Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 33

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 33
Sunnudagur 21. september 1975. TÍMINN 33 Þessi sjógangur ér of mikill fyrir mig. Ég held bara að ég fari að koma mér heim. Þá greip hann ein af stærstu öld- unum, setti hann á bak sér og valt af stað með hann. Hún velti honum langt inn á ströndina og setti hann niður i mjúk- an, hvitan sandinn. Og honum fannst aldan hlæja að honum um leið og hún velti sér aftur i hafið. Litli guli andarunginn var alveg ruglaður. Hann hristi sig til að þurrka fjaðrirnar i sól- skininu. En vindurinn frá hafinu var vo kaldur, að hann skálf, og gogg- urinn glamraði. Litli guli andarunginn var alveg að verða kjark- laus. Nú söng hann ekki lengur. Nú grét hann. — Af hverju ertu að gráta, spurði einn af stóru máf- unum. — Ég er orðinn villtur, sagði litli guli andarunginn grátandi. — Hvar áttu heima? spurði máfurinn. — Heima i andapollinum, langt, langt i burtu, svaraði litli guli andar- unginn grátandi. — f andapollinum, — það er ekki svo langt i burtu, þegar hægt er að fljúga, sagði máfurinn. Litli guli andarunginn breiddi úr litlu vængjun- um sinum og reyndi að fljúga. En ekki gekk það. Það urðu aðeins aumingjaleg hopp. — Kallarðu þetta að fljúga, skrækti máfur- inn. Svona kemstu aldrei heim. Settu þig upp á bakið á mér, og ég skal fljúga með þig heim! Litli guli andarunginn klifraði upp á bak máfs- ins. Haltu þér nú vel fast, sagði máfurinn, og svo lyfti hann sér til flugs, hátt upp i bláan himininn — burt frá haf- inu — yfir fljótið — upp með læknum — og þarna.... — Þarna á ég heima! Þarna er andapollurinn! Ég þakka þér hjartan- lega fyrir! hrópaði litli guli andarunginn. Máf- urinn flaug niður og lét hann hoppa út i græna grasið. Það var gott að vera aftur heima. Litli guli andarunginn fann mömmu sina fljótlega og smaug undir hlýju vængina hennar. — Nú verð ég heima hjá þér, þangað til ég er orðinn stór! sagði hann. Næsta dag synti hann aftur i hringi og lék sér i siðastaleik við fiskana i andapollinum. Og hann söng: Hafið er stórt og öldurnar of háar. í pollinum er ég fæddur og i pollinum á ég heima. FYRIR VIÐRAÐANLEGT Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki á öllum aldri. Novis er skemmtilega einföld og hagkvæm lausn fyrir þd, sem leita að litríkum hillu- og skdpasamstæðum, sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni. Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ. UTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. J L Húsið ‘ Híbýlaprýði Dúna Akranes: Verzl. Bjarg Borgarnes: Verzl. Stjarnan Bolungarvík: Verzl. Virkinn, Bernódus Halldórsson Siglufjörður: Bólsturgerðin Akureyri: Augsýn hf. Húsavík: Hlynur sf. Selfoss: Kjörhúsgögn Keflavík: Garðarshólmi hf. FRAMLEIÐANDI: KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. HUSGAGNAVERKSMIÐJA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.