Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 28

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 28
28 Teg. 5083 Litur: Grænt/Hvítt No. 21-27 Verð: kr. 2290 Blátt m/Gulu og rauðu No. 19-27 a Verð: 19-23 kr. 2195 T Verð: 24-27 kr. 2395 Teg. 4355 Litur: Gulbrúnt/Blátt ^No. 19-27 Verð: 19-23 kr. 2125 Verð: 24-27 kr. 2395 Rautt/Gult No. 19-27 Verð: 19-23 Verð: 24-27 BARNASKOR Teg. 5043 Litur: Gult/Orange No. 21-35 Verð: 21-27 kr. 2290 AUSTiURSTiRTEiTI ______TlMINN____________ __________ Sunnudagur 21. september 1975. Séra Emil Björnsson: HAMINGJUSAMT TRAUST „Hamingjusamt Uaust:” ,,Þér eruð ljós heimsins. Verið þér, þvi fullkomnir eins og yðar himneski faðir er fullkominn. (Matt. 5.14 og 48 Það hefur verið sólarlitið og drungalegtsumar i Skálholtsstifti i ár — en þeim mun hlýrra og heiðara yfir hér norður i Hólastifti. Viðast syðra erum vér næstum tekin að efast um það, sem Stefán G. Stefánsson, trúði þó fastast á, að sólskinið yrði þó til. Svo viss (segir hann) að i' heiminum vari þó enn hver von min með ljós sitt og yl það ltfi, sem bezt var i sálu mins sjálfs að sólskinið verður þó til. Ég minnist æskudaganna hér fyrir norðan er Sigurður Guðmundsson, skólameistari las oss þetta og þvflik kvæði i menntaskólanum á Akmæyri — arf taka Hólaskóla — hins forna — og spurði siðan.Hver er nú sál þessa kvæðis? Það leikur sólskinsblær andlegs fjörs og frelsis um þessar minningar. Þá var tilveran áþekk opnum glugga um vor, vitund manns öll uppljómuð af hamingjusömu trausti á mennina oglifið! Seinna ias ég guðfræði og tók prestsvfgslu. En það undraði mig mest, og undrar enn i sivax- andi mæli, hve viða eru byrgðir gluggar og kuldalegt i kastala- byggingum kirkjukenninganna og völundarhúsi guðfræðinnar, jafn hlýtt og bjart og ávallt er við þær uppsprettur sem guðfræðin og trúfræðikerfin kenna sig við, þ.e.a.s úti undir sólheiðum himni guðspjallanna. Og ég hugsaði sem svo: Er sú bjartsýni, sem mér var innrætt með barnalær- dómnum i heimahúsum —er hún villutrú? Er trúin á þroskamögu- leika mannsins, sem almenn skólafræðsla styður þó við bakið á — er hún byggð á sandi? Er syndasekt mannsins, sem er svo fyrirferðamikil i guðfræðinni, er hún svona ofboðsleg þótt Kristur sjálfur tali nær hvergi i samstofna guðspjöllunum um synd, nema i sambandi við fyrir- gefningu, sbr. faðir vor — fyrirgef oss. Ég var svo lánsamur, að kennarar minir i guðfræði voru víðsýnir menn svo að mér lærðist að greina milli kaldra bókstafs- lærdóma og lifandi Krists sem aldrei gerði viðurkenningu neinnar trúarkreddu að skilyrði læknis- og liknarverka sinna heldur spurði hann aðeins hvort menn tryðu á hjálpina sjálfa. En hefir ekki sólskinstrúnni daprast Sökum margra óskorana hefur Tíminn fengið leyfi séra Emils Björnssonar til að birta meðfylgjandi ræðu hans flugið innan kirkju vorrar á seinni árum að nýju? Finna rnenn ekki til einhverra andlegra þrengsla? Er það jafnvel ékki að verða almælt að þessara andþrengsla gæti fremur hjá oss andlegrar stéttar mönnum en öðrum? Veitir oss kannski ekki af einhverri leiðréttingu á kompásnum? Stundum getur saltið jafnvel dofnað. Stundum hefir það gerzt, að hjörðin hefur valið sér aðra haga en hjarðmaðurinn taldi kjarn- bezta og sízt orðið verra af. Kannski á það fyrir oss að liggja. Ef vér forðumst sjálfgagnrýni og þegjum, eða segjum rangt til vegar, munu steinarnir tala. Stundum verða hinir siðustu fyrstir, eða skipt um hlutverk eins og Kristur sagði. Ég tilfæri hér tvær tilvitnanir í þvi sem