Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 21. september 1975. Sunnudagur 21. september 1975. TÍMINN 21 o Mörgum mvndi þykja tilvinnandi aö leggja á sig nokkurt erfiöi tij þess aö leita uppi slikan stein, losa hann úr bcrginu og bera hann meö sér til bvggöa. ÉG HEF ALLTAF SÉÐ FEGURÐ í STEINUM" segir hinn atkastamikli og listræni steinasafnari Sveinn Guðmundsson frá Vestmannaeyjum Hluti af steinasafni Sveins Guömundssonar. Hann heldur hér á steini og styöur hönd á annan. ýmsumf litum, einkum jaspis. Mörguli árum seinna fór ég á æskus/óðvar minar i Grænanesi og gdtk um balann, þar sem við léku/ okkur, systkinin, og fann þar/inn þeirra steina, sem verið haffli leikfang mitt. pg hef alltaf séð fegurð i stein- uá\, linum þeirra og litum, og svo dr enn. Sú tilhneiging er sjálfsagt meðfædd, þvi að hún hefur fylgt mér svo lengi sem ég man. ,,Ég man það sem barn, að ég marg- sinnis lá / og mændi út i þegjandi geiminn.” Ég hugsaði mikið um það, hvernig fjöllin hefðu orðið til. Ég spurði, en fékk harla litil svör, að minnsta kosti ekki fullnægj- andi. En svo gerðist það, þegar ég var rétt um tiu ára aldur, að ég lærði Fjallið Skjaldbreiður eftir Jónas Hallgrimsson.: „Gat ei nema guð og eldur / gert svo dýr- legt furðuverk.” Hér fékk ég svar, sem ég var ánægður með, en ég hætti ekki að velta fyrir mér ráðgátum sköpunarverksins. Hvernig var hægt að skapa svona fallegar rákir, eins og viða eru i austfirzku fjöllunum? Hvernig gátu linur þeirra verið svona mjúkar viða, svo ægibrött og tignarleg sem þau voru með gnæfandi tindum og hamraflug- um? — Ég efaðist að visu ekki um, að guð hefði skapað fjöllin, en þegar hér var komið, hafði mér þó skilizt, að eldurinn myndi hafa hjálpað til. — Svo hefur þú lagt land undir fót og farið að safna steinum? — Nei. t æsku minni var litið um tómstundir. Lifið var vinna, vinna og aftur vinna. Sumarfri þekktust ekki. Það var ekki fyrr en ég var setztur að i Vestmanna- eyjum, þar sem ég hafði starf, sem mér fannst veita mér heldur litla andlega næringu, að ég fór að hugsa um steinasöfnun. Ég fann að ég þurfti með einhverjum hætti að bæta mér upp gráan hversdagsleikann, svo ég tók það ráð að leita á vit bernskudrauma minna og endurvekja gömul hugðarefni. Nú var sú tið upp runnin, að jafnan gafst eitthvert fri frá skylduverkum nokkra daga að sumrinu, og þann tima notaöi ég til þess að ferðast upp i óbyggðir, — oftast á Austurlandi — og vera svo sem hálfan mánuð i burtu. Þetta gerði ég flest sumur frá ár- inu 1932 til 1970 eða ’71, svo dæmið er auðreiknað. Það má heita að ég hafi stundað þessa iðju óslitið i fjörutiu ár. — Var þetta ekki talsvert Dropasteinn. MAÐUIt ER NEFNDUR Sveinn Guðmundsson. Hann er Austfirðingur að uppruna, bjó lengi i Vestmannaeyjum, en sett- ist að i Hveragerði, eftir að jarð- eldur hafði orðið laus i Heimaey, svo sem frægt er orðið, og lengi mun verða minnisstætt þeim, er þá atburði lifðu. Sveinn Guðmundsson er ein- hver mesti steinasafnari á Is- landi, og þar sem slika söfnun er ekki hægt að stunda til lang- frama, án mikiiiar útiveru, þótti ekki illa við eiga að ræða við Svein i greinaflokki Timans um útilif. „Gat ei nema guð og eldur..." Eins og vænta mátti var Sveinn góður heim að sækja, þegar blaðamann Timans bar þar að garði, og samtal okkar hófst eitt- hvað á þessa leið: — Hvenær byrjaðir þú að safna steinum, Sveinn? — Ég hygg, að fyrstu leikföngin min hafi verið steinar. Ég var að- eins þriggja ára gamall, þegar foreldrar minir fluttust frá Grænanesi i Norðfirði til Nes- kaupstaðar, sem þá var aðeins * þorp. I fjallinu fyrir ofan bæinn var mikið af fallegum steinum, óþægilegt, þar sem þú varst bú- settur úti i Vestmannaeyjum? — Það