Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 23

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 23
Sunnudagur 2. nóvember 1975. TÍMINN 23 4000 FULLTRUAR Á ALÞJÓÐAÞINGI LÖGFRÆÐINGA ALÞJÓÐAÞING lögfræðinga var nýlega haldið i Washington og þótti nokkur viðburður, þvi að jai'nfjölinennt þing lögfræðinga hefur ekki verið háð áður. Þingið sóttu lögfræðingar frá 132 þjóð- um, um 2000frá öðrum þjóðum en Bandarikjunum og um 2000 frá 50 fylkjum Kandarikjanna. Alþjóðaþingið var háð á vegum stofnunarinnar „World Peace Through Law”, sem hefur að markmiði að efla frið og velsæld með aðstoð laga og er studd af Alþjóðasambandi dómara, Al- þjóðasambandi lögmanna og Al- þjóðasambandi lagaprófessora. Tveir Islendingar mættu á þinginu, þeir Páll S. Pálsson hrl., formaður Lögmannafélags Is- lands, og dr. Gunnlaugur Þórðar- son hrl. A meðal viðfangsefna ráðstefn- unnar voru almenn mannréttindi (og sökum kvennaársins var lögð sérstök áherzla á jafnrétti kynj- anna), flóttamannavandamálið, alþjóðadómstóllinn, hafrétt, hvalveiðar, mengun lofts og sjáv- ar o.fl. o.fl. Dr. Gunnlaugur Þórðarson tók þátt i umræðum og ályktunum varðandi hafréttinn og færði rök fyrir ákvörðun Islendinga um út- færslu landhelginnar i 200 sjómil- ur. Einnig tók hann þátt i umræð- um um hvalveiðar og benti á, hve stranglega tslendingar fylgdu alþjóðlegumákvörðunum um.tak- markaðar hvalveiðar. Páll S. Pálsson hrl. tók þátt i fundarhöldum og nemendastörf- um varðandi Alþjóðadómstóllinn, enda var hann skipaður fram- sögumaður og skilaði ráðstefn- unni sameiginlegri ályktun um aukið valdsvið alþjóðadómstóls- ins og gaf skýrslu um þingstörfin varðandi þetta mál. Ráðstefnan gerði margar ályktanir um ofangreind málefni, og verða þær sendar rikisstjórn- um allra hlutaðeigandi landa. Ford Bandarikjaforseti bauð ráðstefnufulltrúum að skoða Hvita húsið og flutti þeim ávarp, þar sem hann lagði rika áherzlu á þýðingu þess fyrir almenn mann- réttindi og heimsfriðinn, að lög- fræðingar störfuðu saman að þessum málefnum. Athöfn þess- ari var sjónvarpað um Bandarik- in næsta kvöld. Margir heimsþekktir lög- fræðingar fluttu ávörp og ræður á þinginu, svo sem forseti alþjóða- dómstólsins sem lagði rika áherzlu á þýðinguþess fyrir almenn mannréttindi og heims- friðinn, að lögfræðingar störfuðu saman að þessum málefnum. Athöfn þessari var sjónvarpað um Bandarikin næsta kvöld. Margir heimsþekktir lög- fræðingar fluttu ávörp og ræður á þinginu, svo sem forseti alþjóða- dómstólsins, Manfred Lachs, Warren E. Burger, forseti hæsta- réttar Bandarikjanna, Sir Philip Noel-Baker, friðarverðlaunahafi Nóbels, fyrrum ráðherra i nokkr- um brezkum rikisstjórnum, og Charles S. Rhyne, hinn mikilvirki forseti alþjóðasamtaka lögfræð- inga. PARKET ' Staða kvenna rædd í Lýðhdskólanum í Skdlholti I LÝÐHASÍÍÓLANUM i Skálholti tókukonursér fri frá störfum við matseld og kennslu á kvennafri- daginn, 24. október sl. Karlmenn önnuðust matargerð og fram- reiðslu, og hefðbundin kennsla var felld niður. Þess istað settust