Fréttablaðið - 19.10.2005, Page 62

Fréttablaðið - 19.10.2005, Page 62
MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Ýmsar vísbendingar hafa komið fram um það á síðustu misserum að ríkis- stofnanir eru að teygja anga sína inn á fleiri svið sem einkafyrirtæki hafa eða geta alfarið sinnt. Þetta kemur fram í greinargerð með þingsályktunartil- lögu sem Guðlaugur Þór Þórðarsson, Ásta Möller og Gunnar Örlygsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram á Alþingi. Þau segja að stofnunum ríkisins hafi fjölgað og rekstur þeirra orðið æ umfangsmeiri á undanförnum árum. Sökum umfangs síns hafi rekstur ríkis- ins mikil áhrif á starfsumhverfi og starfsmöguleika fyrirtækja í landinu. Stundum megi rekja verkefni þessara stofnana til aukinna skyldna sem á þau eru lagðar samkvæmt lögum. Dæmi séu þó um að aukin verkefni ríkisstofn- ana stafi af rúmri túlkun á þeim lögum sem þær starfi eftir. Í sumum tilvikum hafi ríkisstofnanir þannig farið í beina samkeppni við einkaaðila um verkefni. Þá hafi þess gætt að ríkisstofnanir hafi í auknum mæli tekið yfir eða falið annarri ríkisstofnun verkefni sem þær hafi áður falið einkaaðilum. Ríkisstofnanir virðast jafnframt bjóða minna út en áður. ÞARF AÐ SKAPA SVIGRÚM „Með þessari útvíkkun á starfsemi opinberra fyrir- tækja standa stjórnvöld beint eða óbeint að því að þrengja að starfsemi einkafyrirtækja í landinu í stað þess að hlúa að þeim og skapa þeim eðlilegt svigrúm til að vaxa og dafna í heilbrigðu sam- keppnisumhverfi. Það gætu þau meðal annars gert með því að leitast við að skipta við einkafyrirtæki sé þess nokkur kostur og efla þannig atvinnulíf á Íslandi,“ segir í greinargerð með þingályktunar- tillögunni. Guðlaugur, Ásta og Gunnar vilja láta skoða hvort lögbundnar skyldur stofnana kalli á sífellt meira umfang þeirra og hvort lagabreytinga sé þörf. Jafnframt þurfi að skoða hvað af lögbundnum verkefnum ríkisstofn- ana sé hægt að fela einkaaðilum. Það væri í sam- ræmi við innkaupastefnu ríkisins. Dæmin sem þau nefna eru nokkur en ekki tæm- andi. Til dæmis sinni Landmælingar Íslands ákveð- inni grunnvinnu eins og viðhaldi og upplýsingagjöf. Stofnunin hafi þó aukið umsvif sín meðal annars í framleiðslu gagna í samkeppni við einkafyrirtæki. Verði framhald á muni einkafyrirtæki sem hafi sér- hæft sig á þessu sviði hugsanlega leggja upp laupana og fjölbreytt þekking einkaaðila hverfa. Þá hafi rannsóknastofur Landspítala – háskóla- sjúkrahúss verið í beinni samkeppni við einkarekn- ar rannsóknastofur lækna um verkefni. Heilsu- gæslan í Reykjavík hafi lagt niður rannsóknastarf- semi vorið 2004 en samið, án útboðs, við Landspítal- ann um framkvæmd rannsókna á hennar vegum. Áður hafði heilsugæslan um langt árabil keypt hluta af rannsóknastarfsemi af einkaaðilum. HEIMILDIR EKKI NÝTTAR Einnig segir að Siglingastofnun Íslands hafi tiltölu- lega skýrt skipurit og ætti ekki að vera vandkvæð- um bundið að koma verkefnum hennar á annarra hendur. Verkefnin séu þau helst að annast fram- kvæmd ýmissa laga er lúta að höfnum og sæfarend- um og hafa umsjón með ríkisstyrktum sjóvarna- og hafnarframkvæmdum. Mörg einkafyrirtæki geti sinnt ýmsum verkefnum Siglingastofnunar. Þannig hafi einkafyrirtæki lýst yfir áhuga á að taka að sér starfsemi hafnasviðs stofnunarinnar, sem sé ætlað að hafa umsjón með hafnarframkvæmdum og vinna að uppbyggingu sjóvarna og hafna. Stofnunin hafi ekki nýtt sér heimild, nema að afar takmörkuðu leyti, til að fela öðrum að annast tiltekin verkefni. „Vinnueftirlit ríkisins er með lögum gert að fylgjast með aðbúnaði á vinnu- stöðum og til að geta rækt þá skyldu sína er meðal annars könnun á afstöðu starfsmanna til vinnustaðarins nauðsynlegur hluti rannsókna vinnueftirlitsins. Slíkar kannanir væri hæglega hægt að fela einkaaðilum,“ segir í greinar- gerðinni. Þingmennirnir segja að skilgreina þurfi hlut- verk Landspítala - háskólasjúkrahúss í þá veru að sjúkrahúsið sjái fyrst og fremst um sérhæfða sjúkrahússþjónustu. Bjóða þurfi út rekstur sem flestra þjónustuþátta sem falli utan kjarnastarf- semi Landspítalans. Sem dæmi nefna þau rekstur þvottahúss, saumastofu, eldhúss, mötuneytis, apó- teks, röntgen- og rannsóknaþjónustu, framleiðslu sjúkrafæðis, ræstingu, sótthreinsun og umsjón fasteigna. FJÖLDI DÆMA UM SAMKEPPNI „Fjöldi dæma um samkeppni fyrirtækja ríkis og sveitarfélaga og ríkisstofnana við rekstur einkaað- ila gefur vísbendingu um að til markvissra