kostaði mikil ferðalög, þvi ekki verða slikir steinar, sem safnarar sækjast eftir, fundnir i Vestmannaeyjum, þótt nóg sé þar af grjótinu. Ekki átti ég heldur neinn bil á þessum árum til þess að létta mér ferðalögin, eftir að á „meginlandið” var komið. Égi hafði þvi þann hátt á að taka strandferðaskipin, þegar þau komu til Eyja, fara með þeim til Austfjarða og ganga þar á fjöll. Ef ég hins vegar ætlaði vestur á land, fór ég með skipi til Reykja- vikur og tók áætlunarbila þar og fór með þeim svo langt sem mér þótti hæfa hverju sinni, og yfirgaf bilinn þar sem mér sýndist girni- legast. Aður hafði ég búið mig undir ferðirnar með lestri, svo ég renndi sjaldan blint i sjóinn með það, hvar bezt væri að bera niður. Ég hef alltaf haft mjög gaman af jarðfræði, og les yfirleitt allt sem ég næ i um jarðfræðileg efni, þótt auðvitað telji ég mig ekki neinn fræðimann á þvi sviði. — Var þér ekki fjötur um fót að eiga ckki ráð á neinu farartæki? — Jú, ekki er þvi að neita, enda var ég oft þreyttur. Ég hafði bak- poka til þess að safna steinunum i, og það kom ærið oft fyrir, að hann gerðist heldur i þyngra lagi. Ég mætti greiðasemi og gestrisni hvar sem ég kom, en á þessum árum fengust mjög fáir við steinasöfnun, og ég held, að sum- um hafi fundizt ég vera sérvitr- ingur. Eitt fyrsta árið, sem ég fór i steinaleiðangur til Austurlands, sagði vist einn góðvinur minn austur þar: Ég sá, að þetta var litli karlinn frá Vestmannaeyj- um, það hillti undir hann þarna uppi á brúninni. — En ég er lágur maður vexti, eins og þeir vita, sem hafa séð mig. „Líklega er ég glysgjarn" — Fórst þú strax að safna skipulega einhvcrjum ákveðnum tegundum? — Nei, ekki var það. Eins og ég gat um hér að framan, þá hafa linur og litir steina alltaf heillað mig. .Birgir Kjaran hefur sagt i ágætri bók, að það séu aðeins glysgjarnir menn, sem sækist eft- ir steinum og safni þeim. Vel má vera að þetta sé rétt, og ef svo er, hlýt ég að vera glysgjarn. Nú, ég er þá ekki heldur neitt að bera á móti þvi að ég sé glysgjarn. Það var þvi miklu fremur fegurð steinanna, sem heillaði mig, held- ur en ákveönar tegundir. Og það Undir beru lofti sem meira er: Þvi lengur sem ég safnaði steinum, þeim mun fastar sótti fegurð þeirra á mig. Hitt er allt annað mál, að ég þekki tals- vert margar tegundir steina og hef fyrir löngu gert mér grein fyr- ir margbreytileik þeirra. — Hvar á Austurlandi hefur þér fundizt bezt að safna steinum? — Já, það er nú það... (og nú hlær safnarinn ibyggnum hlátri) ... þegar ég leitaði leyfis landeig- enda, — og það gerði ég alltaf — til þess að safna steinum, þá fylgdi leyfinu venjulega loforð frá mér þess efnis, að ég segði ekki frá þvi, hvar ég fyndi steinana. Það hefur nefnilega alltaf verið talsvert algengt, þvi miður, að óboðnir gestir geri sig heima- komna og láti jafnvel greipar sópa, án þess að hafa orð á þvi við nokkurn mann, sizt þann, sem landið á. Landið okkar er ungt, og þvi er eðlilegtað hér sé mest af kvarzi. Ég held, að steinarikið sé auðug- ast á Austurlandi, þar næst á Vestfjörðum, og sömuleiðis er Snæfellsnesið ágætt. En hvar á Austurlandi?, spurðir þú. Ég hef fundið ágæta steina á öllu svæð- inu sunnan frá Hornafirði og norðurá Borgarfjörð, og reyndar ná þeir lengra suður en á Horna- fjörð. Ég hef lika fundið mjög fal- lega og sérkennilega steina bæði i öræfum og Suðursveit. Þegar ég tala um auðugt steina riki, á ég aðallega við kvarz, cal- cidon alls konar, jaspis og svo- kölluð sölt, aragonit, og sitthvað fleira. — Og þér þykir gaman að leita að þessum hlutum? — Já, hvort það nú er. Það er ákaflega gaman að rölta einn um óbyggðir, snudda i daladrögumog giljum, fjarri mannaferðum, bilaskrölti, simahringingum