Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 55
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 15 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Björgvin Guðmundsson skrifar Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, segir seðlabanka almennt hafa horfið frá því að nota bindiskyldu fjármálastofnana sem pen- ingalegt stjórntæki. Sú umræða hafi samt oft áður komið upp. Hins vegar sé ekki ljóst hvort slíkar að- gerðir færu eitthvað mýkri höndum um fyrirtæki og heimilin í landinu en vaxtahækkanir Seðlabank- ans. Reynt sé að halda þessu hlutfalli óbreyttu enda sé þetta frekar tæki til að stjórna stöðugleika á markaðnum. Einar K. Guðfinnsson sagði í Fréttablaðinu í síðustu viku að til greina kæmi að auka gjaldeyris- kaup Seðlabankans til að lækka gengi krónunnar. Samhliða ætti að huga að því að hækka bindiskyldu fjármálafyrirtækja og breyta umgjörð íbúðalána til að draga úr þenslu á lánamarkaði. Á Alþingi spurði Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra, hvort ekki væri ástæða til þess að skoða alvarlega að nota reglur um eiginfjárhlutfall bank- anna (CAD-hlutfall) sem hagstjórnartæki. Yrði hlutfallið hækkað myndi það draga úr útlánum. Halldór sagði að hann teldi ekki mikilvægt að hækka hlutfallið. Kristján vitnaði þá í ársgömul ummæli Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, um að Fjármálaeftirlitið hefði heimild til að hækka eiginfjárhlutfall bankanna sem leið til að slá á óhóflega þenslu. Lágmarks eiginfjárhlutfall lánastofnana sem Fjármálaeftirlitið miðar við er átta prósent en hærra þar sem útlánin fela í sér meiri áhættu. Við- skiptabankarnir þrír eru langt fyrir ofan þetta við- mið eða í kringum tólf prósent. Sjálfir setja þeir sér markmið að hlutfallið fari ekki niður fyrir tíu til ell- efu prósent. Sérfræðingar hjá Seðlabankanum, Fjármálaeftirlitinu og greiningardeildum bankanna sögðu eiginfjárhlutfallið fyrst og fremst snúa að fjármálastöðugleika en væri ekki tæki til hag- stjórnar. Bindiskyldan verði óhreyfð Stjórnmálamenn reyna nú að finna leiðir til að lækka gengið til að mæta gagnrýni útflutningsfyrirtækja. Nokkrar leiðir eru nefndar til sögunnar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 94 07 09 /2 00 5 Alltaf í netsambandi með Mobile Connect Nánari upplýsingar veitir Fyrirtækjaþjónusta Og Vodafone, Síðumúla 28, í síma 599 9500. Einnig er hægt að senda tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is Mobile Office FRÁ OG VODAFONE OKTÓBER BlackBerry® frá Vodafone NÓVEMBER Global Hotspots DESEMBER Vodafone World EINNIG VÆNTANLEGT Vodafone Mobile Connect kortið gerir hvaða stað sem er að vinnusvæðinu þínu. Með Mobile Connect kortið í fartölvunni þinni ertu alltaf í þráðlausu netsambandi hvar sem þú ert og hefur ávallt aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem þú þarft á að halda. » Þú getur alltaf skoðað tölvupóstinn þinn » Þú getur alltaf sent SMS » Þú kemst alltaf í hugbúnað og skrár um vinnuhlið þó að þú sért fjarri vinnustaðnum » Þú getur alltaf vafrað á netinu » Mobile Connect notar GPRS eða EDGE tækni, en EDGE eykur verulega flutningshraða í GSM kerfinu á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hefur Og Vodafone sett upp gagnahraðal sem flýtir niðurhali og lækkar kostnað viðskiptavina. Mobile Connect er hluti af MobileOffice, heildstæðu þjónustuframboði Og Vodafone fyrir viðskiptalífið sem gerir fólki mögulegt að miðla upplýsingum óháð stað og stund. Hraði, öryggi og einfaldleiki eru einkunnarorð okkar í þeim lausnum sem við bjóðum fyrirtækjum. Stormtech, göngubakpoki. Stormtech, microfleece peysa. Rosendahl, vatnskarafla, tvö glös. Isosteel, hitabrúsi. GÓÐAR GJAFIR STYRKJA GOTT SAMBAND GLEÐJUM STARFSMENN OG VIÐSKIPTAVINI MEÐ VÖNDUÐUM GJÖFUM UM JÓLIN Við höfum áralanga reynslu af sölu á jólagjöfum til fyrirtækja og stofnana. Hafðu samband og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig. Erum með fjölbreytt úrval gjafa frá þekktum framleiðendum. BROS AUGLÝSINGAVÖRUR SÍÐUMÚLA 33 108 REYKJAVÍK SÍMI 581 4141 Bindiskylda er lögð á lánastofnanir sem ekki eru háðar fjárlögum í rekstri sínum. Bindihlutfallið er tvö prósent af fjárhæð sem samanstendur af innistæðum, skuldabréfum og peningamarkaðsbréfum og eru bundin til tveggja ára eða skemur. Lánastofnanirn- ar skulu geyma þessa fjárhæð á reikningi í Seðlabankanum. Árið 2003 var þetta hlutfall lækkað úr fjórum prósentum í tvö pró- sent. Losnaði þá um 20 milljarða króna sem fóru út í hagkerfið. KRISTJÁN, EINAR OG HALLDÓR Alþingismenn nefna margar leiðir til að bregðast við efnahagsástandinu: kaupa gjaldeyri, hækka bindi- skyldu og eiginfjárhlutfall fjármálastofnana og breyta umgjörð íbúðalána. REFCO GJALDÞROTA Verðbréfafyrirtækið Refco, sem sérhæfði sig í að selja hrávörusamn- inga, er á leið í gjaldþrot aðeins mánuð eftir að fyrirtækið fór á hlutabréfamarkaðinn í New York. Forstjórinn hefur verið fangelsaður og verður ákærður fyrir verðbréfasvik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.