Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 25
Engin evra án ESB Varar við upptöku evrunnar Alþjóðlegt stórfyrirtæki Breytt ásýnd Actavis Microsoft og Nigeríustjórn Klekkja á tölvuþrjótum Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 19. október 2005 – 29. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Svava kaupir Sautján | Svava Johansen hefur fest kaup á hlut Bolla Kristinssonar í verslunar- keðjunni NTC og á því fyrirtækið að fullu. NTC er ein stærsta tísku- verslanakeðja landsins og rekur meðal annars fjórtán verslanir í Kringlunni, við Laugaveginn og í Smáralind. Yfir meðaltali OECD | Skatt- byrði á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hækkað um þrjú prósentustig frá árinu 2002. Skattbyrði hins opinbera á Íslandi var 41,9 prósent af lands- framleiðslu árið 2004. Meðaltal OECD-ríkjanna er 40,2 prósent af landsframleiðslu. Á hinum Norð- urlöndunum er hlutfallið að með- altali 47,4 prósent. Þórólfi sagt upp | Þórólfi Árna- syni hefur verið sagt upp sem for- stjóra Icelandic Group. Uppsögn Þórólfs kom í kjölfar þess að Straumur-Burðarás, Landsbank- inn og fleiri selja yfir helming hlutafjár í Icelandic. Leiddi samruna | Fyrirtækjaráð- gjöf Íslandsbanka í London var að- alráðgjafi breska matvælafram- leiðandans Premier Foods sem seldi Typhoo, tedeild sína, til Apeejay International Tea Limited fyrir 8,6 milljarða króna. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur banki hefur milligöngu um sölu á fyrir- tæki milli tveggja erlendra fyrir- tækja án þess að tengjast fjár- mögnun verkefnisins. Bakkavör kaupir | Bakkavör Group hefur keypt breska fyrir- tækið Hitchen Foods fyrir 4,7 milljarða króna. Hitchen Foods framleiðir ferskt niðurskorið grænmeti og salat. Gert er ráð fyrir að rekstarhagnaður Hirtchen Foods verði 911 milljón- ir króna á þessu ári og veltan um 5,1 milljarður króna. Kaup FL-Group á Sterling: Hillir undir viðræðulok Viðræður FL Group og Fons um kaup þess fyrrnefnda á Sterl- ing eru vel á veg komnar sam- kvæmt og er niðurstöðu þeirra að vænta á næstu dögum. Spenna er vegna kaupanna í Danmörku og birti viðskipta- blaðið Börsen forsíðufrétt um stöðu viðræðnanna. Samkvæmt heimildum Markaðarins er ekki fyrirhug- að að gera breytingar á starf- semi Sterling fyrst um sinn. Stefnt er að því að félagið verði um sinn að minnsta kosti rekið sem sjálfstætt félag með sömu stjórnendum. Þá er einnig talið líklegt að hluti kaupverðsins verði greiddur með hlutafé í FL Group. Verði niðurstaðan sú mun það að öllum líkindum hafa áhrif á eignarhald Iceland Express sem er í eigu sömu að- ila og Sterling. Með kaupum á Sterling kæmist FL Group með fótinn inn fyrir dyrnar á lággjalda- markaði í flugi, en væntingar eru um að sá geiri muni vaxa hraðar en annar flugrekstur í heiminum. -hh Hjálmar Blöndal skrifar Kaupmenn búast við góðri jólaverslun og flestir spá því að nýtt met verði slegið í jólaverslun í ár. Undanfarin ár hefur orðið stöðug veltuaukning í smásöluverslun enda þótt hún kunni í einhverjum tilfellum að vera drifin áfram af verðhækkunum. Í ár er því spáð að veltuaukningin verði langt um- fram verðhækkanir enda séu skilyrði til jólaversl- unar hagstæðari en nokkru sinni fyrr. Gengi krónunnar skapar hagstæð skilyrði fyrir kaupmenn til að kaupa inn vörur á góðu verði og bjóða þér á hagstæðu verði en það er ekki síður aukinn kaupmáttur einstaklinganna sem hefur áhrif á spá kaupmannanna um að nýtt met verði slegið. Velta í smásöluverslun í nóvember og des- ember samanlagt var rúmlega 41 milljarður króna á síðasta ári og jókst þá um tæp 12 prósent frá því árið á undan. Verslun hefur almennt verið góð það sem af er ári að mati kaupmanna og því búast þeir við að áframhald verði í stærstu mánuðum verslun- arinnar sem framundan eru. Áhyggjuefni verslunarinnar virðast aðeins af tvennum toga. Annars