Fréttablaðið - 19.10.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 19.10.2005, Síða 26
Björgvin Guðmundsson skrifar Verðmæti söluréttarsamnings sem Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums–Burðaráss Fjárfestingarbanka, gerði við stjórn bankans nemur hundruð- um milljóna króna samkvæmt sérfræðingum á fjármálamark- aði sem Markaðurinn talaði við. Samningurinn nær til tveggja ára og tryggir að Þórður tapi ekki á því að kaupa 150 milljón hluti í Straumi–Burðarási. Lækki geng- ið fær hann kaupverðið að fullu greitt til baka auk kostnaðar vegna lána sem hann kann að hafa tekið. Miðað við gengið 13,5 er verðmæti 150 milljóna hluta um tveir milljarðar króna. Hægt er að kaupa sölurétt eins og Þórður gerði af stjórn Straums á markaðnum. Sérfræð- ingar segja að verðmæti slíks samnings sé á milli 200 og 300 milljónir króna. Þar sem bankinn tryggi líka fjármögnunarkostnað sé hann dýrari. Hins vegar sé ekki hægt að fá nákvæma niður- stöðu nema vita á hvaða kjörum Þórður fær lánað til að kaupa hlutabréfin og að hve miklu leyti hann fjármagnar kaupin sjálfur með eigin fé. Indriði H. Þorláksson, ríkis- skattstjóri, segist ekki geta tjáð sig um einstaka samninga sem gerðir eru við starfsmenn. Al- mennt séð segir hann að öll verð- mæti sem menn fá við gerð samninga, eins og söluréttar- samninga, geti verið skattskylt. Verið sé að skoða hjá embætti ríkisskattstjóra hvernig skatt- leggja eigi slíka samninga. „Svona samningur felur í sér af- hendingu á verðmætum og þá eru það skattskyldar tekjur,“ seg- ir Indriði. Af slíkum tekjum greiða menn tekjuskatt sem er hærri en fjármagnstekjuskattur. Hin allra síðustu ár hafa starfsmenn frekar gert sölurétt- arsamning við vinnuveitendur sína en kaupréttarsamning til að komast hjá skattgreiðslum. Samningur Þórðar Más er ekkert einsdæmi á markaðnum. Ef árs- skýrslur fjármálafyrirtækja fyr- ir árið 2004 eru skoðaðar sést að stjórnarformaður, forstjóri og framkvæmdastjórar KB banka hafa gert söluréttarsamninga fyrir 6,1 milljón hluta í bankan- um. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, er með sölurétt á 10 milljónum hluta. Þessir samningar eru nú verð- lausir þar sem gengi Íslands- banka og KB banka hefur hækk- að langt umfram það sölugengi sem kveðið er á söluréttarsamn- ingunum. Vika Frá áramótum Actavis Group 10% 14% Bakkavör Group 3% 80% Flaga Group 27% -38% FL Group 4% 45% Grandi 1% 16% Íslandsbanki 4% 35% Jarðboranir 6% 9% Kaupþing Bank 3% 36% Kögun 2% 17% Landsbankinn 3% 81% Marel -1% 30% SÍF 0% -9% Straumur 4% 38% Össur 11% 24% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Samningur Þórðar Más hundruð milljóna virði Ríkisskattstjóri skoðar hvernig skattleggja eigi söluréttar- samninga starfsmanna. Slíkir samningar kosta milljónir á frjálsum markaði. 