Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 29

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 29
Sunnudagur 2. nóvember 1975. 29 hliöar, var hann búinn að leggja krepptan vinstri hnefa sinn fyrir auga Cunanans. Hinn kreppti hnefi opnaðist, og við sáum augað milli fingra hans. Andvarp leið um salinn. Meðan allir sátu með augun limd á Flores, komumst við Manny að altarinu. Við stönzuðum hálfan annan metra frá Cunanan,*sem hafði lokað vinstra auga. Svo virtistsem hægra auga hefði ver- iðþrýstþrjá til fjóra þumlunga út úr augnatóftinni. Það var opið og starandi, þar sem það sást á milli fingra Floresar. En ekki leit út fyrir, að Cunanan fyndi til neinna óþæginda. Flores tók vasaklút upp Ur vasa sinum og hóf að nudda augað, svipað og maður þurrkar fram- rúöu á bil. — Stórkostlegt, hvislaði enskur blaðamaður að mér. — Hvernig stendur á þvi, að hann getur dreg- iö augað svona langt út?. — Það hefur hann ekki gert, hvislaði ég. — Fylgizt með, þegar hann hefur lokið uppskurðinum, og þarf að koma auganu aftur fyrir. Er Flores hafði nuddað i nokkr- ar minútur, lagði hann vasaklút- innfrá sér,barhægri hönd upp að auganu, kreppti hnefann um það og þrýsti niður, eins og hann væri að reyna að ýta þvi aftur í augna- tóftina. — Hafðu auga með vinstri hendi hans, hvislaði ég að blaðamann- inum. Þegar Flores tók báðar hendur frá og Cunanan opnaði augun, sem virtust bæði i lagi, hélt Flores vinstri hendi krepptri. — Hann hefur augað i þeirri hendi, hvislaði ég. Flores gekk umhverfis upp- skurðarborðið og lagði vinstri höndina kæruleysislega á hillu bak við borðið, þar sem enginn sá til. Ég læddist aftur á bak, unz ég stóð á bak við altarið. Þaðan sá ég hilluna — augað lá á henni. DJÖFULLí stórutánni Sunnudagsmorgun nokkurn komum við Manny til kirkju Davids Oliganis klukkan hálftiu. Klukkan tiu var kirkjan fullsetin og „guðsþjónustan” hófst. Fyrst komst Clorita, aðstoðar- kona Davids, i dáleiðsluástand. Hún átti að leika hlutverk miðils og taka við boðum frá himnum meðan á athöfninni stæði. David gerði þrjá til fjóra venjulega magauppskurði, en hann með- höndlaði einnig nokkra sjúklinga með „óeðlilega” sjúkdóma. „Oeðlilegur” var sjúkdómurinn, ef hann, eða sársaukinn, stafaði frá djöfli, sem hefði setzt að i likama sjúklingsir.s. 1 rauninni framdi hann særingar. Einn sjúklinganna var roskin kona með stór, dinglandi brjóst. Húðin undir þeim var sprungin, og þar voru mörg sár, sem vætl- aði Ur. — Þessi sjúklingur hefur fengið meðhöndlun hjá venjulegum læknum i sex mánuði, sagði David, — en hefur ekki hlotið lækningu. Hún er nefnilega fórnarlamb „óeðlilegs” sjúk- dóms. Hún þarfnast alveg sér- stakrar meðferðar. Litið á. Hann gekk að borðinu, sem konan lá á, ber aðofan. Hann tók i vinstri fót hennar og tók að snúa upp á vinstri stórutá hennar. Konan gaf frá sér ferlegt öskur og fór að bylta sér á borðinu. Þvi meira sem hún öskraði og bylti sér á borðinu, þvi harðara snéri David upp á stóru tána. — Halló, djöfullinn þinn! öskr- aði hann. — Hafðu bara hátt um þig. Komdu þér út af þessari konu! Að nokkrum minútum liðnum, þegar konan var hætt að öskra, setti hann fótinn niður og kom til min. — Hún man ekkert af þessu eft- ir á, sagði hann. — En djöfullinn yfirgaf hana og brátt mun hún verða frisk. SEFJUN ER ekki dulspeki Ég held, að það geti verið gagn- legt að skrifa svolitið um þær hliðar læknavisinda og lækninga, sem leikmenn bera venjulega ekki skyn á. Við skulum byrja á hæfileika likamans til að lækna sig sjálfur. Kathryn Kuhlman, amerísk kona, sem læknar með hjálp trúarinnar, er vön að segja : — Ég lækna ekki. Það er heilagur andi, sem læknar gegnum mig. Við læknar ættum einnig að geta sagt, að i vissum skilningi læknum við sjúklinga ekki heldur. Beinbrot er ágætt dæmi um það, sem ég á við. Litum á tiu ára snáða, sem dettur niður Ur tré og brýtur fótinn. Ég tek nokkrar röntgenmyndir til að finna brot- staðinnog sjá i hvaða stefnu brot- in visa. Siðan minnka ég brotopið, þ.e.a.s. ég stýri brotendunum þar til þeir stefna rétt hvor að öðrum. En það er snáðinn, sem brotinn er, sem græðir brotið, ekki ég. Það kann að vera, að ,,náttUru”læknar geti fengið sjúklinga sina til að læknast hrað- ar en ella einfaldlega með alls konar uppátækjum, helgisiðum, eða hreinlega persónulegum áhrifum. Samt sem áður verðum við að viðurkenna, að ,,náttúru”læknar —og þar með á ég við fólk utan læknastéttarinn- ar, sem fullyrðir, að það geti læknað