Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 21.09.1975, Blaðsíða 15
Sunnudagur 21. september 1975. TÍMINN 15 tæknilega var ljóst, að 2 tilboð komu til álita. Fulltrúar þeirra tveggja fyrirtækja, sem i hlut áttu, voru kallaðir hingað til við- ræðna um samninga og lauk þeim með þvi að gefin var út viljayfir- lýsing um kaup á túrbinu-rafal samstæðum frá Mitsubishi Heavy Industries Ltd., Tokyo, að fengnu samþykki rikisstjórnar Islands og Seðlabanka tslands. Rikis- stjórnin samþykkti kaupin og var samningur formlega undirritaður og hefur fyrsta greiðsla þegar verið innt af hendi. Dýrmætur timi vannst Það var álit ráðgjafa okkar, að tilboð það, sem tekið var, væri bezta verð á túrbinu-rafal sam- stæðu, sem sézt hefði i langan tima. I tilboðinu var lofað af- greiðslu á fyrri samstæðunni, 30 MW, eftir 14 mánuði og á siðari samstæðu, jafnstórri eftir 16 mánuði. Augljóst var þvi, að með þvi að fara þessa leið með útboð á túrbinu-rafal samstæðum vannst timi, sem nemur mörgum mán- uðum, auk þess sem loforð feng- ust um mun styttri afgreiðslu- tima en áætlað var. Ég tel, að fullkomlega heiðarlega hafi verið staðið að útboði þessara véla og að tilboð hafi verið metin hlut- laust og samið hafi verið við þann framleiðanda, sem hagkvæmast bauð og þar að auki framleið- anda, sem að okkar dómi hefur einna mesta reynslu i jarðgufu- aflsstöðvum fyrir „vota” gufu. Ég get þessa sérstaklega vegna gagnrýni, sem komið hefur fram á nefndina fyrir að fara þessa leið i útboði og samningum um vélár. Þess má geta hér, að skýrsla Orkustofnunar um niðurstöður rannsóknaborana við Kröflu, sem kom út i febrúar, lá fyrir áður en gengið var frá samningum um kaup á túrbinu-rafal samstæðum og kom i henni i ljós, að aðstæður i Kröflu voru svo likar aðstæðum i Námafjalli, að boðnar vélar upp- fylltu þærkröfur, sem gera þurfti vegna vatnshita, gufuþrýstings og efnainnihalds i vatni. Hversvegna Krafla, en ekki Námafjall? — Nú er bæði Námafjall og Krafla nefnd i lögum um þessa virkjun. Hversvegna er það? — Þegar lögin voru sett voru rannsóknir skammt á veg komn- ar. Visindamenn bundu þó miklar vonir við Kröflu, að þar væri virkjanlegt háhitasvæði. Náma- fjall, eða hliðar þess, austanvert voru náttúruundur, eða allt að þvi, vel þekkt ferðamannasvæði með bullandi leirhverum og gufu- strókum. Talið var að miklar breytingar gætu orðið á hvera- svæðinu austan Námafjalls. Dalverpið við Kröflu, sem varð fyrir valinu er fjarri alfaraleið og ýmis fyrirferðarmikil mannvirki valda þar ekki eins áberandi röskun á náttúrufegurð og orðið hefði við Námafjail. Þetta er ó- byggt svæði en fyrr á öldum voru þarna tvö sel og bjó faðir Fjalla- Bensa i öðru þeirra. Má enn sjá móta fyrir húsatóftum þarna. Þetta er rjúpnaland fyrst og fremst nú. Framkvæmdir i fullum gaugi — A livaða stigi eru fram- kvæmdirnar nú? — Stöðvarhúsi hefur verið val- inn staður og það er um það bil að verða fullgert. Hér hafa verið reistar vinnubúðir, mötuneyti og annað, sem þarf til þess að nauð- synlegt starfslið geti hafzt hér við. Lokið er við tvær borholur. Fyrri holan er fullgerð og blæs núna gegnum hljóðdeyfi, en bar- izt er hetjulegri baráttu við hina holuna, sem mun vera heitasta borhola I veröldinni. Væntum við þess, að þeim takist að koma böndum á hana sem fyrst. Við gerum ráð fyrir að unnið verði við innréttingu á stöðvar- húsinu i vetur. — Hvað verður um rafniagnið, þegar orkuvinnsla hefst? — Raflinur heyra að visu ekki undir Kröflunefnd. Hinu er ekki að leyna, að orkan verður nýtt á öllu Norðurlandi og væntanlega verður lögð raflina til Austur- landslika, þvi orkuþörf er mikil á þessu svæði. Eins og mál standa I dag, þykir þessi virkjun vera i