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Það yrði þröng fyrir dyrum ef ekki óbærilegt ef evran yrði tek- in upp á Íslandi og vaxtastefna Seðlabanka Evrópu gengi þvert á aðstæður í efnahagslífinu, sagði Davíð Oddsson, fráfarandi for- maður Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi í síðustu viku. Vísaði hann til ummæla Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um að Ís- lendingar ættu að kasta krónunni fyrir evru og fjallað var um í út- tekt í Markaðnum í síðustu viku. „Er það virkilega svo að það hafi farið fram hjá einhverjum að evra verður ekki tekin upp án aðildar að ESB? Vita menn ekki að það tæki mörg ár að ganga í ESB? Hefur enginn sagt þeim að eftir að í ESB er komið þarf ís- lenska myntin að fylgja skrán- ingu evrunar í tvö ár áður en evr- an verður tekin upp sem gjald- miðill þjóðarinnar?“ spurði Dav- íð. „Og auðvitað voru ekki nefnd glötuð yfirráð yfir fiskimiðunum og ekki orð um milljarðana sem greiða þyrfti árlega fyrir aðild- ina.“ -bg Útvíkkun Evrópska efnahags- svæðisins til þeirra tíu landa sem fengu aðild að Evrópusamband- inu þann 1. maí á síðasta ári hef- ur nú formlega tekið gildi. Ítalía, sem var síðasta landið til að full- gilda samninginn, hefur gengið frá öllum formsatriðum. Í vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins segir að fullgildingarferli samningsins sé með því lokið og EES sé nú sam- eiginlegt efnahagssvæði 28 Evr- ópuríkja með yfir 450 milljónir íbúa. „Þótt ekki hafi verið búið að fullgilda stækkunarsamning EES þegar stækkun ESB átti sér stað árið 2004 tók samningurinn um stækkun EES samtímis gildi til bráðabirgða. Nú er fullgildingar- ferlinu hins vegar formlega lokið og stækkun EES sömuleiðis,“ segir í vefritinu. Nýju ríkin eru Eistland, Kýp- ur, Lettland, Litháen, Malta, Pól- land, Slóvenía, Slóvakía, Tékk- land og Ungverjaland. Talið er líklegt að Búlgaría og Rúmenía gerist aðilar að EES-samningn- um í náinni framtíð. – bg Skuldir íslenskra fyrirtækja námu í fyrra 160 prósent af landsframleiðslu. Hefur þetta hlutfall hækkað hratt frá árinu 1997 þegar skuldirnar námu 80 prósent af landsframleiðslu. Þetta kemur fram í skýrslu Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um ís- lenskt efnahagslíf. Segja höfund- ar að þetta hafi verið umhugsun- arefni fyrir íslensk stjórnvöld og erlenda aðila sem fylgjast með íslensku atvinnulífi. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins segir að sama hvaða mælikvarðar séu notaðir þá sé skuldsetning íslenskra fyrir- tækja sú mesta á Norðurlöndum. Skuldir sem hlutfall af eignum séu tæplega þrisvar sinnum meiri á Íslandi en í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Skuldir sem hlutfall af eigin fé sé 3,6 sinnum meira en í sömu löndum. Þessi hlutföll séu ekki einkennandi fyrir eina at- vinnugrein heldur öll fyrirtækin í landinu. Þá séu lánin til skemmri tíma en á öðrum Norð- urlöndum. Skýringar á þessum mikla mun sem gefnar eru í skýrslunni eru nokkrar. Þar kemur fram að hagstæðara sé að skulda á Íslandi vegna skattareglna, möguleikar á vexti fyrirtækja eru meiri og alþjóðavæðingin kalli á aukið fjármagn. – bg Þýska fjármálaráðuneytið sendi nýverið frá sér afsökunarbeiðni vegna deilu sem upp kom hjá Icelandic Group og þýskum toll- yfirvöldum. Þetta kemur fram í Stiklum, vefriti viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Forsaga málsins var sú að for- svarsmenn Icelandic Group höfðu leitað til utanríkisráðu- neytisins vegna þess að upp var kominn ágreiningur milli þýskra tollayfirvalda og Icelandic Group. Útlit