Fréttablaðið - 19.10.2005, Side 33

Fréttablaðið - 19.10.2005, Side 33
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 9 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Bill Gates, stofnandi og fram- kvæmdastjóri Microsoft, og kona hans, Melinda Gates, hafa í gegn- um styrktarsjóð í eigin nafni veitt tölvusafni í Kaliforníu fimmtán milljóna bandaríkjadala styrk. Það jafngildir um 916 milljónum íslenskra króna. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC. Styrknum verður meðal annars varið til að setja upp gagnvirka sýningu um tölvubyltinguna og áhrif hennar á samfélagið. Þrátt fyrir rausnarlegan styrk Gates- hjónanna skortir safnið enn 50 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 3 milljarða íslenskra króna til að takast ætlunarverk sitt. - hhs Gates-hjónin gjafmild                         ! ""# $    #    %         &  ' (           ! "  # "$    %& &  ' ( )"$ *   %&&  +++,  MELINDA OG BILL GATES Hafa styrkt tölvusafn í Kaliforníu um 916 milljónir ís- lenskra króna. Farsímanotkun í Afr- íku hefur aukist mjög á síðastliðnum árum og auðveldað líf margra. Sem dæmi um ný not fyrir far- síma má nefna að dýralífsfræðingar í Kenía og Suður-Afr- íku nýta sér nú far- síma til að rekja stað- setningu fílahjarða. Farsíma er komið fyrir í hálsól fíls og sendir frá sér skila- boð á klukkutíma fresti og segir til um hvar fíllinn er staddur. Segja sérfræðingar að aðferðin lækki kostn- að við að rekja slóðir fíla um allt að 60 prósent. Ný not fyrir farsíma Ríkisstjórn Nígeríu og tölvuris- inn Microsoft vinna nú saman að því klekkja á svikahröppum sem nota Internetið við iðju sína samkvæmt netsíðu BBC. Svika- hrappar sem þessir eru talsvert algengir Nígeríu. Langalgengast er að sendur sé tölvupóstur þar sem viðtakandi er beðinn um að borga ákveðna summu eða gefa upp bankanúmer til þess að hjálpa til við að færa stórar fjár- hæðir milli landa. Í staðinn er honum lofaður hluti upphæðar- innar sem laun fyrir greiðann. Einhverjir láta glepjast en greiðslan berst þeim að sjálf- sögðu aldrei. Samstarfið felur í sér tölvu- þjálfun og upplýsingamiðlun. Microsoft hjálpar Nígeríumönn- um með tæknileg atriði við að rekja slóð tölvuþrjótanna. Ríkis- stjórnin sér svo um framhaldið en í Nígeríu stendur nú yfir rannsókn á mörg hundruð grun- uðum svikahröppum. Samstarfið milli Microsoft og ríkisstjórnar- innar hófst fyrir um sex mánuð- um. Nú þegar hafa nokkrir aðil- ar verið sóttir til saka, sem beint má leiða til samstarfsins. - hhs Klekkja á svikahröppum Tölvurisinn Microsoft og ríkisstjórn Nígeríu vinna saman. SVIKAHRAPPAR NOTA INTERNETIÐ TIL STARFA SINNA Microsoft og ríkisstjórn Níger- íu vinna nú saman að því að klekkja á tölvuþrjótum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.