Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 50
14 ■■■ { Liðsheild } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Nýta stressið í púltinu Ekki er öllum til lista lagt að halda ræðu fyrir fullum sal af fólki án þess að finna fyrir stressi. Sumir virðast vera fæddir ræðumenn en aðrir forðast það eins og heitan eldinn að tala opinberlega. En allt er auðvelt sem maður kann og ræðumennska er eitthvað sem hægt er að læra. JCI er hreyfing sem býður ein- staklingum tækifæri til þjálfunar á ýmsum sviðum sem tengjast funda- eða ráðstefnuhaldi. Fyrir- tækið býður virka þjálfun í fund- arstjórn við ýmis tækifæri og við fundarritun. Allt til þess fallið að hvers konar fundir eða ráðstefnur séu vel skipulagðar. Ræðu- mennskan hefur verið í forgangi hjá JCI undanfarin ár og hefur fyrirtækið á að skipa reynslu- miklum leiðbeinendum á sviði ræðumennsku. Gísli Úlfarsson, landsforseti Junior Chamber á Íslandi segir undirbúning vera mikilvægasta þátt ræðumennskunnar. „Undir- búningurinn er í nokkrum þáttum og byrjar í raun á að ræðumaður viðar að sér efni. Þetta efni tekur hann svo saman og setur upp í ræðu sem hefur byrjun, meginmál og endi,“ segir Gísli. „Þegar ræð- an er tilbúin, er gott að æfa sig fyrir framan fjölskyldu og vini, eða í einrúmi fyrir framan spegil.“ Gísli segir tímastjórnun skipta miklu máli og því sé gott að hafa hjá sér klukku til að fylgjast með lengd ræðunnar. Einnig skiptir máli fyrir hverja ræða er haldin, það er, hvaða mál passa, hversu mikið af nákvæmum upplýsing- um má koma fram og að sjálf- sögðu hvaða húmor fellur í kramið hjá áheyrendum. Gísli segir einnig mikilvægt að hafa trú á sjálfum sér og því efni sem maður er að flytja. Geri mað- ur það virkar maður öruggur og málefnalegur og fólk tekur betur eftir og man frekar hvað var sagt í fyrirlestrinum. „Það er mikil- vægt að þekkja efnið. Rétt radd- beiting skiptir líka máli og hluti af raddbeitingunni er að stoppa á réttum stöðum. Ekki buna út úr sér ræðunni og ekki heldur vera svo hægur að salurinn sé að sofna. Best er að hafa þrjú meg- inatriði í ræðunni. Fólk man ekki margt, en það getur yfirleitt mun- að þrjú atriði. Og oft er gott að taka samantekt á eftir þessum þremur atriðum.“ Til að koma efninu sem best til skila segir Gísli einfalt og auð- skiljanlegt mál besta valkostinn. „Skynsamlegast er að miða textan við þann aðila í salnum sem veit minnst um málið. Forðast skal háfleyg orð, tækniorð og umfram allt tölur. Tölur þurfa að eiga við en mega alls ekki vera ráðandi efni. Oft er betra að sýna tölurnar í power-point, en ekki minnast á þær í ræðunni, nema sérstaklega eigi við,“ segir Gísli. Það eru ekki allir fæddir ræðu- menn og margir verða stressaðir af að þurfa að standa fyrir fram- an fullan sal af fólki og tala. Gísli segir góðan undirbúning vera bestu leiðina gegn stressi við ræðumennsku. „Góður undirbún- ingur gefur okkur þann mögu- leika að nýta stressið, en þekking á efninu er kjölfesta góðrar ræðu,“ segir Gísli. „En stressið er gott fyrir mann. Það eru allir stressaðir í púlti, en munurinn á góðum ræðumanni og slæmum er að sá góði lætur stressið vinna fyrir sig. Nýtir þann kraft sem adrenalínið gefur til að flytja frá- bæra ræðu.“ Gísli Úlfarsson, landssforseti JC á Íslandi segir undirbúning mikilvægasta þáttinn í því að halda góða ræðu. Liðsandinn efldur í gegnum einstaklinginn THE 17 ESSENTIAL QUALITIES OF A TEAM PLAYER BECOMING THE KIND OF PERSON EVERY TEAM WANTS Góð liðsheild skiptir miklu máli þegar stefnan er tekin á hámarks- árangur. Í bókinni The 17 Essenti- al Qualities Of A Team Player Becoming The Kind Of Person Every Team Wants eru kenndar aðferðir sem styrkja einstaklinginn sem hluta af hópnum. John C. Maxwell, höfundur bókarinnar, fer yfir það í smáatriðum hvað þarf til að maður getur starfað sem best fyrir liðið og heildina, hvort sem það er heima við eða í starfi og náð miklum árangri. Aðferðirnar sem Maxwell kennir í þessari bók eru einfaldar og allir ættu að geta fylgt þ e i m eftir, og eru þær byggðar á aðferðum sem hafa virkað fyrir aðra. Bókin fæst á Amazon.com þar sem hún fær fjórar stjörnur af fimm mögu- legum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.