Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 21. september 1975. Kefl- víkingar hafa oftast verið fulltrúar Islands í Evrópu- keppni KEFLVÍKINGAR í EVR KEFLVÍKINGAH....sjást hér ganga inn á hinn heimsfræga leikvang Real Madrid — Estado Sandiago Bernabeu. KEFLAVíKUR-liöiö er þaö lið, sem oftast hefur tekið þátt í Evrópukeppni í knattspyrnu fyrir hönd islands. Keflvíkingar tóku fyrst þátt í Evrópukeppni 1965, en þá fengu þeir Ferencvaros frá Ungverjalandi, sem mót- herja. Siðantóku Kef Ivíkingar aftur þátt í Evrópukeppni 1970 og hafa þeir siöan ávallt keppt fyrir hönd íslands i Evrópukeppni, og er þetta sjötta árið í röö, sem þeir leika í Evrópukeppni og nú þegar hafa þeir einnig tryggt sér rétttil aö leika í Evrópukeppni bikarhafa 1976-77 — þannig aö þá verður þaö sjöunda árið í röð, sem þeir leika í Evrópukeppni. Ekkert annað íslenzkt lið hefur leikið þetta eftir KefIvíkingum, sem hafa leikið gegn sterkustu liðum Ungverjalands, Englands, Spánar, Skot- lands og Júgóslavfu í Evrópukeppni. Saga þeirra í Evrópukeppni er stutt — en mjög skemmtileg: Keflavikurliðið lék fyrst i Evrópukeppni 1965, þá sem íslandsmeistarar. Þá dróst liðið gegn ungverska meistaraliðinu Ferencvaros.sem flaggaði með 5 landsliðsmenn úr hinu geysi- sterka landsliði Ungverjalands — þar á meðal var hinn frægi Flori- an Albert, sem vakti mikla at- hygli i HM-keppninni i Chile 1962 og Englandi 1966, og var þá kallaður hinn nýi Puskas. Ferencvaros sem hafði þá nýlega unnið sigur yfir Manchester United, lék fyrri leikinn i Evrópu- keppni meistaraliða á Laugar- dalsvellinum. Keflvikingar, sem börðust þá hetjulegri baráttu gegn ofurefli, töpuðu 1-4. Það var Rúnar Júlíusson, sem skoraði mark Keflvikinga, og þar með fyrsta mark þeirra i Evrópu- keppninni. Síðan hélt Keflavíkurliðið til Ungverjalands, þar sem liðið mætti Ferencvaros á NEP- þjóðarleikvangi Ungverja í Búda- pest. Þar léku Keflvikingar i flóð- ljósum i fyrsta skipti og var það nýstárlegt og framandi fyrir leik- menn Keflavilcurliðsins. Kjartan Sigtryggsson, markvörður átti ekki rólegan dag á NEP-leik- vanginum — hann mátti hirða knöttinn 9 sinnum úr netinu hjá sér i leiknum, sem lauk með sigri Ferencvaros 9-1. Jón „Marka Jón” Jóhannsson skoraði mark — þeir hafa leikið gegn sterkustu félagsliðum Ungverjalands, Englands, Spónar, Skotlands og Júgóslavíu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.