Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 19
Sunnudagur 21. september 1975. TÍMINN 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, slmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Varnaðarorð á haustdegi I ellefu hundruð ár hefur tilvist íslendinga hvilt á tveimur meginstoðum: Þvi, sem landið sjálft gaf af sér með búpéninginn að millilið, og þvi, sem sótt varð i sjóinn umhverfis landið. Hvort tveggja hef- ur verið grátt leikið — landið á liðnum öldum og allt fram á þennan dag, miðin siðustu hundrað árin, og þó aldrei sem nú i seinni tið. Um meðferð- ina á landinu eigum við fyrst og fremst við sjálfa okkur að sakast, en miðunum hafa útlendingar spillt meira en við sjálfir, þótt ekki hafi fyrir- hyggja okkar og aðgát verið slik, að hrósvert sé. Um þessar mundir stendur sem hæst sú barátta, sem við höfum háð við þær þjóðir, sem frekastar eru til fanga á íslandsmiðum, og um það er teflt til úrslita, hve fljótt og að hve miklu leyti við fáum lögsögu á islenzkum fiskislóðum og aðstöðu til þess að vernda fiskstofnana þar. Nú hin siðustu ár hefur einnig glæðzt mjög skilningur á þvi, hvaða dilk það dregur á eftir sér að ganga svo nærri land- inu, að gróður þess eyðist og rýrni. Nú er mikið talað um skuldasöfnun og eyðslu um efni fram. Þá er átt við lifsvenjur okkar, við- skiptahætti og fjármálastjórn. En við höfum einn- ig stofnað til geigvænlegrar skuldar við landið með þvi að ganga sifellt á gæði þess. Um langar aldir var sú skuldasöfnun nauðvörn þjóðar, sem svo höllum fæti stóð, að búfénaður hennar og hún sjálf átti löngum felli yfir höfði sér. En þó að hagur þjóðarinnar og geta til þess að sjá sér farborða breyttist smám saman til hins vetra, var enn haldið áfram þeirri harðleikni við land og bústofn, sem hafði i för með sér gróðurrýrnun og fénaðar- felli að meira eða minna leyti eftir árferði Enn þann dag i dag virðast sumarhagar ofbeittir á stórum landsvæðum með þeim afleiðingum, er það hefur. Aðbúð, sem búpeningurinn nýtur að vetrarlagi, hefur aftur á móti tekið miklum breytingum. Sauðfé er óviða beitt að ráði að vetrarlagi, og við skulum vona, að hor og fellir sé að mestu leyti úr sögunni, og hefur samt tekið nógu langan tima fyr- ir þjóðina að þvo af sér þann smánarblett. Varla verður þvi þó með sanni haldið fram, að allt sé sem skyldi um meðferð okkar á hrossum, þar sem enn er stóð, sem ætlað er að lifa að mestu leyti á útigangi, og ekki er grunlaust um, ef grannt væri farið i saumana, að þar eimi sums staðar eftir af óhugnanlegasta fyrirbærinu i búskaparsögu Is- lendinga. Þessi sunnudagur er nefndur dagur dýranna og á að minna landsmenn á þá skyldu sérhvers sæmi- legs manns að fara vel með þau dýr og þær skepn- ur, sem hann hefur undir höndum eða á við að skipta. Á meðan misbrestur er á þvi, er alvarleg veila i þjóðmenningu okkar og siðferðileg ábyrgð slappari en góðri lukku stýrir. Af fjárhagslegum, menningarlegum og siðferðilegum ástæðum er það boðorð, sem ekki má hundsa, að fara vel og skynsamlega með fiskislóðirnar, landið og allt, sem lifir og hrærist meðal okkar, Og það boðorð tekur jafnt til gæludýra sem búfénaðar, fugla og gróðurs. Á þessu hausti er sérstaklega vert að minna á, að i heilum landsfjórðungum er nú minni heyja- forði og einkanlega lakari en gengur og gerist, og það þarf aðgát um ásetningu og fóðurbætisöflun, ef ekki skal teflt á tæpara vað en bændastéttinni er samboðið. — JH ERLENT YFIRLIT Leone á erfitt verk framundan Samningalagni hans er viðbrugðið Giovanni Leone FREKAR kyrrthefur verið I Itölskum stjórnmálum eftir fall Fanfanis sem fram- kvæmdastjóra kristilega flokksins, en það kom I kjölfar þess ósigurs, sem flokkurinn beið fyrir kommúnistum I hér- aðsstjórnarkosningum fyrr I sumar. Kommúnistar hafa fariðsér hægt, þrátt fyrir sig- urinn, og eru það sennilega hyggileg vinnubrögð, eins og ástatt er. Margir stjórnmála- atburðir munu gerast með haustinu, eins og flokksþing hjá stjórnarflokkunum. Kommúnistar vilja sennilega sjá betur, hvernig taflið stend- ur áður en þeir ákveða næsta leik. Yfirleitt er þvi spáð, að bU- ast megi við stjórnarkreppu, þegar kemur fram á haustið. Stjóm Moros fái vart staðizt lengur. Stjórnarkreppan muni sennilega leiða annaðhvort til þess, að mynduð verði ný stjóm með þátttöku sósialista eða að efnt verði til kosninga. Ef sósíalistar taka þátt i stjóm, þykir ekki ósennilegt, að þeir setji það skilyrði, að stjórnin hafi samráð við kommUnista um lausn ýmissa mála, þótt þeir verði utan stjómarinnar, eða likt og rik- isstjórnir oft hafa við helztu