vegar að kaupmenn fái ekki nægt fólk til að starfa í verslununum en ástand á vinnumarkaði að undanförnu hefur skapað óþæg- indi fyrir atvinnurekendur. Hins vegar er það veðr- ið sem skiptir máli og þá segja viðmælendur Mark- aðarins að því fyrr sem fer að kólna í veðri og snjóa, þeim mun fyrr fari verslunin af stað. Ef álíka veltu- aukning verður í smásöluverslun á milli áranna 2004 og 2005 og var í fyrra, má búast við því að landsmenn kaupi, í nóvember og desember, jóla- gjafir eða aðrar vörur fyrir tæpum fimm milljörð- um meira en á síðasta ári. Sjá miðopnu F R É T T I R V I K U N N A R 2 10 9 Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Kaup stærstu hluthafa í Össuri á hlutabréfum sænska fjárfesting- arfélagsins AB Industrivärden á mánudaginn voru töluvert undir þáverandi markaðsgengi Össurar. Gengið stóð í 94 krónum á hlut og gaf sænska félagið tæpan hálfan milljarð í afslátt frá markaðs- verði. Industrivärden, sem er skrá- sett í sænsku kauphöllinni í Stokk- hólmi, verður af 465 milljónum króna með því að selja bréfin á þessu verði. William Demant keypti ellefu prósenta hlut fyrir rúma fjóra milljarða króna á genginu 88,5 krónur hlut, Eyrir borgaði það sama fyrir fjögur prósent en Vik Holding, eignarhaldsfélag í eigu Jóns Sigurðssonar, forstjóra Öss- ur, borgaði sænska félaginu að- eins 85 krónur á hlut fyrir fjög- urra prósenta eignarhlut. Kaupverð Viks var 1.275 millj- ónir króna en markaðsvirðið stendur í 1.410 milljónum. Jón Sigurðsson, forstjóri Öss- urar, segir að viðskiptin hafi átt sér aðdraganda, viðræður fóru af stað fyrir helgi og því sé umsamið verð undir markaðsvirði. Gengi Össurar hefur hækkað úr 86 krón- um frá því á miðvikudaginn. „Ég er með þessu að sýna að ég hef trú á þessu félagi. Ég hlýt að trúa á þetta fyrst ég er að kaupa,“ segir hann spurður um ástæðu fyrir kaupunum. Industrivärden hóf að fjárfesta í Össuri vorið 2002 þegar það keypti fimmtán prósenta hlut af Kaupþingi og stofnandanum Öss- uri Kristinssyni. Hagnaður sænska sjóðsins af fjárfesting- unni nemur um 327 milljónum sænskra króna sem jafngildir tæpum 2,6 milljörðum króna sam- kvæmt frétt sem birtist í Dagens Industri. Eftir kaupin er William Dem- ant langstærsti hluthafinn í Öss- uri með um 37 prósenta hlut. Eyr- ir er orðinn næststærstur með fimmtán prósent og Vik sá fjórði stærsti. Ekki stendur til að yfir- taka félagið. „Hluthöfum líst vel á félagið en vilja ekki lenda í yfir- tökuskyldu. Það eru engin áform um það,“ segir Jón Sigurðsson. Össur hefur hækkað nokkuð frá hlutafjárútboði, sem haldið var fyrir skömmu í tengslum við kaup félagsins á Royce Medical, en útboðsgengið til hluthafa var 81 króna á hvern hlut. Útrásarvísitalan lækkar: NWF hækkar mest Breska iðnaðarfyrirtækið NWF Group, sem Atorka á hlut í, hækkaði mest allra félaga í út- rásarvísitölunni milli vikna eða um 2,64 prósent. Útrásarvísital- an lækkar um 4,93 prósent á milli vikna og mælist nú 108,79 stig. Mest lækkar danska fasteignafé- lagið Keops, sem Baugur á veru- legan hlut í, eða um 8,98 prósent. Keops hafði verið hástökkvari síðustu tveggja vikna en lækkar nú og var lokagengi þess í Kaup- höllinni í Kaupmannahöfn á mánudag 20,2. Aðeins tvö félög hækkuðu á milli vikna í útrásarvísitölunni en auk NWF hækkaði deCode um 1,67 prósent. Jólaverslun eykst um fimm milljarða Kaupmenn spá metári í jólaverslun og telja skilyrði hagstæð. Gáfu eftir hálfan milljarð AB Industrivärden seldi fimmtung hlutabréfa í Össuri til stærstu hluthafa og forstjóra með góðum afslætti. Hagnaður félagsins var samt 2,6 milljarðar. HÖFUÐSTÖÐVAR ÖSSURAR Industri- värden seldi stærstu hluthöfum og eignar- haldsfélagi í eigu forstjóra um 20 prósenta hlut með nokkrum afslætti frá markaðs- verði. Hluthafar sænska sjóðsins urðu af tæpum hálfum milljarði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.