Fréttablaðið - 19.10.2005, Side 36

Fréttablaðið - 19.10.2005, Side 36
Enda þótt rétt rúmir tveir mánuðir séu í jól, eru kaupmenn löngu byrjaðir að undirbúa jólaverslunina. Vörukaup hefjast síðla sum- ars hjá flestum þeirra enda þótt vörurnar komi ekki í búðirnar fyrr en nokkrum mánuð- um síðar. Jólaverslunin eru hátíð kaupmann- anna ekki síður en annarra og verslunin nær hámarki á næstu vikum. Viðmælendum Markaðarins bar almennt saman um að framundan væri einhver mesta hátíð sem sögur færu af í jólaverslun. Öll skilyrði fyrir verslunina væru hagstæð og svo hagstæð að líta þurfi langt aftur til að finna álíka tíma. GENGI OG KAUPMÁTTUR AFAR HAGSTÆÐ Það er ekki bara einn áhrifaþáttur sem virð- ist setja árið í ár í hæstu hæðir. Væntingarn- ar til ársins miðast við ýmsa þætti sem versl- unarmenn þekkja manna best. Gengi íslensku krónunnar gagnvart gjaldmiðlum helstu við- skiptalandanna hefur ekki verið jafn hag- stætt í mörg ár. Frá því í byrjun ársins hefur gengi krónunnar gagnvart þessum gjaldmiðl- um hækkað um 10-15 prósent sem þýðir að- eins eitt: lægra innkaupsverð og í framhald- inu lægra vöruverð. Þá hefur almenningur sí- fellt fleiri krónur eftir í launaumslaginu því bæði hafa laun hækkað og skattar lækkað. Einhvers staðar verður að eyða peningunum enda þótt sparnaður landsmanna virðist að einhverju leyti vera til staðar þá fórna flestir einhverju fyrir jólin. Einkaneysla hefur að sama skapi aukist ár frá ári og er að hluta til fjármögnuð með lánum sem ráða má af aukningu hennar umfram aukningu kaupmáttar. Ef litið er á söguleg gögn um veltu í smá- söluverslun hefur orðið veltuaukning á hverju ári frá því árið 1998 þegar fyrstu töl- ur um slíka verslun voru teknar saman sam- MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Jólin eru ekki síst hátíð verslunarmanna. Fjör fer að færast í leikinn á næstu vikum þegar landsmenn fara að huga að jólainnkaupum. Margir búast við því að jólaverslunin í ár verði með meira móti og margir spá veltumeti í jólaverslun. Hjálmar Blöndal kannaði hug verslunarmanna til jólanna. JÓLAVERSLUN Í REYKJAVÍK Jólaverslunin er hafin í Reykjavík og jólaskrautið komið í glugga. Ef að líkum lætur má allt eins búast við því að veltuaukning í smásöluverslun milli ára verði um fimm milljarðar króna. Spá metári í jólaverslun ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 6.000 6.500 7.000 7.500 8.000 8.500 9.000 9.500 10.000 10.500 11.000 0 2 4 6 8 10 12 14 16 Velta í milljörðum kr. Aukning í % milli ára ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 0 50.000 100.000 150.000 200.000 250.000 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Velta í milljörðum kr. Aukning í % milli ára ’01 ’02 ’03 ’04 35.000 36.000 37.000 38.000 39.000 40.000 41.000 42.000 0 2 4 6 8 10 12 Velta í milljörðum kr. Aukning í % milli ára F A T A V E R S L U N S M Á S Ö L U V E R S L U N S M Á S Ö L U V E R S L U N Í N Ó V . – D E S .

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.