Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 31

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 31
Sunnudagur 21. september 1975. TÍMINN 31 Megas — Millilending Pemant h.t. ★ ★ ★ ★ MEGAS millilending HLJOAAPLOTUDOAAAR NÚ-TÍAAANS EFTIR margra ára þögn um tónlistarmanninn og skáldiö Megas (Magnús Þór Jónsson), fylltust öll blöð af greinum og viðtölum viö hann, og var engu likara en að nýr snillingur væri á meðal vor. Þaö er af sem áður var, þvi þá þótti nafnið Megas varla prenthæft, og er hann gaf út i litlu upplagi fyrstu plötu sina, var hún rifin niöur og henni hallmælt af gagnrýnend- um þeirra tfma. En timarnir breytast og mennirnir með, þvJ að nú er Megas orðinn nokkurs konar tizkufyrirbrigði, og ekki þætti mér ótrúlegt aö einhvers konar Megasarmania væri I uppsiglingu. Ef svo er, þá er sú mania full seint á ferðinni, þvi að strax eftirfyrstu plötuna átti hún rétt á sér, en það er bara svona með landann, — hann er oft full seinn að taka við sér, og raunar hefði súplata (fyrsta ..Underground” plata Islendinga) átt að feykja Megasi upp i þann flokk is- lenzkra listamanna sem fær heiðurslaun frá rikinu. Snúum okkur nú að nýjustu sköpun Megasar ,,Millilend- ingu”: Jónas ólafur: Lag i þjóðlagastil um útlag- ann eða bjargvættinn Jónas, sem reið yfir landið að likna þeim ófáu, er lifvana hjörðu við hungur og neyð. Súlnareki: Landnámssöngur Megasar lýsir komu Ingólfs og Hjörleifs og viðbrögðum þeirra, er þeir héldu á land og sögðu einum rómi: alveg drulla-klistrað. * Ég hef ekki tölu: Allóvenjulegt lag, lagið er raunar upptalning, og gengur sama melódian I gegn aftur og aftur, þannig að lagið býður upp á ýmsa möguleika i undirspili, sem Magnús Kjartansson not- færir sér óspart. Erðfaskrá: (Ekki vildi ég erfa Megas, ef þetta er hans erfðaskrá). Fall- egasta melódia plötunnar er einn bezti textinn, flutningurinn tignarlegur ,,ég unnandi hluta ánáfna likum þá skrift að tætast i sundur ögn fyrir ögn & una þvilikri typt”. Ég á mig sjálf: Smelhð lag sem segir sex. Textinn er sá fyndnasti á plöt- unni, og má segja að þar fari Megas á kostum. „Og ég fór á ball og ég var svo skver og ég fór með véggjum og var ein og sér allir með öllum enginn með mér — nei endaði stök æ þvi fór nú ver. Ragnheiður biskupsdóttir: Bezti rokkari plötunnar, lag sem á eftir að ná miklum vin- sældum, en hræddur er ég um að textinn komi i veg fyrir að lagið eigi eftir að berast á öldum ljósvakans um landið. Sennilega það siðasta: Eina lag plötunnar, sem ég sætti mig ekki fullkomlega við, þó svo að þetta sé þokkalegasta lag. Skortir öll frumlegheit. Mannúöarmálfræði: Lengsta lagið, heilar átta minútur, og það eru skemmti- legar átta minútur, bezti textinn og mikil pæling. Silfurskotturnar hafa sungið fyrir mig: Megas endar plötuna á ró- legu, fallegu lagi um öldung, sem er að undirbúa brottför sina úr þessum heimi. „mitt ævistarf er orðið næsta nóg & nú mun ráð að tygja sig til farar þvi sá er meiri er sekkur djúpin i með sinum knerri þeim er i hálfu kafi marar Framhald á bls. 37 LP-plata vikunnar — AAegas — AAiililending Randver — Randver 011 — Hljóntar útgáfa ★ ★ ★ UM ARARAÐIR voru hin svo- nefndu „þjóðlagatrló” alls ráö- andi skemmtiatriði hér á landi og „þjóðlagatónlistin” setti mjög svip sinn á allt músiklif hér. Nú um skeið hefur hins vegar veriö lægð i þessari tón- list hjá landanum, utan hvað Þokkabót gaf út plötu á siöasta ári. Nýlega kom á ntarkaðinn LP- plata með söngsveitinni Rand- ver úr Hafnarfirði, en hana skipa fimnt söngntenn. Tónlist þeirra félaga flokkast undir þjóölagatónlist, enda er helm- ingur laganna