Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins á sunnudaginn var samþykkt ályktun þar sem lagt var til að ríkið hætti að reka Íbúðalánasjóð. „Tímabært er að ríkið hætti að reka lánasjóð til húsnæðiskaupa þó að það geti eftir sem áður haft hlutverki að gegna til að aðstoða þá sem ekki geta fengið lánafyr- irgreiðslu til húsnæðiskaupa í bankakerfinu,“ segir í ályktun landsfundarins. Þá segir að leggja eigi áherslu á að flytja verkefni úr höndum ríkis og sveitarfélaga til einkaað- ila til að draga úr umsvifum hins opinbera og auka þar með sam- keppni á markaðnum. – bg Lítið atvinnuleysi Í september voru skráðir 49.897 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 2.267 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Það eru 1,4 prósent af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í einstökum mánuði síðan í október 2001, en til samanburðar mældist það 1,8 prósent í ágúst síðastliðnum og 2,6 prósent í september 2004. Vegna árstíða- sveiflu eykst atvinnuleysi yfir- leitt frá september til október og reiknar Vinnumálastofnun með 1,4 til 1,7 prósent atvinnuleyi í október. - bg Eggert Þór Aðalsteisson skrifar Kauphöllin hafði frumkvæði að því að óska eftir upplýsingum frá Flögu Group vegna mikillar hækkunar á bréfum félagsins síðustu dagana án þess að nokkr- ar fréttir hafi komið frá félaginu. Viðskipti með hlutabréf í Flögu voru stöðvuð í gær meðan beðið var eftir frétt frá félaginu. Flaga ætlar að kynna í dag skipulagsbreytingar „sem miða að því að styrkja langtímahag fyrirtækisins,“ eins og kemur fram í tilkynningu til Kauphallar. Kauphöllin ætlar einnig að kanna viðskipti með hlutabréf Flögu undanfarna daga. Á fimmtudaginn í síðustu viku hækkuðu bréf í Flögu um átta prósent. Daginn eftir hækkuðu þau um sex prósent og um tíu prósent á mánudaginn. Hlutabréfin hafa verið færð á athugunarlista. Þórður Már Friðjónsson, for- stjóri Kauphallarinnar, staðfesti að óskað hafi verið eftir svörum frá Flögu og sagði að um hefð- bundið verklag Kauphalllarinnar væri að ræða þegar snarpar verðbreytingar ættu sér stað á markaði. Flaga hefur hækkað um fjórð- ung frá því í síðustu viku en miklar sveiflur hafa verið á gengi félagsins undanfarna mán- uði í litlum viðskiptum. Viðskipti með Flögu könnuð af Kauphöll Skipulagsbreytingar sem eiga að styrkja fyrirtækið kynntar. Samtök atvinnulífsins velta því upp í frétt á heimasíðu samtak- anna hvort afgangur af ríkis- rekstri geti valdið auknum ríkis- útgjöldum. „Öll undangengin ár hafa fjárlög íslenska ríkisins gert ráð fyrir myndarlegum afgangi. Raunin hefur oftast orðið önnur,“ segir í fréttabréfinu. Undanfarin fimm ár hefur ver- ið gert ráð fyrir um 85 milljarða afgangi af rekstrarafkomu ríkis- sjóðs en staðreyndin hefur hins vegar verið sú að tæplega 8 millj- arða tap hefur verið á rekstraraf- komu ríkissjóðs. Samtökin benda á að þeirri kenningu hefur oft verið haldið á lofti að afgangur af rekstri ríkis- sjóðs valdi því að viðspyrna þing- manna og fjármálaráðuneytis gegn því að útgjöld aukist til til- tekinna málaflokka, verði minni ef jafnvægi er milli tekna og gjalda eða halli. Auk þess sem kjarasamningar ríkisstarfsmanna kosti ríkið meira en annars því af nógu sé að taka ef afgangur er af rekstri ríkissjóðs. - hb Afgangur ríkissjóðs getur valdið auknum útgjöldum Aðhald ríkisfjármála minna en stefnt var að. Ekki fást upplýsingar hjá Fjár- málaeftirlitinu hvernig gangi að afla upplýsinga um Serafin Shipp- ing, sem eignaðist meira en sex prósent hlut í Icelandic Group við sameiningu Sjóvíkur og Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Þrátt fyrir að rjúfa fimm prósent eign- armúrinn gáfu forsvarsmenn Ser- afin Kauphöllinni ekki lögbundn- ar upplýsingar. Í staðinn var hlutnum skipt strax á milli tveggja félaga, Fordace Limited og Deeks Associates. Serafin varð við sameininguna sjötti stærsti hluthafinn í Iceland- ic Group. Hluthafar í Icelandic Group og aðrir fjárfestar hafa engar upplýsingar fengið um hver eigandi félagsins var. Sam- kvæmt lögum um verðbréfavið- skipti varðar það sektum að brjóta gegn ákvæðum laga um flöggunarskyldu, sem myndast þegar aðili eignast meira en fimm prósent í fyrirtæki í Kauphöllinni. Komið hefur fram í Markaðn- um að eigandi Serafin var Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Sam- skipa. – bg Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun sl. 12 mánu›i m.v. 30.09.2005 E N N E M M / S IA / N M 18 5 6 5 – kraftur til flín! S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R 9, 55% * Skammtímasjó›ur er gó›ur kostur fyrir flá sem vilja áhættulitla fjárfestingu og verja sig gegn ver›bólgu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi eftir 30 daga. Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. BAÐ UM SKÝRINGAR Vegna mikilla hreyfinga á gengi hlutabréfa í Flögu óskaði Kauphöll- in eftir skýringum frá félaginu. Flaga tilkynnir um skipulagsbreytingar í dag. Stjórn Símans telur ekki efni til þess að hún leggi mat á hvort vænlegra sé fyrir einstaka hluta- hafa að samþykkja yfirtökutilboð Skipta ehf. eða hafna því. Þetta kemur fram í greinargerð stjórn- arinnar sem send var Kauphöll Ís- lands á mánudaginn. Stjórninni er skylt að gera slíka greinargerð samkvæmt lögum eins og Skipti ehf. var skylt að gera öðrum hluthöfum Símans yf- irtökutilboð. Gangi hluthafar að tilboðinu fá þeir hlutina greidda á sama gengi og Skipti keypti tæp 99 prósent hlutafjár. Stjórn Símans telur tilboð Skipta eðlilegt. „Þá telur stjórnin aðra skilmála tilboðsins eðlilega, en hluthöfum býðst að fá kaup- verð hlutabréfanna greitt í pen- ingum innan fimm daga frá lokum gildistíma tilboðsins,“ segir í greinargerðinni. Lýður Guðmundsson, sem er fulltrúi stærsta hluthafa Skipta, hefur sagt að hann voni að sem fæstir hluthafar taki tilboðinu. – bg Engin svör frá FME Hluthafar Icelandic Group hafa ekki fengið lög- bundnar upplýsingar eftir sameiningu við Sjóvík. HLUTHAFAR Í ICELANDIC GROUP Hluthafar hafa ekki fengið lögbundnar upplýsingar um Serafin Shipping sem varð sjötti stærsti eigandinn eftir sameiningu SH og Sjóvíkur. Hætti rekstri ÍbúðalánasjóðsMetur ekki tilboð Yfirtökutilboð Skipta ehf í Símann rennur út þriðjudaginn 25. október. R E K S T R A R A F K O M A R Í K I S S J Ó Ð S Í M I L L J Ö R Ð U M K R Ó N A Fjárlög Niðurstaða 2000 16,7 -4,3 2001 33,8 8,7 2002 18,5 -8,1 2003 9,4 -6,1 2004 6,7 2,0 Samtals 85,1 -7,8 Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hvetur íslensk stjórnvöld til að breyta fyrirkomulagi á húsnæð- islánakerfinu með það að mark- miði að viðskiptabankar og spari- sjóðir geti keppt á íbúðalána- markaði með hagkvæmum hætti. Stofnunin vill þó halda í ýmsa þætti sem reynst hafa vel. Sjóðurinn leggur til að haldið verði í þá sérfræðiþekkingu sem er til staðar hjá Íbúðalánasjóði og honum breytt í heildsölubanka sem kaupi innlenda lánasamn- inga og fari í skuldabréfaútboð á alþjóðlegum vettvangi. Við nú- verandi samkeppni banka og Íbúðalánasjóðs er hætta á því að bankar taki óþarflega áhættu við lántökur. - eþa Vill heildsölubanka Styrkja þarf samkeppnisaðstöðu viðskiptabanka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.