Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 18

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. Menn og málofni Lífsvenjubreyting er óhjákvæmileg Mynd þessi er tekin af Eyjafjallajökli og eru Flugbjörgunarsveitarinenn á leiö upp skriöjökulinn, sem er liöur i þjaitun peirra. i DaKsyn er Mýrdalsjökull. Timamynd Gunnar. ískyggilegt útlit Horfur i efnahagsmálum Is- lendinga hafa ekki verið iskyggi- legri en nú siðan á tima heims- kreppunnar fyrir siðari heims- styrjöldina. f næstum tvö ár hafa viðskiptakjörin út á við farið si- versnandi og benda l'lestar likur til, að það geti haldist áfram. Einkum eru þö horfur i sambandi við sölu sjávarafurða iskyggileg- ar. bær vonir, að verð sjávaraf- urða i Bandarikjunum kynni að hækka að nýju á þessu ári, hafa brugðizt, og bendir nú fátt til að veruleg breyting verði i þá átt i náinni framtið. Óvissa fer vax- andi i sambandi við saltfisksöl- una, m.a. vegna ástandsins i Portúgal. bá leggja viöskiptaþvinganir þær, sem fslendingar eru beittir i Efnahagsbandalagslöndunum, sivaxandi hömlur á sölu fiskaf- urða þangað, og sennilega munu þær hömlur aukast verulega, ef til nýs þorskastriðs kemur, eins og nú eru allar horfur á. bau sæmilegu lifskjör, sem þjóðin hefur búið við seinustu ár- in, hafa að verulegu leyti byggzt á þvi, að þjóðin hefur lifað um efni fram. Slfkt getur að sjálfsögðu ekki gengið lengi. betta gat verið af- sakanlegt, meðan menn gerðu sér vonir um skjótan bata. Sú von hefur brugðizt. Nú dugir ekki annað en að horfast i augu við þá beisku staðreynd, að lengur er ekki hægt að lifa um efni fram og að það, sem er til skiptanna, fer minnkandi. Nokkur kjaraskerð- ing er óhjákvæmileg, ef ekki á að stefna að hreinu þjóðargjaldþroti. Óhjákvæmileg breyting Einhverjum kann enn að detta i hug, að hægt sé að verjast kjara- skerðingunni með nýjum kaup- hækkunum. bær kauphækkanir yrðu þó fljótlega unnar fyrir gýg, þvi að annað hvort mundu þær leiða til stöðvunar á útflutnings- atvinnuvegunum eða að bæta yrði hlut þeirra með nýjum gengis- fellingum eða öðrum vandræða- ráðstöfunum. Afleiðingin yrði hraðvaxandi verðbólga, sem end- aði með þvi, að krónan yrði einsk- is virði. Á þvi myndu allir tapa, nema ef til vill nokkrir braskarar. bjóðin stendur nú frammi fyrir þeim veruleika, að nokkur lifs- venjubreyting er óhjákvæmileg. Við afgreiðslu fjárlaganna verður að taka upp allt önnur vinnubrögð en áður. bar má ekki láta undan skammsýnum sérréttindakröfum svonefndra þrýstihópa. bar verður að koma til sögu niður- skurður á ýmsum sviðum innan þess ramma, að áfram verði reynt að tryggja næga atvinnu i landinu. Reyna verður að stöðva sem mest allar verðhækkanir og jafnvel að gripa til verðstöðvunar um stund. Launþegasamtök þurfa að fylgja fordæmi hlið- stæðra samtaka i Bretlandi og Kanada, sem sætta sig við, aö sett sé ákveðið þak á kauphækkanir hjá þeim lægstlaunuðu, en hækk- anir stöðvaðar hjá þeim, sem hafa tekjur yfir visst mark. Þrjú meginatriði bað verður mikið verk og vandasamt að glima við þá erfið- leika, sem hljótast af versnandi viðskiptaárferði og nýju þorska- striði. En þá er hægt að yfirstiga, ef þjóðin skilur vitjunartima sinn. 1 þeirri viöureign verður einkum að hafa þrennt i huga: Að tryggja sem bezt hlut hinna lægstlaunuðu, að tryggja næga atvinnu og að fylgja fram byggðastefnunni. Verði þessara sjónarmiða nægilega gætt, ætti þjóðin að geta sigrazt á erfiðleik- unum, án mikilla áfalla til fram- búðar, þar sem þess er lika að vænta, að þeir verði aðeins tima- bundnir, en ekki varanlegir. Ásakanir Um þessar mundir heyrast oft þungar ásakanir i garð stjórn- málamanna. beim er borið á brýn, að þeir hafi ekki snúizt nógu fljótt við efnahagsvandanum og eigi þvi verulega sök á þvi, hvernig komið