á plötunni þjóð- lög, fimnt frá trlandi og eitt frá Rretlandi. Hin lögin eru úr ýms- um áttum. Hér er á ferðinni fyrst og fremst skemmtileg plata. Yfir henni er „léttleikansblær” og textarnir, sem aðallega eru eftir þá félaga, eru hnyttnir og falla vel aö tónlistinni. Söngurinn er i flestum tilfellum hnökralaus, en á stundum virðast raddirnar þó ekki vera alveg nógu samæfðar. Hljóöfæraskipunin er allsér- stæð, en þeir nota mikið niandó- lin og banjó hljóðfæri, sem Is- lendingar hafa ekki notað að neinu marki. Þessi tvö hljóðfæri setja mjög svip sinn á tónlist Randvers, en auk þeirra nota Randversntenn gitara og munn- hörpu. Hljóðfæraleikurinn er einfaldur i sniöum og átakalaus-, — og virðast Randversmenn nota hljóðfærin mjög smekklega og alltaf i fyllsta samræmi við aðra þætti laganna. Hins vegar er áberandi hvað sum laganna eru endaslepp. og er það ein af stærstu göllum plötunnar. Ætti þeim félögum ekki að vcra skotaskuld að lag- færa það, fari þeir aftur i plötu- gerð. Hljómun cr þokkaleg, en dá- litið grunn og eru raddirnar i mörgum tilfellum of „aftar- lega” sem leiðir til þess, að þær virðast renna of mikið saman. Eins og áður segir er hér fyrst og fremst um skemmtiefni að ræða, og er platan sem slik, — mjög góð. Sérstaklega ber i þessu sambandi að nefna texta Ellerts Borgars Þorvaldssonar, sem eiga stóran þátt i að gera þessa plötu skemmtilega. — Randversmenn hafa farið vel af stað og er vonandi að framhald veröi á þeirra samstarfi. The Isley Brothers — The Heat Is On PZ 33536 — T-Neck Stereo ★ ★ ★ ★ -T- THE ISLEY BROTHERS er raddmikil hljómsveit fimm bræöra, en auk bræðranna er einn utanaðkomandi i hljóm- sveitinni. Sennilega er hann þó eitthvað tengdur fjölskyldunni! Hljómsveitin er mjög virt soul-hljómsveit i Bandarikjun- um og nýtur umtalsverðra vin- sælda i heimalandi sínu. Um þessar mundir er m.a. eitt lag þeirra, „Fight The Power” mjög vinsælt vestan hafs, en það er af þessari nýju LP-plötu þeirra, The Heart Is On. Hljómsveitin byggir mikið á góðum söng og þar verður henni heldur ekki fótaskortur, þvi bræðurnir eru með afbrigðum góir söngmenn og nota sönginn til hins ýtrasta. Hljóöfæraleik- urinn er einnig fyrsta flokks gæðavara. THE ISLEY BROTHERS sækja mikið til Steve Wonders eins og titt er um flesta soul-tón- listarmenn. Þeir „stæla" hann þó engan veginn, og gera ýmis- iegt harla ólikt honum. A þess- ari nýju plötu er meirihlutinn róleg lög, — 4 á móti 2 — og þykir mér þeim takast betur i'upp i þeim en hraðari lögum. „Fight The Power” cr þó annað hraðara lagið og platan ber heiti hins hraða lags, þannig aö þeir telja sjálfsagt að það séu væn- legri lög. Soul-tónlistin sækir stöðugt á, og Isley-bræðurnir eru góðir fulltrúar soul-rokksins. l-fvaöa listamann/hljó'm- sveit, sem fram hefur komió i popptónlistinni á siöastliönum fimm árum (frá 1970) telur þú athyglisveróastaí n)? V AAest seldu plöturnar Vikan frá 8.-15. september: Stórar plötur 1. O'Lucky man — Alan Price 2. Blues for Allah — Greetful Dead 3. American Graffity — Ýmsir 4. E.C.was here— Eric Clapton 5. One of These Nights — Eagles 6. Janis lan — Between the Lines 7. Ritchie Blackmore's — Rainbow ð. Sumar á Sýrlandi — Stuömenn 9. Stuö, Stuð, Stuö — Lónlí Blú Bojs 10. Chicago — VIII Litlar plötur: 1. Black Superman — Johnny Wakelin 2. The Hustle — Van McCoy 3. El Bimbo — Bimbo Jet 4. Þrjú tonn af sandi — Haukar 5. Misty — Ray Stevens ____________________________________/ Faco hljómdeild Laugavegi 89 simi 13008 SENDUM I PóSTKRoFU Faco hljómdeild Hafnarstræti 17 simi 13303.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.