stærra lagi, markaður sé ekki fyrir alla þessa orku, en ekki eru allir sammála um það. Þessi virkjun bætir úr brýnni orkuþörf og þarf þvi að komast i gagnið sem fyrst og með tilkomu hennar myndast ýmsir nýir möguleikar fyrir orkuveitusvæðið. Er Kröfluvirkjun of stór? — En er virkjunin ekki of stór fyrir orkuþörf Norður- og Austur- lands? — Ekki held ég það. Sumir virðast að visu hafa áhyggjur af of mikilli raforkuframleiðslu norðanlands, og ég býst við að einhver umframorka geti talizt verða fyrir hendi i 1—2 ár. En ætli það fari ekki eftir þvi hvaða for- sendur menn gefa ser i' sambandi við orkuspá. Ég veit ekki til þess að nein algild orkuspá liggi fyrir. Þvi má ekki gleyma að Norður- land hefur verið i orkusvelti árum og áratugum saman. Ætli það megi ekki segja að það sé búið að venja okkur Norðlendinga á að hugsa spart i raforkunotkun, al- veg eins og að menn tórðu ein- hvern veginn á kreppuárunum án þess að hafa peninga á milli handanna. Það er lengi hægt að hjara. En ég vil benda á það, að jafnvel þótt einhverjir geti reikn- að út umframorku i stuttan tima, þá vinnst hún upp i raforkuörygg- inu. Og öryggið er nýtt i raf- magnssögu Norðurlands. Við höf- um lengi búið við beinan raf- magnsskort i þessum landshluta, og langvinn rafmagnsskömmtun hefur talizt til sjálfsagðra hluta áratugum saman. Að minum dómi getur ekkert bjargað raforkumálum Norður- og Austurlands á borð við Kröflu- virkjun. Hún er langbezti virk junarkostur, sem völ er á við núverandi aðstæður. Auðvitað eru fjölmargir virkjunarmögu- leikár fyrir hendi á Norðurlandi. En menn verða að gera sér grein fyrir þvi, að allar aðrar virkjanir miðast að meira eða minna leyti við áframhaldandi erlenda stór- iðju i landinu. Kröfluvirkjun heillandi verkefni — Hvernig hefur þér fallið að vinna i Kröflunefnd? — Þetta er heillandi verkefni og nefndarmenn taka þátt i starf- inu af lifi og sál. Það kemur eink- um I hlut formannsins, Jóns Sól- nes, að sjá um það daglega, en allir nefndarmenn eru lifandi i starfinu. Kröflunefnd réði ekki yfir neinum tækniher, til að byrja með, a.m k. og oft hefur hún orðið að haga störfum sinum með ó- venjulegum hætti, þannig að hún hefur legið undir gagnrýni. Nefndin hefur lagt allt kapp á að hraða þessari virkjun og vonast til að geta stytt virkjunartimann verulega eða um allt að þvi' tvö ár og hún vonar að þegar timar liða muni aliir meta störf hennar að verðleikum, sagði Ingvar Gisla- son, alþingismaður og varafor- maður Kröflunefndar að lokum. JO Happdrætti Hóskóla íslands Aðalskrifstofa happdrættisins, óskar að ráða skrifstofustúlku frá næstu mánaða- mótum. Vélritunarkunnátta áskilin. Allar upplýsingar veitir Anna Árnadóttir, fulltrúi, i sima 1-43-65 kl. 10-12 daglega. Umsóknarfrestur til 25. september. Happdrætti Háskóla islands. Oft heyrist talað um að „fóðra” holur. Þetta er „fóðrið” stáirör með götum, sem eru tii þess ætluð að hleypa gufu og sjóðandi vatni inn i holugöngin og upp á yfirborðiö. Mikið af ungum æskumönnum úr héraði vinna viö Kröfiuvirkjun. Hér sjást nokkrir þeirra I kaffitiman- um, en þá gripa menn gjarnan spil. Heimamenn eru í mikium meirihluta starfsmanna við Kröflu og iðnaðarmenn á Norðurlandi hafa fengið mörg ný verkefni. ALLAR STÆRÐIR CHLORIDE-RAFGEYMA FYRIR RAFMAGNS-LYFTARA GETUM VIÐ ÚTVEGAÐ MEÐ STUTTUM FYRIRVARA NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA L PÓLAR H.F. 0 Auónustjarnan á öllum vegum. RÆSIR HF. Skúlagötu 59 sími 19550 LANDKM Þjónustubifreið frá MERCEDES BENZ fer um landið dagana 22. sept. — 9. okt. Staðsetning bifreiðarinnar, hverju sinni, auglýst nánar í útvarpi. 0 Mercedes-Benz MÓNUSTA -UM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.