR HARRIET NELSON (1909-1994) lést þennan dag. Drottningin var alþýðleg EGGERT PÉTURSSON LISTMÁLARI TÓK VIÐ ÖÐRUM VERÐLAUNUM CARNEGIE ART AWARD „Fyrirgefðu öllum sem hafa móðgað þig, ekki þeirra vegna, heldur þín vegna.“ - Harriet Nelson varð frægust fyrir leik sinn sem mamman í bandarísku sjónvarpsþáttunum um Ozzie og Harriet. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Sigurður Sigurðarson dýralæknir er 66 ára Pálmi Gestsson leikari er 48 ára Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra er 47 ára Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er 42 ára Birgir Baldursson tón- listarmaður er 42 ára Björn Hermannsson er fimmtugur í dag. Á þessum degi árið 1967 var fyrsti blökkumaðurinn svarinn í embætti hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. Þetta var Thurgood Marshall sem barðist hart fyrir réttindum blökkumanna alla sína tíð. Marshall fæddist í Baltimore árið 1908 og var barnabarn þræls. Hann nam lög við í há- skóla í Washington sem eingöngu var ætlaður blökkumönnum þar sem honum var neitað um inngöngu í lagadeild háskólans í Maryland vegna húðlitar síns. Hann útskrifaðist efstur í sínum bekk árið 1933. Hann tók að sér mál er vörðuðu jafnrétti blökkumanna sér í lagi þau sem snéru að menntun og vann þau nær öll. Árið 1961 tilnefndi John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, Marshall sem dómara í áfrýjunardómstólnum. Margir voru þessu andsnúnir og einkum þingmenn frá Suðurríkjunum. Tilnefningin var því ekki staðfest fyrr en ári síðar. Árið 1967 tilnefndi Lyndon Johnson forseti Marshall í embætti hæstaréttardómara. Johnson sagði við þetta tilefni: „Þetta er hið eina rétta að gera, þetta er rétti tíminn, rétti maðurinn og rétti staðurinn.“ Eftir töluvert málþóf var Marshall samþykktur í embættið og 2. október sór hann embættiseið. Hann gegndi stöðu hæstaréttardómara í 24 ár, en lét af störfum árið 1991 vegna hrakandi heilsu. Hann lést tveimur árum síðar. THURGOOD MARSHALL ÞETTA GERÐIST > 2. OKTÓBER 1967 MERKISATBURÐIR 1801 Biskupsstóll á Hólum er lagður niður og landið allt gert að einu biskups- dæmi. 1836 Charles Darwin snýr aftur til Englands eftir fimm ára ferðalag með HMS Beagle. 1847 Prestaskólinn tekur til starfa. 1937 Fyrsta mynd Ronalds Reag- an, Love is in the air, er frumsýnd. 1940 Skömmtun á áfengi er tek- in upp og stendur í fimm ár. 1964 Tækniskóli Íslands er settur í fyrsta sinn. 1995 O. J. Simson er sýknaður af ákæru um að hafa banað konu sinni. Blökkuma›ur í Hæstarétti Bandaríkjanna Tilkynningar um merkis- atbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáleturs- dálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Friðrik Th. Ingþórsson Blásölum 24, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. september sl. Útförin hefur farið fram. Lára Vilhelmsdóttir Hallbera Friðriksdóttir Ágúst Þórhallsson Ingþór Friðriksson Margrét Tryggvadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Earnest Hensley Þverholti 1, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 29. september. Útförin verður auglýst síðar. María Hensley Helga Jónsdóttir Erla Björk Jónsdóttir Jón Þorri Jónsson Doróthea Jónsdóttir Hjördís Jónsdóttir.             !   ! "##$ %  &   ! www.steinsmidjan.is Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Kristinssonar málarameistara, Hringbraut 9, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við Hjúkrunarþjónustunni Karitas. Guð blessi ykkur öll. Anna Dagmar Daníelsdóttir María K. Sigurðardóttir Kristinn G. Garðarsson Dagný B. Sigurðardóttir Guðmundur Þórarinsson Kolbrún J. Sigurðardóttir Elías Rúnar Elíasson Albert J. Sigurðsson Daníel Sigurðsson Ethel Sigurvinsdóttir Hafdís Sigurðardóttir Pálmi Helgason Hjördís A. Sigurðardóttir Vilhelm P. Pétursson barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum innilega öllum þeim sem heiðruðu minningu sonar míns, bróður okkar og mágs, Steingríms Kristjónssonar Laugavegi 143, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar þeim trúfélögum sem hann stundaði samkomur hjá, svo og vinum hans í Sjálfs- björg, Rauða Krossi Íslands, Geðhjálp og Félagsstarfi Vitatorgi, einnig öllum sem veittu honum athvarf og umhyggju á lífsgöngu hans. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Jóhannsdóttir Guðrún Kristjónsdóttir Gylfi Knudsen Laufey Kristjónsdóttir Sverrir Þórólfsson Linda Rós Kristjónsdóttir Sigurður Gunnarsson Jóhann Kristjónsson Kristín Egilsdóttir Arnrún Kristinsdóttir Einar Þorvarðarson Finnbogi E. Kristinsson Sólveig Birgisdóttir Hjörtur Kristinsson Dagný Emma Magnúsdóttir Anna Kristinsdóttir Gunnar Örn Harðarson Árni Kristinsson Ingibjörg Jónsdóttir og fjölskyldur. ANDLÁT Ástþór Guðmundsson lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi fimmtudaginn 22. september. Halldóra Elíasdóttir Bólstaðar- hlíð 34, Reykjavík, andaðist föstu- daginn 30. september. Kristjana Steingrímsdóttir Dal- braut 14, Reykjavík, lést á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi 29. september. Jón Earnest Hensley Þverholti 1, Akureyri lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 29. sept- ember. Karvel Ögmundsson Bjargi, Ytri- Njarðvík, andaðist föstudaginn 30. september. FJÖRUBLÓM Önnur mynda Eggerts á sýningunni er af fjörublómum. „Þetta er minning frá bernsku þegar ég sá fjöruna við Stokkseyri um fimm ára aldur,“ segir Eggert. LISTAMAÐUR Eggert hlustar á japanska tilraunatónlist meðan hann vinnur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.