Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. Á BÓKAMARKAÐINUM SYSTURFORLÖGIN Iöunn, