Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 7
SunnudaRur 21. september 1975. TÍMINN 7 Danska listakonan GORAA HOLTEN sýnir í Bogasal JG RVK— Danska lista- konan Gorm Holten opn- ar um þessar mundir málverkasýningu i Bogasal Þjóðminja- safnsins, en sýningin er að tilhlutan Dansk — is- lenzka menningarsjóðs- ins. Listakonan er surreal- isti, og er meðal annars þekkt fyrir bókaskreyt- ingar sinar, og þá eink- um og sér i lagi skreyt- ingar á bókum eftir eig- inmann sinn, sem er Knud Holten, sem kunn- ur er hér á landi fyrir bækur sinar, barnabæk- ur og visindaskáldsögur. Jóhann Hjálmarsson, skáld kynnti listakonuna Tyrir blaða- mönnum, en hann ritar einnig i sýningarskrá á þessa leið: „Rigge Gorm Holten færir okkur myndir úr kynjaskógi þar sem menn, dýr og hlutir lifa ein- kennilegu, draumkenndu lifi. En þetta lif er ekki tómur hugarburð- ur. Það á sér rætur i' veruleik, sem er umhverfis okkur, en speglar þó einkum dul, töfra og ævintýri. Heimur þessara mynda er ekki ógnvænlegur eins og hjá mörgum listamönnum, sem taka mið af súrrealisma. Myndirnar lýsa mikilli hamingju og lifsgleði. f þeim er allt heillandi, fallegt. Andrúmsloft myndanna vitnar oft um holdlegar kenndir, en einkum takmarkalaust samlyndi alls, sem lifsanda dregur. Á okkar timum er óvenjulegt að kynnast list af þessu tagi. Firr- ingin, nútimamaðurinn án tak- marks og tilgangs eru áberandi viðfangsefni listamanna. En þau ein segja ekki allt um lif okkar. Rigge Gorm Holten er dönsk, fædd 1943. Hún hefur haldið einkasýningar i Kaupmannahöfn og Holbæk, á Jótlandi og Fjóni, tekið þátt i vorsýningum lista- fnanna i Charlottenborg og haust- sýningum Den Frie. Hún hefur gert bókakápur og myndskreytt margarbækurmannssins, Knuds Holten.” Aðeins fjórar myndir eru til sölu, aðrar eru i einkaeign og verða ekki seldar. Sýningunni lýkur um næstu helgi — JG Carmina Burana og Sdlumessa Verdis á vetrarskrd Söngsveitarinnar Fílharmóníu Vetrarstarf Söngsveitarinnar Filharmóniu er nú að hefjast. Eins og undanfarin ár verða æfð kórverk til flutnings með Sinfóniuhljómsveit fslands. Fyrsta verkefni vetrarins verður Carmina Burana eftir Carl Orff, og verður verkið flutt i Háskóla- biói 11. desember n.k. Carmina Burana, sem samið er 1936, öðlaðist skjótt mikla hylli tón- listarunnenda. Var það fyrsta verkið, sem Söngsveitin tók til flutnings, og var það flutt i fyrsta sinn hérlendis i' Þjóðleikhúsinu i april 1960 undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar. Auk Söngsveitar- innar tóku Þjóðleikhúskórinn, einsöngvarar og Sinfóniuhljóm- sveit fslands þátt i flutningi verksins. Siðari hluta vetrar verður æfð Sálumessa (Reqiuem) eftir Verdi til flutnings með Sinfóniuhljóm- sveitinni i april 1976. Þetta verk var frumflutt hérlendis af sömu flytjendum 4. april 1968 undir stjórn dr. Róberts, eins og mörg- um mun enn i fersku minni. Jón Asgeirsson tónskáld hefur verið ráðinn kórstjóri Söng- sveitarinnar, en aðalstjórnandi Sinfóniuhljómsveitar fslands, Karsten Andersen, mun stjórna flutningi beggja verkanna. Söngsveitin mun starfrækja kórskóla fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast félagar. Jón Ásgeirs- son mun annast forstöðu skólans, en aðrir kennarar verða Sigur- veig Hjaltested og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir og e.t.v. fleiri. Kennd verða undirstöðuatriði nótnalestrar, tónheyrn og radd- beiting. Þá mun kórskólinn einnig gefa kórfélögum kost á raddþjálf- un og tónfræðslu. NÚ FARA ALLIR MEÐ SUNNU TIL KANARÍEYJA Sunnuferðir eru ekki dýrari en aðrar Kanaríeyjaferðir þrátt fyrir beint dagflug með stórum glæsilegum Boeing þotum. Flugtiminn er aðeins 5 klukkustundir. Dagflug á laugardögum. Sunna býður farþegum síiium hótel og íbúðir á vinsælustu baðströndinni, Playa del Ingles. Þar er loftslag og hitastig hið ákjósanlegasta yf ir vetrarmánuðina, þegar skammdegið og rysjótt veðrátta er sem mest hjá okkur. Farþegar Sunnu eiga kost á að velja á milli bestu hótelanna, íbúð- anna og smáhýsanna (bungalows) sem Sunna hefur á Kanaríeyj- um. Eigin skrifstofa Sunnu, með þjálfuðu íslensku starfsfólki, á Playa del Ingles, veitir farþegum Sunnu, öryggi og þjónustu, skipuleggur skoðunarferðir, og er farþegum innan handar á allan hátt. Fáið bækling um Kanaríeyjaferðir Sunnu á skrifstofunni að Lækj- argötu 2, og pantið ferðina strax, því mikið hef ur bókast nú þegar. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötn 2 síraar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.