Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 19.10.2005, Blaðsíða 59
Hinn árlegi haustfundur Eigna- stýringar Íslandsbanka fór fram í gær en sérstaktur gestur fund- arins var Chriss Gessel, aðalrit- stjóri bandaríska dagblaðsins In- vestor Business Daily. Stofnandi blaðsins er hinn kunni fjárfestir William O’Neil en hann er einna helst þekktur fyrir þann mikla árangur sem hann náði þegar hann náði um 2000 prósenta ávöxtun á 26 mánaða tímabili. Hann stofnaði Investor Business Daily árið 1984 en blaðið er sér- staklega tileinkað fjárfestum og kynnir ýmsar aðferðir við val á hlutabréfum en sérstaklega CAN SLIM-aðferðina. „CAN SLIM-aðferðin er að- ferð sem við notum til að velja réttu bréfin á rétta tímanum. Hún tekur mið af sjö mismun- andi þáttum í því fyrirtæki sem við skoðum hverju sinni,“ segir Chriss Gessel. „Við búum til að- ferðafræðina fyrir fólk til að velja bréfin en svo getur það sjálft tekið ákvörðunina. Eins og CAN SLIM-aðferðin virkar þá eru það mismunandi þættir sem hafa áhrif á hvort við teljum kauptækifæri í fyrirtæki. Einn af þeim er hagnaður á síðasta ársfjórðungi og annar aukning í árlegum hagnaði. Svo tökum við tillit til ýmissa þátta svo sem hvort enn séu stofnanafjárfestar meðal hluthafa og fleira. Eftir að fjárfestar hafa fundið réttu hlutabréfin, skiptir máli að finna réttu tímasetninguna til að selja þau. En það sem skiptir líka máli er að val á hlutabréfum er eitt sérstakt atriði og tímasetningin við að kaupa þau og selja annað. Þegar þetta allt saman er gert eftir okkar kerfi, þá getur fjár- festirinn fengið ávöxtun á það fjármagn sem hann leggur í fyr- irtækið,“ segir Gessel. Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Eignastýringar Ís- landsbanka, segir að miklar hækkanir undanfarinna ára á markaði hér heima, séu mögu- lega yfir þeirri ávöxtunarkröfu sem almennt er gerð til markað- arins. „Meðalávöxtun síðastlið- inna fjögurra ára hefur verið um fjörutíu prósent. Eðlilegt er að gera um 12-15 prósent ávöxtun- arkröfu á fyrirtæki á markaði og því er þetta yfir þeim mörkum. Það þarf margt að vinna með markaðnum til þess að hann nái þessari meðaltalsávöxtun síðast- liðinna fjögurra ára,“ segir Al- mar. - hb MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 DAGSKRÁ 13.00 Setning ráðstefnunnar Ávarp Johns Quitter, formanns Bresk-íslenska viðskiptaráðsins Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, setur ráðstefnuna 13.15 Jóhannes Sigurðsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík Ný löggjöf um yfirtökuskyldu – innleiðing á evrópskum reglum 13.40 Noel Hinton, Deputy Director, The Panel on Takeovers and Mergers, UK Starfsemi bresku yfirtökunefndarinnar 14.10 Viðar Már Matthíasson, prófessor, formaður Yfirtökunefndar Starfsemi íslensku yfirtökunefndarinnar 14.35 Kaffihlé Sjónarhorn markaðsaðila: 15.00 Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi 15.15 Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis Group Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins 15.30 Pallborðsumræður Antony Hovanessian, Vice President of Investment Banking, Kaupthing UK Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf. Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings banka á Íslandi Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis Group Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður 16.15 Ráðstefnuslit Háskólinn í Reykjavík, Ofanleiti 2 Skráning hjá Jónu K. Kristinsdóttur í síma 599 6407 eða á netfangið jonak@ru.is Antony Hovanessian Ingólfur Helgason Jóhannes Sigurðsson Noel Hinton Þórður Friðjónsson Svafa Grönfeldt Viðar Már Matthíasson Hörður Arnarson John Quitter Markaðs- og eftirlitsaðilar áttu frumkvæði að stofnun yfirtöku- nefndar hér á landi í sumar, en helsta verkefni nefndarinnar er að taka til umfjöllunar hvort til yfirtökuskyldu stofnist í einstökum tilvikum. Fyrirmynd að nefndinni er að hluta til sótt til Bretlands, þar sem löng hefð er fyrir starfrækslu slíkrar nefndar. Í tilefni af stofnun íslensku yfirtökunefndarinnar boða Bresk-íslenska viðskiptaráðið, Yfirtökunefnd, Fjármálaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Viðskiptaráð Íslands til ráðstefnu um yfirtökur skráðra félaga og starfsemi yfirtökunefnda í Háskólanum í Reykjavík þann 21. október næstkomandi. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Aðferðfræðin við að velja réttu hlutabréfin CAN SLIM-aðferðin notuð til að velja hlutabréf. C Fyrir hagnað á ársfjórðungnum A fyrir aukningu í árlegum hagnaði N fyrir nýjungar S fyrir framboð og eftirspurn L fyrir leiðandi eða að sitja eftir I fyrir hlut stofnanafjárfesta meðal hluthafa M fyrir stefnu markaðarins Heimild: Hlutabréf & Eignastýring C A N S L I M A Ð F E R Ð I N CHRISS GESSEL Aðalritstjóri Investor Business Daily kynnti CAN SLIM aðferðina á haust- fundi Eignastýringar Íslandsbanka í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.