Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. Núpar í Fljótshverfi Ingólfur Davíðsson: Byggt og búið 96 í gamla daga Núpa i Fljótshverfi er getið i 91. þætti. Hér birtist mynd af bænum gamla, ásamt skýring- um Franz Gislasonar kennara, en hann átti heima á Núpum frá 5.—15. aldursárs á árunum 1941—1952. Þetta var allstór tvi- lvftur torfbær, þiljaður innan. Bærinn, eldhús, skemma og önnur útihús voru með tvöföld- um veggjum, það er — innri veggir hlaðnir úr hraungrjóti, en torfveggir hlaðnir utanum til skjóls. Helgi frá Hörgsdal, sem Franz nefnir, var smiður góður og orðlagður vegghleðslumað- Hér gefur að lita þrjár is- lenzkar konur i þjóðbúningum. Þessi myndakort Helga Arna- sonar keypti ég á Alþingishátið- inni 1930, þá nýkominn frá Dan- mörku. Konan i skautbúningnum er Lilja Sölvadóttir, kona Guð- mundar Guðmundssonar bankagjaldkera. En upphlut bera: Lilja Jónsdóttir, fyrri kona Bergs Jónsáonar bæjar- fógeta og Svanhildur, dóttir Þorsteins Erlingssonar skálds. i Fljótshverfi. (Gamli bærinn hefur i rauninni verið grjótbær, ekki siður en torfbær): Núpar í Fljótshverfi „Þessi mynd er tekin 1959. Var þá ekki búið lengur i gamla bænum og var hann rifinn nokkru siðar. Hafði verið byggt nýtt ibúðarhús um 200 msunnar i túninu. Uppi i hliðinni er lamb- hús, en i bæjarhúsaröðinni eru þessi hús, talið frá vinstri: eld- hús, smiðja, bærinn, skemma, hlaða. Prentist myndin vel sést á þak tveggja húsa bakvið eld- hús, smiðju og bæ: það eru fjós- ið og fjóshlaðan. Innangengt var úr bænum i fjóshlöðuna og það- an aftur i fjósið. Bærinn mun hafa verið byggður um 1905. Eins og sést var bæjarhúsið tvilyft. Þekjan skiptist i efra og neðra ræfur, likt og til forna. Niðri voru bæj- argöng, „kames” (gluggi t.v.) og stofa (gluggi t.h.) en eldhús bakvið með kolaeldavél, en i henni var þó oftast brennt skán. Þar voru einnig moðsuðukassi, handknuin skilvinda og strokk- ur. Hleri var i eldhúsgólfi og undir honum stigi niður i gluggalausan kjallara, þar sem geymdar voru kartöflur, súr- matur og fleira (reyktur matur var geymdur i útieldhúsinu en saltkjöt og sekkjavara i skemmunni). Úr eldhúsinu lá einnig stigi upp á loftið, en það var óskipt. Þar svaf flest fólkið. Hellirinn Gapi sést ekki frá bænum á Núpum. Hann er i sér- kennilegum kletti vestan i Núpafjalli. Þykir mörgum sú náttúrusmið. minna mjög á byggingarlag' Háskóla Islands. Núpur munu draga nafn sitt af Foss(g)núp og Lóma(g)núp sem afmörkuðu hið nýja land- nám Gnúpa-Bárðar, enda mynda núpar þessir náttúrlega umgjörð um Fljótshverfið. Fljótshverfið og Hverfisfljót draga svo nafn hvort af öðru svo sem titt er. Ekki er að efa að búmannleg sjón hafi borið fyrir augu þeirra feðga, Bárðar, Þorsteinsog Sig- mundarer þeir komu með fénað sinn suður Bárðargötu, en trú- lega þætti þeim byggðin ærið hrjóstrug núna, ef þeir mættu lita hana. Þessi sveit hefur ekki boriðsittbarr eftirEld. Einhver tryggð hefur þó arfi Bárðar ver- ið sýnd. Ég á a.m.k. erfitt með að trúa að það sé algjör tilviljun að heimasætan á Núpum — Agnes — sem hóf búskap á nýj- um bæ með ungum manni 1905 — Helga Bjarnasyni frá Hrögs- dal á Siðu — var Sigmundsdótt- ir„ Þorsteinssonar. En hér er komið að ættfræðingum og i þeirra mál ætla ég ekki að blanda mér.” Svanhildur Þorsteinsdóttir Lilia Sölvadóttir Lilja Jónsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.