sjúka — er að vissu leyti fært um að lækna. Til að skilja þetta verðum við að skilja ofurlitið um ósjálfvirka taugakerfið og dáleiðslu, eða vald sefjunar. Maðurinn hefur tvö taugakerfi, sem við getum til hægðarauka kallað ósjálfvirkt og sjálfvirkt taugakerfi. Þegar við erum frlsk, stjórnum við sjálf ósjálfvirka taugakerfinu. En undir venjuleg- um kringumstæðum er þvi ekki þannig farið með sjálfvirka taugakerfið. Sjálfvirka taugakerfið er spunnið eins og finn köngulóar- vefur, og margar taugarnar eru ósýnilegar. Þær eru innan i brjóst- og kviðarholi og senda leiðara til hjarta, lungna, augna, blóðæða, innyfla ogkirtla, þ.e.a.s. þeirra likamshluta, sem venju- lega eru án okkar eftirlits. Þegar sjálfvirka taugakerfið starfar ekki eins og vera skal, geta komið fram alls konar sjúk- dómseinkenni og sjúkdómar: asrua, skeifugarnarsár, ristil- bólga, hægðatregða, blæðinga- vandræði, exem, vangeta, hækkaður blóðþrýstingur, niður- gangur og höfuðverkur. Takist okkur að leiðrétta sjálfvirka taugakerfið, getum við læknað einkennið eða sjúkdóminn. Frumurnar i magaveggnum framleiða saltsýru, sem hjálpar til að melta matinn. Þegar við borðum, örvar vagus-taugin (skreyjutaugin, taugin viðförla), eða innyflataugin, frumurnar, sem mynda sýru. En ef skreyju- taugin t.d. fer að örva frumurnar of oft og of lengi, verður sýruinni- hald magans meira en nauðsyn- legtertil að melta matinn. Aðþvi Reykjavík — Skeið — Hreppar Farþegar með áætlanabilum Landleiða á Skeið og i Hreppa — athugið: Frá 1. nóvember breytast brottíarartímar frá Reykjavik á þriðjudögum og fimmtu- dögum i samræmi við áætlun i leiðabók og verða kl. 17.30 i stað 18.30 áður. LANDLEIÐIR H.F. Bílskúrshurðir TOKAAAOX Breidd: 240 og 270 cm Hæð: 210 cm Aðrar stærðir eftir pöntun — SJÁUM UM UPPSETNINGU — SÉRLEGA HAGSTÆTT VERÐ ^ TIMBURVtRZlUNIN VÚIUNDURhf Klapparstig 1. Skeifan 19. Símar 18430 — 85244. VÉIABCCe SUNDABORG Klettagörðum 1 Sími 8-66-80 Amerískir ARCHCCAT árgerð 1976 komnir 40 og 45 hestöfl kemur, að sýran étur gat á vegg skeifugarnarinnar, og afleiðingin verður magasár. Reynslan hefur kennt okkur, að það er spenna og óttatilfinning, sem koma skreyju- tauginni til að starfa of mikið. Ef við getum ekki breytt lifnaðarháttum okkar, er önnur aðferð til, til að hafa áhrif á sjálf- virka taugakerfið, stundum tekst lækni,, eða einhverjum öðrum, sem fæst við lækningar, að fá sjúkling til að hugsa fast „ég skal ekki vera svona spenntur”. Þá er til i dæminu, að skreyjutaugin hætti að starfa of mikið, svo að magasárið læknast. ÁHRIF SEFJUNAR Það á ekkert skylt við krafta- verk, að „náttúru’Tækni tekst stundum að hafa áhrif á sjUkling og lækna einkenni eða sjúkdóma með sefjun, hvort sem hann notar handayfirlagningu eða ekki. Læknar geta það líka. 1 þessum tilfellum læknar sjúklingurinn sig sjálfur með þvi að leiðrétta veil- una I sjálfvirka taugakerfinu. Fyrirkemur, að dáleiðsla, eða sefjun, læknar fólk, sem ekki þjá- ist áf sjúkdómum i liffærum, heldur er taugaveiklað eða móðursjúkt. Allir „náttúru’Tæknar nota dá- leiðslu að vissu marki og oft með góðum árangri. Sefjun, eða dá- leiðslu, má bæði nota á góðan og slæman hátt. I frumstæðum samfélögum, þar sem flest fólk trúir I blindni á dulrænar gáfur „náttúru’Tæknis- ins eða galdramannsins, er yfir- leitt slæmi hátturinn hafður á. Þessir „læknar” nota særingar yfir sjúklingunum, og oft kemur i ljós, að særingarnar hafa áhrif. Ög eins og „náttúru’Tæknarnir eru þeir einu, sem samkvæmt hefömega nota særingar, eru þeir einir færir um að nema brott áhrif særinganna. Þótt trú i blindni sé mest áber- andi i frumstæðum þjóðfélögum, rekumst við stundum á þetta sama fyrirbæri i þróðari sam- félögum. Þær vinsældir, sem „The Exorcist” (Særingar- maðurinn) hlaut, sýna, hversu ginnkeypt við erum fyrir frum- stæðum hugmyndum. Sérhvert tilfelli, þar sem djöfullinn á að hafa tekið sér ból- festu i likama manneskju, sem hefur verið kannað vel, er hægt að útskýra einfaldlega sem móður- sýki, eða einhvers konar geðræn- ar truflanir. Þegar allt kemur til alls, erum við ekki eins fjarri frumstæðum hugmyndaheimi og við Imyndum okkur. HLUTAVELTA ■ Kirkjufélags Digranesprestakalls verður haldin að Álfhólsvegi 1-3 í dag, sunnudaginn 2. nóvember kl. 13,30 (gengið inn fró Skeljabrekku) GNÆGÐ GÓÐRA MUNA — m. a. stóll, borð, hillur, hjólbarðar, matvörur, myndir I EKKERT HAPPDRÆTTI! — ENGIN NÚLL! Fjóröflunarnefndin I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.