Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.10.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 19.10.2005, Qupperneq 48
Tilvalið við hópefli, sem óvissuferð, haustferð eða skemmtiferð Nánari upplýsingar í síma 862-7900 Paintball hefur opnað nýjan og skemmtilegan völl í Hafnarfirði „Hópefli er í raun og veru þættir eða hvatar sem fá hóp til að vinna betur saman. Þetta hópefli sem ég nota miðast við að skapa, með leikjum og þrautum, umhverfi þar sem fólk þarf að breyta því sem skiptir máli við að þjálfa liðsheild. Samskipti, traust, ákveðið þor og samvinna eru þar mikilvægir þættir. Það er einnig hluti af þeirri hugmyndafræði sem ég að- hyllist að gleði sé mjög sterkur kraftur. Glaður maður gengur hraðar,“ segir Sigurjón. Hann segir að leitað sé eftir að skapa vissa upplifun í leiknum og við lok hverrar þrautar er fólk fengið til að átta sig á hvað það var að upplifa. „Þekkt æfing er traustfall, þar sem fólk lætur sig falla aftur á bak og félagarnir grípa það. Ef það fellur rétt og sleppir sér alveg í fallinu er hægt að sjá af því að það treystir vinnufélögunum sem grípur það,“ segir Sigurjón. Hann segir jafn- framt að sömu tilfinningu fyrir trausti sé hægt að yfirfæra á vinnustaðinn þar sem maður þarf að treysta á að vinnufélagarnir standi með manni. Annað dæmi sem Sigurjón tek- ur um hópefli eru leikir og aðferð- ir þar sem flýtt er fyrir kynningu á fólki sem ekki þekkist en þarf að sitja saman ráðstefnu, fund eða vinna saman að einhverju verk- efni. „Þegar fólk sem ekki þekkist kemur saman til dæmis á ráð- stefnu, sér maður það sitja með krosslagðar hendur og það lætur lítið fyrir sér fara. Með réttri að- ferð er flýtt fyrir kynningu og tekið á þessu markvisst og passað að enginn verði útundan. Þannig nýtist hópefli við mismunandi að- stæður,“ segir Sigurjón. Hvenær á hópefli við? „Hópefli á við þegar þú þarft að skapa heild. Ef til vill þarft þú að búa til vinnuhóp sem þarf að leysa krefjandi verkefni eins og eftir að fyrirtækið sem það vinnur hjá hef- ur farið í gegnum erfiðleika eða það hefur átt sér stað samruni eða skipulagsbreytingar. Það á alltaf við þegar þú er farinn að hreyfa við þægindahringnum og hefur strekkt á trauststilfinningunni og þarft að byggja hana upp aftur,“ segir Sig- urjón. Glaður maður gengur hraðar Sigurjón Þórðarson, ráðgjafi og þjálfari hjá IMG Ráðgjöf er sérfræðingur í hópefli. Því þótti okkur tilvalið að spyrja hann hvað hópefli er og hvenær það á við. Góðir fyrirlestrar og kynningar á ráðstefnum eru þær sem skilja eitthvað eftir sig og fólk man eftir. Undirbúningur er það sem skipt- ir mestu máli þegar fyrirlestur er settur saman. Hér eru 5 ráð sem vert er að fylgja ef maður vill hitta í mark: 1. HAFÐU TÆKNIMÁLIN Á HREINU Flestir eru með glærur, myndbönd eða einhvers konar myndefni á fartölvu. Mikilvægt er að ganga úr skugga um að batteríið í fartölv- unni sé fullhlaðið, og að fartölvan og myndvarpinn virki saman. Alltaf er gott að hafa með sér hleðslutæki fyrir fartölvuna og stinga henni í sambandi. Auk þess er gott að ræsa tölvuna áður en stigið er upp og talað svo dýrmætur tími fari ekki í að bíða eftir að tölv- an ræsi sig. 2. HAFÐU GLÆRURNAR SMEKKLEGAR. Upplýsingum á ekki að hlaða inn á glærurnar, því þá fer fólk að lesa glærurnar og hættir að hlusta á þann sem talar. Glærurnar eiga að vera til áhersluauka eða með myndefni sem við á. Ágætt er að hafa í huga að hafa ekki fleiri en fimm stutt atriði á hverri glæru. Einnig er mikilvægt að hafa þær stílhreinar og smekklegar og með nægi- lega stóru letri sem hægt er að lesa. 3. TAKTU TÍMANN Á FYRIRLESTRINUM. Farðu yfir fyrirlesturinn heima hjá þér og taktu tímann sem hann tekur. Ekki tala of hratt eða að reyna að hrúga inn of mikið af upp- lýsingum á sem minnstum tíma. Leggðu áherslu á það sem skiptir máli, og gefðu tíma í fyrirspurnir í lokin. Ef þú ert með mikinn texta sem þú vilt koma til skila, skaltu útbúa ljósrit og dreifa á alla stóla áður en fyrirlesturinn hefst. 4. ÆFÐU FYRIRLESTURINN. Reyndu að muna hvað þú ætlar að segja, en ekki lesa bara upp af blaði. Bestu fyrirlestrarnir eru þeir sem eru vel æfðir og ekki er stuðst við neitt blað. Best er, ef þú þarft ekki nema nokkra punkta á blaði til minnis. Betri tengsl nást við áheyrendur ef þú horfir á þá á meðan þú talar. 5. KOMDU VEL FYRIR. Klæddu þig á viðeigandi máta og vertu snyrtileg/ur. Ekki vera of stíf/ur og malda í móinn, heldur tala hátt og skýrt og horfa yfir sal- inn. Vertu bein/n í baki og berðu höfuðið hátt, það gefur sjálfsör- yggi þitt til kynna, og fólk treystir því betur sem þú segir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D IC P H O TO /G ET TY I M AG ES Fyrirlestur sem hittir í mark FIMM GÓÐ RÁÐ 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 12 ■■■ { Liðsheild } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.