sé. Astæðan sé m.a. sú, að þeir hafi verið að láta undan alls konar þrýstihópum og þvi ekki treyst sér til að gera það, sem rétt var. Ef talað er tæpitungulaust um þessi mál, fela þessar ásakanir það i sér, að stjórnmálamenn hafi ekki gripið nógu fljótt til kjara- skerðingar og samdráttar og tryggt þannig betri viðskiptajöfn- uð útá viðog minni skuldasöfnun. bá væri staðan hagstæðari i þess- um efnum en hún nú er. Til þess að skýra þessi mál er nokkur söguleg upprifjun nauðsynleg. Áhrif viðskipta- kjaranna Vinstri stjórnin, sem kom til valda á miðju ári 1971, tók við batnandi viðskiptaárferði. betta hélzt nokkurn veginn fram i árs- byrjun 1974. í árslok 1973 var gjaldeyrisstaöan mjög hagstæð. Atvinnuvegirnir hafa sjaldan bú- ið við hagstæöari afkomu en á ár- inu 1973. bessi árangur náðist, þrátt fyrir stórauknar fram- kvæmdir, sökum hinna hagstæðu viðskiptakjara. betta breytist svo skyndilega á fyrra helmingi árs- ins 1974. Viöskiptakjörin fóru að versna og hefur þaö haldizt stöð- ugt siðan. Við það bættust svo hinir óraunsæju kjarasamningar i febrúar 1974. Vinstri stjórnin sá strax að hverju stefndi. Að frum- kvæöi ólafs Jóhannessonar lagði hún fram i mai 1974 frumvarp, sem fól i sér að verulegu leyti ó- gildingu kjarasamninganna frá þvi i febrúar. Hefði verið fallizt á þær tillögur, væri efnahagsá- standið nú allt annað. bvi miður brá þáv. stjórnarandstaða fæti fyrir þetta frumvarp, ásamt meirihluta þingmanna Samtak- anna. Vinstri stjórnin reyndi samt að hamla gegn fyrirsjáan- legum erfiðleikum atvinnuveg- anna, m.a. með bindingu kaup- gjaldsvisilölunnar. beirri stefnu hefur núv. stjórn íylgt. bvi er nú talsverð kjaraskerðing komin til sögu, en samkvæmt kenningum ýmissa þeirra, sem nú deila mest á stjórnina, hefði hún þurft að veröa meiri. bessum ásökunum er þvi að svara, að stjórnin hefur lagt áherzlu á að tryggja næga at- vinnu og vinnufrið og að spádóm- ar hagfræðinga, einkum erlendis, hafa yfirleitt gengið i þá átt, að hér væri aðeins um stundar- kreppu að ræða og að efnahagsá- standið myndi brátt lagast aftur. Illu heilli er nú komið i ljós, að þessar spár hafa verið of bjart- sýnar. bvi verður nú að horfast i augu við að gera þarf róttækari ráðstafanir. Reynslan frá 1967-1971 Vegna þeirra, sem halda þvi fram, að betra hefði verið aö gripa til róttæks samdráttar og mikillar kjaraskerðingar, er ekki ófróðlegt að rifja upp reynsluna frá kjörtimabilinu 1967—1971, þegarslikum aðgerðum var beitt. bessi stefna leiddi bæði til stór- fellds atv.leysis og stórfelldari verkfalla en dæmi eru um hér á landi. tsland setti þá heimsmet i verkföllum og a.m.k. Evrópumet i atvinnuleysi. bá töpuðust 700 þús. vinnudagar vegna verkfalla og 1300 þús. vinnudagar vegna at- vinnuleysis samkv. skýrslum kjararannsóknarnefndar. 1 kjöl- far þessa fylgdi stórfelldur landflótti. Jafnhliða þessú átti sér stað þrefalt til fjórfalt meiri dýr- tiðarvöxtur en i öörum löndum Vestur-Evrópu. Ekkert var gert til að byggja upp skipaflotann eða fiskiðnaðinn á þessum árum. beir, sem vilja fá slikt ástand aftur, geta áfellst núv. rikisstjórn fyrir að hafa ekki farið inn á þessa braut. Framsóknarmenn taka fúslega á sig sinn hluta þeirrar ábyrgðar, að það hefur ekki verið gert. Viðræðurnar við Breta Eftir viðræðufund fulltrúa ts- lendinga og Breta i London i fyrri viku eru sizt meiri likur fyrir þvi en áður, að samkomulag náist fyrir 13. nóvember, og öllu likleg- ast, að nýjar ráðherraviðræður verði ekki haldnar fyrir þann tima, enda eru þær tilgangslitlar, nema einhver von sé um, að heldur þokist i samkomulagsátt. Viðræðurnar, sem fóru fram i London i siðustu viku, snerust að verulegu leyti um siðustu skýrslu islenzku fiskifræðinganna, þar sem lagt er til, að dregið verði stórl. úr