Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 39

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 39
Sunnudagur 21. september 1975. TÍMINN 39 JG RVK Ólöf Kristjánsdóttir frá Isafirði hefur opnaö málverka- sýningu í Eden i Hveragerði. Sýn- ir hUn þar 40 oliu- og acryl mál- verk. Myndin er af listakonunni með eitt verka sinna. Kjósarsýsla Héraðsmót framsóknarmanna i Kjósarsýslu verður haldið laug- ardaginn 4. október i Hlégarði, Mosfellssveit. Hefst það kl. 21. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra og Jón Skaftason al- þingismaður flytja ávörp. Sungin verða og leikin lög eftir Sigfús Halldórsson. Kátir félagar leika fyrir dansi. Sauðórkrókur Framsóknarmenn efna til flokksfundar i Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki miðvikudaginn 24. september kl. 21. A fundinum mæta Ólafur Jóhannesson ráðherra og Páll Pétursson alþingis- maður. kérndum nJL /otlendiy LANDVERND EEEVINRUDE Lítill - en þó STÓR Evinrude 4 hp 13 PORg SlfVll ST5QD •ÁRMLJLA'11 Síldarverðið komið YFIRNEFND Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur ákveðið eftir- farandi lágmarksverð á slld til söltunar frá 16. sept. til 31. des- ember 1975: A) Stór síld (32 sm og stærri),hvertkg kr. 40.00 B) Smærri sfld (undir 32 sm), hvertkg kr. 26.00 Stærðarflokkun framkvæmist af Framleiðslueftirliti sjávaraf- Húsgagnasmiðir telja forsendur samninganna brostnar A stjórnarfundi i Sveinafélagi húsgagnasmiða i Reykjavik hinn 17. þ.m. var eftirfarandi sam- þykkt gerð samhljóða: „Stjórnarfundur Sveinafélags húsgagnasmiða, haldinn 17. sept. 1975, mótmælir harðlega síendur- teknum árásum rikisvaldsins á kjör verkafólks, sérstaklega gifurlegri hækkun búvöruverðs nú nýverið. Fundurinn telur, að forsendur núgildandi samninga verkalýðs- hreyfingarinnar séu i raun brostnar. Fundurinn hvetur verkalýðs- hreyfinguna að hafa þessa af- stöðu stjórnvalda rikt i huga i þeim samningum, sem i hönd fara á komandi vetri, og láta hana sér að kenningu verða.” urða. Verðið er miðað við sildina komna á flutningstæki viö hlið veiðiskips. Við afhendingu á sild, sem sölt- uð er um borð I veiðiskipi, gilda eftirfarandi reglur: Hver tunna, sem inniheldur 95 kg af hausskor- inni og slógdreginni sfld, reiknast 136 kg af heilli slld. Afhending miðast við þunga I tunnu þann dag, sem sfldin er lögð á land og yfirtekin af Framleiðslueftirliti sjávarafurða, sem skal meta slld- ina að gæðum og stærð. Við mat á stærðarflokkum skal síld, sem er 300-500stk. I tunnu miðað við hver 100 kg, mest 6 stk. I kilói, teljast stór sfld og síld, sem er 500-700 stk. i tunnu miðað viö hver 100 kg, mest 8 stk. I kilói, teljast :smærri sild. Verðið er uppsegjanlegt frá og með 15. október og siöar með viku fyrirvara. Akvæði um gildistima og upp- sagnarákvæði var samþykkt af öllum nefndarmönnum. Verðákvörðunin var samþykkt af oddamanni og fulltrúum selj- enda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. Reglur um afhendingu á sild, sem söltuð er um borð I veiði- skipi, voru samþykktar með 4 samhljóða atkvæðum. Þegar veröákvörðun þessi var tekin, lá fyrir, að sjávarútvegs- ráðherra myndi beita sér fyrir þvi, aö við greiðslu útflutnings- gjalds af saltslld veröi heimilt að draga frá fob-verðmæti 2.500.- krónur vegna umbúðakostnaðar og enn fremur að beitt verði heimild 4. mgr. ákvæði til bráða- birgða I lögum nr. 55 frá 27. mai 1975 um að almennt 6% útflutn- ingsgjald skv. lögum nr. 19/1973 verði endurgreitt vegna saltsild- arframleiðslu á árinu 1975. lyfirnefndinni áttu sæti: ólafur Daviðsson, oddamaður nefndar- innar, Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason af hálfu selj- enda og Jón Þ. Árnason og Mar- geir Jónsson af hálfu kaupenda. Reykjavik, 19. sept. 1975. Verðlagsráð sjávarútvegsins. LEIKFÉLAG Reykjavlkur er að hefja á ný sýningar á finnska leikritinu Fjöiskyldan eftir Claes Andersson. Verkið var sýnt 22 sinnum i vor og vakti mikla at- hygli, enda fjallar það um mál- efni, sem verður æ áleitnara I nú- tímasamfélagi, f jölskylduna, hversu einstaklingarnir innan hennar þarfnast hver annars — jafnvel sem óvina eða keppenda, þar sem annar hvor aðilinn hlýtur að verða ofurliði borinn. Aðsókn að leiknum var mjög góð I vor, ekki sizt af hálfu yngri kynslóðarinnar. Sýningar verða aðeins örfáar nú I haust. Leik- stjóri er Pétur Einarsson, leik- endur eru Sigrlður Ilagalln, Helgi Skúlason, Harald G. Haraldsson, Hrönn Steingrimsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Karlsson og Guðrún Ásmunds- dóttir. FUF — Reykjavík Stjórn FUF I Reykjavik verður til viötals á Rauðarárstig 18, milli kl. 5og 7 þriðjudaginn 23. september. Stjórnin. F / A T Höfum opnoð sýningorsol ab Sí5umúla^5 ISýnum nýjar og notaðar Fiat-bifreiðar Tökum allar notaðar bifreiðar i umboðssölu FIAT EINKAUMBOÐ Á (SLANDI. Davíð Sigurðsson h.f., SÍÐUMÚLA 35, SÍMAR 38845 — 38888.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.