nemendur ogstarfsfólk á rökstóla og ræddu stöðu kvenna. Þar voru samþykktar eftirfarandi ályktan- ir. Ráðstefna nemenda og starfs- fólks Lýðháskólans i Skálholti, haldin 24. október 1975,. hvetur konur til aukinnar þátttöku i stjórnmálum til þess að jafna hlutfall milli fjölda karla og kvenna á Alþingi og i bæjar- og sveitarstjórnum. Ráðstefnan mælir með þvi, að eftirfarandi ákvæði verði sett á hjúskaparlög: — Hvort hjóna sem er getur krafizt þess, að hjón hafi aðskilinn f járhag. Skal þá tekjum beggja hjóna skipt aö jöfnu. Ráðstefnan bendir á ákvæði i lögum um jafnlaunaráð (nr. 37 1973) þess efnis, að óheimilt sé að mismuna fólki eftir kynferði i launagreiðslum og atvinnuráðn- ingum. Enn fremur er athygli vakin á ákvæðum i lögum um réttindi og skyldur hjóna (nr. 20 1923), um skyldurbeggja hjóna til framfærslu fjölskyldu og vinnu á heimili. Ráðstefnan hvetur til eflingar dagheimila, þar sem börn fá dvalið meðan foreldrar þeirra vinna eðlilegan vinnutíma utan heimilis. Störf barnaskóla verði skipulögð með sama hætti. Ráðstefnan telur það þó mikils- verðast af öllu að breyta hugsun- arhætti fólks þannig, að litiö verði á konur og karla sem jafningja. Opið hús í franska bóka safninu á þriðjudögum FRANSK-ISLENZKA félagið, Alliance francaise, standa fyrir reglubundnum dagskrám annan hvern þriðjudag, hinn fyrsta og þriðja hvers mánaðar, i Franska bókasafninu á Laufásvegi 12. Verður þar bryddað upp á ýmsu efni, sem tengt er franskri menn- ingu og samskiptum Islands og F'rakklands fyrr og nú. Hér er um að ræða bæði fyrirlestra, mynda- sýningar, kaflar og atriði flutt úr bókmenntum og flutning á ýmiss konar tónlist. Sendiráð Frakka á íslandi mun þar að auki sýna þar _ reglulega franskar kvikmyndir’ aðra þriðjudaga i hverjum mán- uði, bæði nýjar og eldri — og verða þær allar með enskum text- um. A þennan hátt verður i vetur „opið hús” i Franska bókasafninu á þriðjudagskvöldum, og á þar á þeim tima jafnan að vera hægt að ganga að einhverju til gleðiauka og umhugsunar. Þessi reglubundna starfsemi i Franska bókasafninu hefst þriðjudaginn 4. nóvember kt. 20.30, en þá verða á dagskrá um- ræður um hvernig Island er kynnt i Frakklandi. Sýndar verða tvær tslandskvikmyndir, Þrir svipir Islands (með frönskum texta) eftir Magnús Magnússon og Ern eftir aldri eftir Magnús Jónsson. Báðar eru þessar myndir nýjar og er ætlað að kynna Island og is- lenzk viðhorf erlendis sem innan- lands. Dagskrár i Franska bókasafn- inu i vetur verða jöfnum höndum á islenzku og á frönsku og er öll- um, sem áhuga hafa heimill að- gangur. Franska bókasafnið er auk þess opið alla virka daga frá kl. 17—19. Fallegt, níðsterkt og auðveldast að þrífa EGILL ÁRNASON H.F. Skeifunni 3 — Sími 82111 ;'Á : . , í Tímanum DMlSSHðll Innritun nemenda í alla aldursflokka (yngst 4ra ára) fer fram í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 4. og miðvikudaginn 5. nóvember kl. 1-7 báða dagana ATHUGIÐ! INNRITUN AÐEINS ÞESSA TVO DAGA!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.