stjómarandstöðuflokka i þing- ræðisrikjum. Slikt samráð er ekki haft við kommiinista nU, heldur eru þeir i eins konar banni á þingi hvað þetta snert- ir. Þetta gæti orðið upphaf þess, að kommúnistar yrðu stjórnarflokkur siðar. Sagt er, að Berlinguer, leiðtogi komm- Unista, geti vel hugsað sér að undirbUa þannig stjórnarþátt- töku kommúnista i áföngum, en hann sé hvorki áhugasam- ur um kosningar eða stjórnar- þátttöku að sinni. Eins og ástatt sé, muni kommúnistar græða á þvi að eins konar bið- timi haldist. Ef til stjórnarkreppu kem- ur, þykir sennilegt, að mjög muni reyna á forseta ttaliu, Giovanni Leone, en hann hefur siðan i desember 1971 oftast' reynzt laginn i þvi að koma nýrri stjórn á laggirnar. Leone á enn eftir þrjú ár af kjörtimabilinu, en forseti er kosinn til sjö ára á ttaliu. For- setinn er kosinn af kjörþingi, sem er m.a. skipað fulltrúum beggja þingdeilda. Alls sitja það 1008 fulltrúar. 1 tveimur fyrstu umferðum þarf forseta- efni 2/3 hluta atkvæða til að ná kosningu, en eftir það nægir einfaldur meirihluti eða 505 atkvæði. Oft þarf margar at- kvæðagreiðslur áður en eitt- hvert forsetaefnanna hefur náð tilskildu atkvæðamagni. SIÐASTA kjörþing, þegar Leone náði kosningu, varð mjög sögulegt. Það stóð i 16 daga og fóru fram ekki færri en 23 atkvæðagreiðslur. 1 upp- hafi voru þrir frambjóðendur. Kristilegi flokkurinn valdi Fanfani, fyrrv. forsætisráð- herra sem forsetaefni sitt, sósialistar völdu Martino varaforsætisráðherra sem forsetaefni sitt, og sósial- demókratar völdu Saragat forseta sem forsetaefni sitt. KommUnistar völdu þann kost, að hafa ekki sérstakan frambjóðanda, heldur studdu þeir Martino. Tilgangur þeirra með þvi var sá að nálg- ast sósialista og torvelda þannig samstarf þeirra við kristilega flokkinn i framtið- inni. Þeir Fanfani og Martino náðu aldrei svo langt, að þykja liklegir til sigurs og skiptu flokkar þeirra þá um fram- bjóðendur. Kristilegi flokkur- inn tefldi fram Giovanni Leone og sósialistar Nenni, hinum áttræða leiðtoga sinum. Leone fékk strax 504 atkvæði, en i næstu atkvæðagreiðslu 518. Það nægði honum vel til aö ná kosningu og tók hann við forsetaembættinu. Talið er,aðLeone hafi hlotið stuðning margra kjörmanna Ur hópi Lýðveldisflokksins, frjálslynda flokksins og sósi- aldemókrata, en engir þess- ara fiokka vildu veita Fanfani stuðning. Kommúnistar kusu Nenni, en nýfasistar munu flestir hafa skilað auðu, eða kosið einhvernannan en hinn tveggja aðalkeppinauta. Nenni fékk 408 atkvæði i loka- atkvæðagreiðslunni. SIGUR sinn átti Giovanni Leone þvi að þakka, að hann hafði staðið að mestu utan og ofan við flokkadeilurnar og oft reynzt bezti sáttasemjarinn. Menn treystu þvi, að þessir hæfileikar hans myndu nýtast vel i forsetaembættinu. Giovanni Leone er fæddur i Napoli 3. nóvember 1908, son- Þannig lýsir Frankfurter All- gemeine stjórnmálaástandinu á italiu. ur þekkts málafærslumanns. Hann lauk lagaprófi 28 ára gamall og varð fljótlega eftir það prófessor, sem hafði saka- málalöggjöf sem aðalfræði- grein sina. Astfiðsarunum var hann yfirmaður lögfræðideild- ar hersins. Að lokinni styrjöld- inni gerðist hann einn af stofn- endum kristilega flokksins og var hann kjörinn i neðri deild þingsins 1946 og átti þar sæti óslitið til 1967, er Saragat skip- aði hann öldungadeildarþing- manna ævilangt. Jafnhliða þingmennskunni gegndi hann prófessorsembætti við háskól- ann i Róm og lagði mikla stund á ritstörf. Hann hefur skrifað rúmlega 100 meiri- háttar ritgerðir um lögfræði- legefni. Aþingi bar ekki mikið á honum opinberlega og hann þótti ekki ræðumaður nema i meðallagi. Veldur þvi m.a. að hann talar mállýzku og er manna hraðmæltastur. Oft getur þvi verið erfitt að skilja hann. En að tjaldabaki var oft leitað til hans, þegar i óefni var komið og hefur hann hlotið þá viðurkenningu að vera manna færastur að sætta ólik sjónarmið. Tvivegis, eða 1963 og 1968 var hann forsætisráð- herra um skamma stund,eða á meðan að samkomulag náðist ekki um annan. Um nokkurt skeið var hann forseti neðri deildarinnar, sem er aðaldeild þingsins. LEONE hefur þótt reynast vel sem forseti. Hann hefur fylgt þeim sið, að vera sem mest utan og ofan við flokka- deilurnar og þvi hefur honum gengið vel að laða flokkana til samstarfs. En stjórnmálaþró- unin á Italiu hefur orðið sú, að alltaf verður örðugra og örð- ugra að mynda starfhæfa stjóm. Þvi er almennt spáð, að sú stjórnarmyndun, sem biði Leone siðar á þessu ári, verði sú erfiðasta, sem hann hafi þurftað glima við — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.