bauðst. Ég kysi mér að sú fyrri væri eftir kirk junnar mann, af þvi aðmérvirðisthún vera kristið lifs- viðhorf i hnotskurn. En þessi setning er nú reyndar eftir skáld.sem telur sig vist alls ekki trúað á kirkjulega visu. Skáldið segir: „Vitund min er öll uppljómuð af hamingjusömu trausti á þann alheim, sem við lif- um f.” Ef Sigurður skólameistari hefði einhverntima spurt mig hver væri sál kristindómsins — og svarið hefði ekki mátt vera úr heilagri ritningu þá hefði ég svarað með fyrrnefndri tilvitnun. Traustið á tilverunni — guðs- traustið er hér allt, rétt eins og hjá Kristi. Hin tilvitnunin er úr riti um krikju og kristindóms- mál, þar talar guðfræðingur — áreiðanlega góður og heiðarlegur maður sjálfur., jafn neikvætt og álit hans er þó á allri mannlegri viðleitni. Væri þessi guðfræðingur einn á báti væri litilvægtað vitna i mál hans. En viðhorf hans er einmitt samnefnari fyrir arf- genga afstöðu innan guðfræðinnar, sem er jafn ótrú- lega lifseig og hún er vonlaus og i beinni motsögn við alla afstöðu Jesú Krists til mannanna, eins og ég skil, og ég held langflestir hljóti að skilja guðspjöllin. Tilvitnunin hljóðar svo: ,,Ég er viss um, að sá sem trúir á guðsneistann, — hið góða i manninum og óendanlega þroskamöguleika mannsins missa sjónar á dýrðlegri verð- skuldun Krists og hjálpræði hans. Þvi bið ég þig vinur, slepptu trúnni á mannspartana, hjarta þelið og allt slikt sem nöfnum tjáir að nefna, einnig trúnni á ó- endanlegt gildi mannssálar- innar.” Þetta get ég ekki kallað annað i óeiginlegri merkingu en sóllitið sumar i riki guðfræðinnar. En þetta stendur skrifað þar i alvöru, áreiðanlega i beztu meiningu til dýrðar Kristi, verðskuldun hans og hjálpræði. Greinarhöfundur biður þig fyrir aila muni að sleppa trúnni á það, að nokkuð nýtilegt leynist i manninum, ég tala nú ekki um aðra eins fjar- stæðu og óendanlegt gildi manns- sálarinnar. Maður er orðlaus af undrun. Mann undrar ekki að ein- hver skuli lita jafn dökkum aug- um á tilveruna, það gera oft svo margir. En hitt undrar mig stór- lega að þeir sem þetta, eða svipuð lifsviðhorf hafa — og manni hefir sérstaklega orðið hugsað til þess i sumar — skuli umfram allt vilja kallast kristnir og leyfa sér aö bera Krist fyrir bölhyggju sinni, og vantrú á mannkynið, og kalla það vantraust bleðiboðskap til mannanna. Hvor okkar misskilur Krist jafn átakanlega og okkur ber i milli :im hann i' þessu efni, sem er aðalefni. Hugleiðum það á hátið á helgum Hólastað. Greinarhöfundur telur að trúin á óendanlega þroskamöguleika mannsins skyggi-á hjálpræði Krists, ég ég tel þá trú vera einn af hornsteinum kristindómsins, ég tel að Kristur hafi ekki lagt þyngri áherzlu á neitt en óendan- lega þroskamöguleika mannsins, nema þá á kærleika guðs til mannsins sem er eitt og hið sama: sbr. texta minn — Verið þvi fullkomnir. Ég les það út úr kenningu Krists, að hann sé til fyrir mennina en mennirnir ekki til fyrir hann, honum til vegsauka, og að hann sé til fyrir mennina af þvi að þeir séu einhvers virði, með eilifðina og alla hennar möguleika á brjósti sér. Já, svo mikils virði að Kristur hafi komið i heiminn þeim til hjáipar, svo mikils virði að skapari al- heimsins muni aldrei að eilifu sleppa hendi sinni af neinum manni. Já, og enginn hefir kennt mér það sem Kristur að manns- sáiin hafi óendanlegt gildi, að guð elski hvert hjarta, sem lifandi slær. En Jesús Kristur var ekki alltaf að tala um það sem hann sjálfur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.