þorskveiðum strax á næsta ári. tslendingar byggja af- stöðu sina að sjálfsögðu á þessum niðurstöðum. bað kom hins vegar i ljós, að ótrúlega mikill munur er á niðurstöðum og spám islenzkra og brezkra fiskifræðinga. Að þessu sinni gafst ekki ráðrúm til að gera nákvæma úttekt á þess- um mismun. Niðurstaðan varð þvi sú, að brezkir fiskifræðingar skili áliti um niðurstöður sinar og siðan hittist þeir og islenzkir fiskifræðingar til nánari viðræðna um þessi mál. Fundur þeirra verður sennilega haldinn i Reykjavik 4. nóv. næstkomandi. Frekari viðræður milli rikis- stjórnanna munu ekki fara fram fyrr en að loknum þessum fundi sérfræðinganna og getur hann ráðið miklu um, hvort þær verða einhverjar að sinni eða ekki. Flest bendir til þess, að þær verði ekki fyrir 13. nóvember, eða áður en núgildandi samningur rennur út. Þorskastríð framundan Roy Hattersley, aðstoðarutan- rikisráöherra Breta, hefur endurnýjaö þá yfirlýsingu i neðri málstofu brezka þingsins, að brezka stjórnin muni veita togur- um Breta herskipavernd á Is- landsmiðum, ef nýr landhelgis- samningur milli Islands og Bret- lands hefur ekki verið gerður fyr- ir 13. nóvemb. næstkomandi þeg- ar núgildandi samningur fellur úr gildi. bessa yfirlýsingu Hatters- leys má telja fullnaðarstaðfest- ingu á þvi, sem þeir Wilson for- sætisráðherra og Crosland ráð- herra hafa áður sagt. bannig á að gera íslendingum það nægilega ljóst, hvað framundan er, ef ekki hefur verið samið fyrir áður- nefndan dag. Um það er ekki nema gott að segja, að Bretar komi til dyranna eins og þeir eru klæddir. bað mun hins vegar engu breyta um af- stöðu tslendinga. íslendingar hafa áður átt i þorskastyrjöldum við Breta og sigrað i þeim. bvi fylgir að sjálfsögðu mikil áhætta og sennilega bætast nú við meiri efnahagslegar fórnir en áður, svo að þjóðin verður að herða fastar að sér en ella. En Islendingar munu taka þvi. beir eru að berj- ast fyrir lifshagsmunum sinum og eiga ekki annan kost en að heyja styrjöld, ef Bretar reynast ófáanlegir til að fallast á sann- gjörn sjónarmið þeirra. bað er íslendingum lika ljóst, að sigur- inn verður þeirra, þvi að reynsla er fengin fyrir þvl, að ekki er hægt að fiska til lengdar undjr herskipavernd. bað vita brezk'ir sjómenn, þó að Wilson. Crosland og Hattersley hafi ekki gert sér það ljóst. Örlagaríkur lokaþáttur bótt Islendingum þyki þessi af- staða Breta litið sanngjörn, þýðir ekki annað en að horfast i augu við hana og miða aðgerðir i land- helgismálum við hana. betta þýð- ir, að þjóöin verður að búa sig undir nýtt þorskastríð, sem getur orðið mun erfiðara en hin fyrri. baö getur nú bætzt við fyrri þorskastriö, að beitt veröi ýmsum efnahagslegum þvingunum, sem mjög geta torveldað sölu is- lenzkra sjávarafurða. Vegna efnahagskreppunnar, sem fyrir er, eru tslendingar vanbúnari að mæta slikum þvingunum en oft áður. betta mun i verki þýöa þaö, að þjóöin ætlar aö berjast til sig- urs i nýju þorskastriði, að hún verður að heröa meira að sér og sætta sig um stund við þrengri lifskjör en hún hefur búið við um hrið. Með miklum rétti má segja, að nú sé að hefjast einn örlagarikasti þátturinn i landhelgisbaráttu Is- lendinga frá fyrstu tið. Veiðar út- lendinga á Islandsmiðum minnk- uðu ekki eftir útfærsluna i tólf milur, þvi að það sannaðist, sem Islendingar höfðu haldið fram, að aukin friðun innan tólf milna, myndi einnig auka veiðar utan þeirra. Af útfærslunni i 50 rlrilur hefur fram til þessa náðst sá ár- angur, að veiðar útlendinga á tslandsmiðum hafa minnkað um þriðjung. bað er þvi enn um mikið að berjast. bvi riður nú á, að þjóðin sætti sig við þær byrðar, sem geta orðið óhjákvæmilegar til að tryggja lokasigurinn i land- helgísbaráttunni. b.b.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.