og öllu þessu, sem fylgir mannlegum umsvifum. Móðir Náttúra svikur engan, sem hennar leitar, og ég kann ekki aðrar betri ráðlegging- ar til handa ungu fólki en að segja við það: Leitið náttúrunnar og lærið að njóta hennar, og þið munuð öðlast andlegan og likam- legan þrótt. Erfiði og ánægja — Gerðist ekki eitt og annað sögulegt i ferðum þinum? — 1 raun og veru er það ekki svo mjög sögulegt, þótt ferðalangur þrammi einn sins liðs um fjöll og firnindi með poka á bakinu i leit að steinum. Slikt telst naumast til tiðinda. Þó er ekki þvi að neita, að þær ferðir geta gengið misjafn- lega vel eins og önnur ferðalög. Ég minnist ferðar sem ég fór með vini minum, Helga Guð- mundssyni, bónda á Hoffelli i Hornafirði. Við fórum inn á svo- kölluð Sker, en þar eru ágætir ópalar, sem mér lék mikill hugur á að bæta i steinasafn mitt. Bezt er að fara á þessar slóðir á haust- in, um miðjan september eða jafnvel ennþá seinna, þvi að þá eru „Skerin” komin upp. Við lögðum af stað snemma morguns, þurftum að vaða jökul- árnar, sem voru iskaldar. Ég var öðru visi búinn en venjulega, og varð mér þvi brátt kalt. En inn á „Skerin” komumst við og gátum „Víravirki”. Lesmál: VS Myndir: GE unnið þar i um það bil klukku- tima, þá skall á okkur blindbylur, svo við urðum að snúa heim til byggða með byrðar okkar, og Helgi sagði að ég hefði borið fimmtiu pund, en það veit ég ekki, þvi að ég vigtaði ekki bagg- ann. Við vorum átján klukkutima á leiðinni, og i þetta skipti held ég að ég hafi orðið einna þreyttastur um dagana, en jafnframt er-þetta sú ferð, sem ég hef verið hvað ánægðastur með eftir á. — Þessir erfiðleikar hafa ekki orðið til þess að fæla þig frá slik- um ferðum? — Nei, siður en svo. Það eru svo margar minningar bundnar við þessar ferðir, og jafnvel við hvern stein, sem ég finn, að þær eru mér nærri þvi helgur dómur. Ég man eftir annarri ferð, sem ég fór á Austurlandi, en að visu allmiklu norðar. Ég lagði upp snemma morguns, hafandi með mér aðeins eina brauðsneið, og ætlaði að klifa tind, þar sem ég bjóst við að væri mikið af góðum steinum. Þarna var ég allan dag- inn og var orðinn þreyttur, kaldur og svangur, og hvataði þvi för 'minni heim á leið. Þegar ég var kominn niöur úr tindinum, sá ég snjófönn og sagði þá við sjálfan mig, að ég skyldi þó finna aust- firzkan snjó undir minum aust- firzku fótum, áður en ég legði af stað suður til Vestmannaeyja aft- ur. En hvað halda menn að hafi gerzt? Dásamlega fallegur steinn skaut blánibbunni upp úr fönn- inni. Ferð min var borguð. — Anægjan felst fyrst og fremst i þvi að leita steinanna og finna þá sjálfur. Vist kemur það fyrir, að mér er sendur fallegur steinn, og auðvitað þigg ég slikt með þökk- um, en þó er það ekkert á móti hinu, að leita sjálfur og finna. Ullarnærföt, bakpoki, hamar og meitill — Og þetta er sú tegund úti- veru, sem þú hefur stundað lengst. En hvað finnst þcr um úti- veruna sjálfa sem slika? — Já, hún er dásamleg, jafnvel þótt ég finni engan steininn. Ég hef aldrei verið heilsuhraustur, hef legið margar legur i lungna- bólgu og brjósthimnubólgu, en þó hef ég fengið þann dóm, að lungu min séu hraust. Það er útiverunni að þakka, alveg áreiðanlega. Sá sem er úti, þarf helzt að ganga dálitið hratt við og við til þess að lungun fái nóg að starfa, og svo þetta að vera eins oft úti undir beru lofti og ástæður framast leyfa. — Finnur þú ekki til neinnar áhættu eða öryggisleysis, dettur þér aldrei i hug gamla spakmæl- ið: segir fátt af einum? — Já, það er alveg rétt, að fátt Frh. á bls. 35 Steinar ihillum, steinará gólfteppinu, — steinar og aftur steinar, hvert sem litið er I herberginu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.