Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 44
8 ■■■ { Liðsheild } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ M16-leikjakerfið býður upp á góða skemmtun og hentar fyrirtækjum sem vilja efla liðsandann eða leysa sam- skiptavandamál. „Okkar markmið er að blanda sam- an markvissri þjálfun og afþrey- ingu. Fyrirtæki gera æ meiri kröfur til markvissari framsetningu efnis og sífellt erfiðara er að halda at- hygli á námskeiðum. Við mætum þessari kröfu með því að setja efn- ið fram í stuttum fyrirlestrum og leikjum sem taka á efninu. Þátttak- endur geta sjálfir tekið afstöðu til þess eftir eigin upplifun en ekki hafa orð einhvers fyrir henni. Eigin upplifun með blöndu af adrenalíni er besta leiðin til að koma efninu til skila,“ segir Lárus Halldórsson, stofnandi og eigandi M16. Leikirnir sem M16 setur upp felast í því að þátttakendur klæðast felubúningum og fá byssur með innrauðu ljósi, en það er skaðlaus búnaður. Þátttak- endum er skipt í lið og hvert lið hefur sitt verkefni. Leikina er hægt að setja upp nánast hvar sem er og yfirleitt hafa verið nýtt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið. „Kar- akter fólks kemur mjög fljótt í ljós þegar það er að vinna fyrir liðið, og stundum koma leyndir leiðtoga- hæfileikar fólks í ljós,“ segir Lárus. Hann segir M16 veita fyrirtækjum faglega ráðgjöf og leikirnir séu sniðnir að þörfum fyrirtækisins. „Við erum jafnvel að taka á sér- stökum málum, eins og samskipta á milli söludeildar og lagers, og við reynum þá að mýkja samskipti,“ segir Lárus. Eftir námskeiðin segist hann leggja áherslu á að stjórnendur komi með hópa nokkuð reglulega í leiki sem tengjast námskeiðinu til að efnið fjari ekki út því regluleg þjálfun er leiðin til árangurs. „Of mörg nám- skeið sem kosta töluvert fjara út þar sem þeim er ekki fylgt eftir. Ef rétt er staðið að málum eykst hæfni liðsins og ánægja og liðsandi styrk- ist. Leikirnir þyngjast og fara fram við mismunandi aðstæður þannig að liðið er sífellt að takast á við nýjar aðstæður,“ segir Lárus. Hópurinn fær sérstakt verkefni sem hann þarf að leysa og skiptir liðsandinn þá miklu máli. Byssurnar eru með innrauðu ljósi sem er skaðlaust. Blanda af adrenalíni og upplifun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.