var fyrir að fyrir- tækið þurfti að breyta verulega vinnulagi við útflutning frá Ís- landi til Þýskalands og mögulega til aðildarríkja Evrópusambands- ins. Þýsk tollyfirvöld gerðu kröfu um að Icelandic Group greiddi innflutningstolla aftur í tímann fyrir nokkur hundruð milljónir. Eftir nokkurra mánaða þref leit- uðu forsvarsmenn fyrirtækisins til viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins og sendiráðs Ís- lands í Berlín. Eftir aðeins tíu daga fékkst niðurstaða í málið og baðst þýska fjármálaráðuneytið afsökunar á framferði tollyfir- valda í Hamborg og þau sögð hafa verið í órétti í málinu. - hb Ágúst Guðmundsson, stjórnar- formaður Bakkavarar Group, segir fyrirtækið nálgast það að vera með 40 prósent markaðs- hlutdeild í Bretlandi í sölu á nið- urskornu grænmeti og salati eft- ir kaupin á Hitchen Foods. Þessi markaður hafi vaxið um 80 pró- sent frá árinu 2000 og miklir vaxtarmöguleikar séu fyrir hendi. Þó sé ekki búið að taka ákvörðun um að stækka verk- smiðju Hitchen strax þó þeir möguleikar séu fyrir hendi. Verksmiðjan í Wigan í Bretlandi stendur á stórri eignarlóð sem fylgdi með í kaupunum. Sagt var frá því í Fréttablað- inu í gær að Bakkavör hefði keypt Hitchen Foods á 4,7 millj- arða króna, sem Ágúst segir mjög hagstætt verð fyrir vel rekið fyrirtæki. Rekstrarhagnað- ur Hitchen er áætlaður 911 millj- ónir og veltan 5,1 milljarður á þessu ári. Hitchen Foods selur meðal annars niðurskorið grænmeti og salat í stórmarkaði í Bretlandi. Áherslan á bætt matarræði hefur aukið sölu á tilbúnu salati sem neyta má beint úr umbúðunum. Bakkavör hefur framleitt slíkar vörur en Ágúst segir þetta styrkja stöðu þeirra á markaðnum með aukinni stærðarhagkvæmni. – bg Ná 40 prósent markaðshlutdeild Sala á salati og grænmeti eykst og Bakkavör tekur þátt í vextinum. Engin evra án ESB Davíð Oddsson varar við upptöku evrunnar. Útvíkkun EES lokið EES verður sameiginlegt efnahagssvæði 28 Evrópuríkja með yfir 450 milljónir íbúa. Guðmundur Huginn Guðmunds- son, skipstjóri á Hugin VE-55, stefnir að því að veiða fyrir einn milljarð króna á þessu ári. Þetta kemur fram í viðtali sem Eyja- blaðið Vaktin tók við hann. Það yrði Eyjamet í aflaverðmæti. Veiðar skipsins í síldarsmug- unni í sumar og haust hafa geng- ið mjög vel en kolmunnaveiðar treglega þótt verð á kolmunna hafi farið heldur hækkandi. Skip- ið hefur nú haldið til loðnuleitar. Guðmundur Huginn og Gylfi, bróðir hans, reka fyrirtækið Hug- in sem gerir út Hugin VE-55 og þrjú önnur skip. Guðmundur Ingi Guðmundsson – faðir þeirra – stofnaði fyrirtækið árið 1959. - eþa BJARNI ÁRMANNSSON OG EINAR SVEINSSON Bæði forstjóri Íslandsbanka og stjórn- arformaður hafa gert söluréttarsamninga við bankann vegna kaupa á hlutabréfum. Sölurétt- ur Bjarna féll niður í fyrra en Einar getur nýtt sinn sölurétt á árunum 2006 til 2008. Fr ét ta bl að ið /G VA Stefnt á einn milljarð LOÐNULÖNDUN Huginn VE-55 stefnir að því að fiska fyrir einn milljarð á árinu. Það yrði met í sögu Eyjaflotans. Íslensk fyrirtæki skuldsett Fyrirtæki á Íslandi skulda mun meira en fyrirtæki á hinum Norðurlöndunum. Bað Icelandic Group afsökunar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.