Fréttablaðið - 19.10.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 19.10.2005, Síða 40
4 ■■■ { Liðsheild } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Grensásvegi 8 108 Reykjavík Sími: 5340534 STARFSMANNA- OG FYRIRTÆKJAPARTÝ Fundarrými fyrir rúmlega 200 gesti. Hótel Hérað á Egilsstöðum býður upp á margvíslega þjónustu við ráðstefnuhaldara. Á hótelinu eru fjórir fundarsalir: Einn stór fundar- salur á jarðhæð sem rúmar um 100 manns, minni tólf manna salur og tveir aðrir salir, annar rúmar um 35 manns og hinn um 75 manns. Þrjá minni salina má sameina í einn stóran sal sem myndi þá rúma um 120 til 130 manns. Allur helsti tækjabúnaður er til reiðu á hótel- inu, sjónvarp, tölvuskjávarpi, myndbandstæki, tjald, myndvarpi, hljóðkerfi, flettitöflur, míkrafónar á standi og þráðlausir, tússtafla, ponta, sími, pennar og skrifblokkir og myndsenditæki. Annan búnað, er ráðstefnuhaldarar þurfa á að halda, getur hótelið útvegað. Hægt er að semja við staðarhaldara um hádegismat eða kaffi og hægt er að fá hópafslátt af gistingu ef óskað er eftir. Hótel Hérað er í nálægð við aðra kaupstaði á Austurlandi og í 155 kílómetra fjarlægð frá Kára- hnjúkum. Einnig eru Hallorms- staðaskógur og Snæfell ekki langt frá, en það má ganga á fellið og hægt að fara í ævintýraferðir upp að jökulrönd Vatnajökuls. Ráðstefnu þarf oft að skipuleggja með nokkurra ára fyrirvara, enda í mörg horn að líta. Fyrirtækið Ráðstefnur og fundir í Kópavoginum hefur sér- hæft sig á þessu sviði í ein sautján ár. „Við þjónustum þá sem halda sér- stakar erlendar ráðstefnur hérlendis. Í flestum tilfellum erum við að setja upp erlenda ráðstefnu sem skipulögð er af íslenskum aðilum, sem eru hér á landi í framkvæmda- eða vísinda- nefnd,“ segir Matthías Kjartansson framkvæmdastjóri fyrirtækisins Ráðstefnur og fundir, sem starfað hefur í ein 17 ár. Hann segir Ráðstefnu og fundi sjá um alla skipulagningu ráðstefnunn- ar, nema á faglega hlutanum. „Við bókum ekki fyrirlesara eða skipu- leggjum innihald ráðstefnunnar, það er utan okkar þekkingarsviðs,“ segir Matthías. Aðspurður hversu langan tíma þurfi til að skipuleggja erlenda ráðstefnu, segir hann það vera allt að þrjú til fimm ár. Hann segir það vera í mörg horn að líta og það sé mesti misskilningur að þetta sé eitt- hvað auðvelt. „Margir halda að það þurfi lítið annað en húsnæði og myndvarpa, en það er mun meira sem felst í því að halda ráðstefnu og þær eru alltaf að verða flóknari og flóknari,“ segir Matthías. Hann segir til að mynda að fyrir- tækið sjái um samskiptin við alla ráðstefnugesti og getur það verið mikil vinna þegar ráðstefnurnar eru stórar. Á þeim sautján árum sem fyrirtækið hefur starfað segir hann eitt og ann- að hafa breyst. „Það er orðið minna um norrænar ráðstefnur, og eftir að Norðurlöndin hafa sameinast Evrópusambandinu erum við frekar að fá evrópskar ráðstefnur hingað, sem eru þá stærri fyrir vikið,“ segir Matthías. Til viðbótar skipulagningu og um- sjón með ráðstefnum og fundum, sér fyrirtækið um að skipuleggja hvata- ferðir. „Við setjum upp hvataferðir fyrir erlend fyrirtæki sem vilja koma hingað. Um tíma var þetta mjög stórt en það hefur aðeins dregið úr því sökum nýrra Evrópulanda sem eru að opnast og eru með hagstæð- ara verðlag. Því miður sjáum við það hér að gengi krónunnar er að íþyngja okkur,“ segir Matthías. Hann segir þó vaxtabrodd vera í sér- stökum fyrirtækjafundum þar sem hópur innan sama fyrirtækis kemur hingað sérstaklega til að funda. Auk þess komi hingað lyfjafyrirtæki og bílafyrirtæki með kynningar. „Menn eru að leita að stað sem er öðruvísi, og þar höfum við sérstöðu hér á Íslandi,“ segir Matthías. „Það er orðið minna um norrænar ráðstefnur, og eftir að Norðurlöndin hafa sameinast Evrópusambandinu erum við frekar að fá evrópskar ráðstefnur hingað. Sem eru þá stærri fyrir vikið,“ segir Matthías Kjartansson. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Meira en myndvarpi og húsnæði Hótel Hérað á Austurlandi. Hótel Hérað á Egilsstöðum ráðleggingar } FR ÉT TA B LA Ð IÐ /N O R D IC P H O TO /G ET TY I M AG ES Öll þekking hefst á spurningu Yfirleitt er gefinn tími til fyrirspurna eftir fyrirlestra á ráðstefnum. Ef það er eitthvað sem þú átt erfitt með að skilja skaltu ekki hika við að spyrja, og ekki örvænta þótt þú hafir ekki skilið allt. Skrif- aðu hjá þér spurningar meðan á fyrirlestrinum stendur, svo þú gleymir þeim ekki að honum loknum. Engu skiptir þótt allir í kringum þig virðast hafa náð innihaldinu, og ekki hafa áhyggjur af því að spurningar þínar séu kjánalegar. Öll þekking hefst á spurn- ingu og því er mikilvægt fyrir þig að spyrja. Ef málið vekur sérstak- an áhuga þinn skaltu spyrjast fyrir um lesefni eða annað efni sem þú gætir nýtt þér til að skilja málið enn betur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.