aðgerða verði að grípa til að tryggja að stefna ríkisstjórnar- innar um einkavæðingu og aukið samstarfs ríkis og einkaaðila um framkvæmd verkefna á vegum ríkis- ins nái raunverulega fram að ganga á öllum svið- um,“ segja þau Guðlaugur Þór Þórðarsson, Ásta Möller og Gunnar Örlygsson. M Á L I Ð E R Umsvif ríkisstofnana Hefur umfang ríkisstofnana og - fyrirtækja í atvinnulífinu aukist á undanförnum árum? Sem betur fer hefur þróunin verið sú að opinber fyrirtæki hafa verið einkavædd í stórum stíl og frelsi aukið í atvinnulíf- inu. Það er hins vegar eilífðar- verkefni að standa vörð um frelsið og koma í veg fyrir að op- inberir aðilar verði of umsvifa- miklir. Á sama hátt er það verk- efni stjórnmála- manna að sjá til þess að fjármun- ir almennings nýtist sem best og ein leið til þess er að nýta kosti einkarekst- urs. Eru margar opin- berar stofnanir og fyrirtæki í sam- keppni við einka- aðila um verk- efni? Þessi þingsálykt- un, sem ég, Ásta Möller og Gunn- ar Örlygsson stöndum að, er sett fram til að reyna fá þær upplýsingar. Það liggur fyrir að opinberir aðilar hafa farið í samkeppni við einkaðila á ýms- um sviðum. Einnig eru þess dæmi að opinber fyrirtæki hafi tekið yfir verkefni sem áður var höndum einkaaðila eða falið það annari ríkisstofnun. Frægt dæmi er þegar að Vélasmiðstöð Reykjavíkurborgar tók að sér verkefni fyrir Sorpu sem áður var sinnt af einkaðila. Einnig hafa menn áhyggjur af skorti af útboðum hjá opinberum aðil- um. Hvaða verkefni ríkisstofnana er helst hægt að fela einkaaðilum? Þau eru mjög margvísleg og þeim er alltaf að fjölga sem betur fer. Einkaðilar eru sífellt að hasla sér völl á fleiri sviðum og mikilvægt að ýta undir nýja vaxtabrodda en kæfa þá ekki með óhagstæðu samkeppnisum- hverfi. Það er mjög mikilvægt að skilgreina hlutverk stórra ríkisstofnana eins og t.d Land- spítala - háskólasjúkrahúss. Stofnunin á að sinna hefðbund- inni kjarnastarf- semi en sjálfsagt er að bjóða út þjónustuþætti eins og t.d rekstur þvottahúss, saumastofu, eld- húss, apóteks og jafnvel fleira. Hver yrði ávinn- ingur af því að fela einkaaðilum þessi verkefni? Aðalatriðið er að skattgreiðendur fái sem mest fyrir sína peninga. Markmiðið er að fá eins góða þjón- ustu og mögulegt er fyrir sem minnstan tilkostn- að. Þess vegna eru nýttir kostir einkareksturs. Einnig er það markmið að fólk fái að njóta ávaxta vinnu sinnar og hugvits. Mikil- vægt er að umhverfið verði hvetjandi fyrir frumkvöðla og sjálfstæða atvinnurekendur. Þyrfti að breyta löggjöf til þess? Það þarf að breyta löggjöf um ýmsar stofnanir til að ná þess- um markmiðum. Það hefur t.d. verið gert með Veðurstofuna og verður einnig gert með Land- mælingar og vonandi fleiri stofnanir á vegum hins opin- bera. Telur þú almennan pólitískan vilja til að stuðla að þessu? Ég tel vera pólistískan vilja á meðal ríkisstjórnarflokkana en hef efasemdir um aðra flokka á þinginu. Opinberir aðilar verði ekki of umsvifamiklir T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Guðlaugs Þórs Þórðarsonar alþingismanns STARFSMENN LANDMÆLINGA VIÐ STÖRF Á HORNSTRÖNDUM Fyrirtækið Loftmyndir gerði umhverfisráðherra nýlega tilboð þar sem það bauðst til að taka yfir verkefni Landmælinga samkvæmt fimm ára þjónustusamningi. Þrengja að starfsemi einkafyrirtækja Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að viðskiptaráðherra láti gera athugun á því á hvaða sviðum fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga eru í samkeppni við einkaaðila. Einnig vilja þeir láta athuga hvort þessi fyrirtæki hafi eflt sam- keppnisstöðu sína gagnvart einkafyrirtækjum á undanförnum árum. LANDMÆLINGAR ÍSLANDS Loftmyndir hafa viljað yfirtaka verkefni Landmælinga SIGLINGASTOFNUN ÍSLANDS Mörg fyrirtæki geta sinnt verkefnum Siglingastofnunar VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Hluti af starfsemi Vinnueftirlitsins á heima hjá fyrirtækjum OPINBERAR RANNSÓKNASTOFUR Margar rannsóknarstofur eru reknar af sjálfstæðum læknum STOÐÞJÓNUSTA VIÐ LANDSPÍTALANN Ríkið þarf ekki að reka þvottahús, mötuneyti og fleira á spítalanum U M S V I F R Í K I S S T O F N A N A Með þessari útvíkkun á starfsemi opinberra fyrirtækja standa stjórnvöld beint eða óbeint að því að þrengja að starfsemi einkafyrirtækja í landinu í stað þess að hlúa að þeim og skapa þeim eðlilegt svigrúm til að vaxa og dafna í heilbrigðu samkeppnisumhverfi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.