Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 21. september 1975.
TÍMINN
17
Göngur og réttir
I.
t almanakinu segir, að réttir
byrji frá og með 21. viku sum-
ars. En i 22. viku sumars eru
haustjafndægur. Eftir það hall-
ar sumri, en haust og vetur sæk-
ir fram. Viðfangsefni bænda
breytast með árstiðum. Hverri
árstið hæfa sin störf, og svo
samgróin eru búnaðarstörfin
landi voru og timaskiptum, að
islenzk tunga hefur stundum
sama orð um hvort tveggja
verkið og timann, sem það er
unnið á. Eitt þessara orða er
réttir.
II.
1 ársbyrjun 1974 var sauðfjár-
eign landsmanna samkvæmt
skýrslum 845.796 sauðkindur.
Og haustið 1974 var slátrað I
sláturhúsum 907.161 kind. Sam-
kvæmt þessu hafa þá komið i
réttir að hausti allt að 1.8 mill-
jón sauðkindur. Ætla má, að
sauðfé landsmanna hafi fremur
fjölgað en fækkað á þessu ári.
Munu þá koma i réttir á þessu
hausti allt að 2 millj. kindur.
Þessi bUstofn hefur nærzt,
vaxið og safnað holdum i
sumarhögum á afréttum og i
heimalöndum bUjarða. Það eru
margar fóðureiningar, sem
þessi sauðfjáreign þarf til vaxt-
ar og viðgangs 4-6 mánuði árs-
ins. Af þessu má ráða, hvað
beitilandið er raunverulega
verðmætt og gefur mikið af sér.
Afurðir suðfjárins eru mikið
bUsilag og gott i þjóðarbúið. Ull
og gærur eru undirstaða vax-
andi iðnaðar. Sláturfé hefur
fjölgað ört á siðustu áratugum.
Jafnframt hefur fallþungi dilka
aukizt.
Fjöldi sláturfjár hefur verið
sem hér segir:
Arið 1940 393 þUsund kindur.
Árið 1945 385 þUsund kindur.
Ariðl950 254 þUsund kindur.
Arið 1955 464 þUsund kindur.
Arið 1960 714 þUsund kindur.
Árið 1965 772 þúsund kindur.
Arið 1970 759þUsundkindur.
Árið 1974 907 þUsund kindur.
Áætlað er að i haust verði tala
sláturfjár um 1 milljón kindur.
Af þessu er auðsætt, að með þvi
afurðaverði, sem ákveðið er i
verðlagsgrundvelli land-
bUnaðarinsnemur innlegg bænda
af sauðfjárafurðum háum
fjárhæðum. En samkvæmt
verðlagsgrundvelli er verðmæti
sauðfjárafurða um 40% af
heildarframleiðslu land-
bUnaðarins.
III.
Göngum og réttum fylgja
ávallt mikil umsvif og erfiði.
Þrátt fyrir það eru göngurnar
heillandi. Listaskáldið mælir
vissulega fyrir munn margra,
er það kveður: „Eins mig fýsir
alltaf þó aftur að fara i göngur.”
Um gamla gangnamenn hefur
rithöfundur sagt:
„Þeim er yndi að tala um
öræfin og segja sögur af ferðum
sinum þar. Þeir unna öræfunum
eins og sjómaðurinn hafinu, þvi
að þar hafa þeir leitað og fundið,
lúðst og hvilst. Ef til vill hefur
þá dreymt fegurstu draumana
sina inni við jökla með hnakkinn
sinn undir höfðinu.”
Jón Thoroddsen dregur upp
sanna þjóðlifsmynd, er hann
lýsir athöfnum i réttinni i
Fagradalsbotni, þarsem réttar-
stjóri stóð i dyrum og skoðaði
hverja kind, sem dregin var,
sagði hver átti og rengdi hann
enginn maður, enda var hann
svo glöggur á fé, að hann þekkti
hverja kind, ef hann hafði séð
hana einu sinni áður. Hann vissi
og hvaða mark hver maður átti i
hinum tveimur næstu sýslum.
Litla stúlkan, sem þekkir Kollu
sina I réttinni og segir: „Æ,
þarna er hún Kolla min blessuð
komin af fjallinu,” er sannur
fulltrúi margra sveitabarna.
Það er og hliðstætt þvi sem enn
gerist, að við réttina þótti
mannfagnaður beztur þar um
sveitir.
Enn í dag vekja réttardagarn-
ir eftirvæntingu og fögnuð i
sveitum. Bóndinn fagnar þvi, að
fá úr rétt föngulegan fjárhóp, og
I islenzkum fjölmiðlum eru
auglýstir réttardansleikir sem
almennur mannfagnaður I til-
efni af göngum og réttum.
IV.
Hinn stórvitri maður Stephan
G. Stephansson segir svo: „1
tvennt skiptast gróðabrögð:
gæzluna og aflann, en geymslan
snýst þrátt upp i vandræðakafl-
ann, eins flókinn um menning
sem fé.”
Landnemarnir, forfeður okk-
ar.voru svo gæfusamir að þurfa
ekki að taka landið herskildi. Og
búseta kynslóðanna frá upphafi
landsbyggðar hefur um aldir
tengt saman land og þjóð. Rækt-
að land er að sjálfsögðu hærra
metið en óræktað. En beitiland,
þar sem um tvær milljónir
sauðfjár eru i sumarhögum og
auk þess nautgripir og hross,
sýnir m.a., að landið er afar
verðmætt.
Þjóðin i heild á að gæta þess
að landið spillist ekki af manna-
völdum. Bændum ber skylda til
aðgefa þvi gætur,hvaða búfjár-
fjöld beitilandið þolir án þess að
gróðurfari hnigni. Þeir þurfa og
eiga að hafa góða samvinnu við
þá, sem gróðurfarið rannsaka
og taka fegins hendi stuðningi
rikisins. Gróðurrannsóknir,
sem unnið er að, og beitar-
tilraunir, sem verið er að hefja
á nokkrum stöðum, geta orðið
góður leiðarvisir til þess að
fundinn verði hinn gullni meðal-
vegur i þessu efni.
Samlif þjóðarinnar við landið
hefur mótað og eflt islenzka
menningu. Einn þáttur þjóð-
menningar er atvinnulif þjóðar
og þróun atvinnuvega, þ.e. sú
þekking og sá þroski, sem fæst i
viðskiptum þjóðar við land sitt.
Göngur og réttir hafa verið ár-
viss þáttur i atvinnulifi sveita-
manna frá þvi að land byggðist.
ílögum, em Jónsbók geymir og
sett voru fyrir nálega 700 árum,
segir svo: „Eigi skulu réttir
fyrr vera en sex vikur lifa sum-
ars. Hver maður, sem sauði á,
skal ganga eitt sinn á fjall og um
landeign sina hvert sinn, er lög-
rétt skal vera, skipa svo öðrum
göngum sem þeir ráða.”
Fjallablærinn frjáls og hreinn
svalar sannarlega smalamanni
við starf hans. Og ef kaldur
stormur næðir „og kinnar bitur
og reynir fót, þá finnur hann hit-
ann i sjálfum sér og sjálfs sin
kraft til að standa mót.” Smölun
afrétta er jafnframt landkönn-
un, og ungur maður lærir þá af
hinum eldri og reyndari að
þekkja kennileiti og um örnefni
á landinu. Þessi þáttur atvinnu-
lifsins er svo athyglisverður og
mörgum hugþekkur, að hann
hefur orðið ýmsum skáldumv
yrkisefni.
B.
Merkur rithöfundur islenzkur
mælir vissulega rétt, er hann
segir: „Markmið vort verður
þvi að vera það að haga lffi voru
iöllum efnum þannig, að þjóðin
eflist sem bezt af landinu og
landið af þjóðinni, en menningin
af hvoru tveggja.” Þeim, sem
ertamtaðfara með tölur, þykir
mikið hagræði að handleika
reiknistokk og lesa á hann.
Reiknistokkur er vafalaust
þarft áhald, en hann er samt
ekki og verður aldrei algildur
mælikvarði. Þjóðmenning verð-
ur ekki mæld með honum frem-
ur en lifshamingja einstaklinga.
Þeir, sem gefa þjóðinni þau ráð
að leggja niður landbúnað, en
reisa i þess stað álbræðslur hafa
látið undir höfuð leggjast að
skýra mörg atriði, sem málið
varða. Hér skal að sinni látið
nægja að benda á þetta:
Hver er fær um að reikna eða
telja i tölum, hvað i'slénzk
menning myndi missa mikið, ef
sá þáttur hennar.sem tengdur er
Islenzkum landbúnaði og sveita-
lifi ætti að hverfa úr þjóðlifinu
jafnframt elzta atvinnuvegi
landsmanna?
Ætli islenzk tunga auðgist
mikið af orðtökum óg örnefnum
i sambandi við störf manna i ál-
bræðslum?
Yrði ekki beiskur veruleiki
með islenzkri þjóð það, sem St.
G. St. bendir á, ef hún hætti að
yrkja land sitt, að gæzla is-
lenzkrar menningar snerist
brátt upp i flókinn vandræða-
kafla i þjóðarsögunni?
Páll Þorsteinsson.
msœ.
Auglýsið í Tímanum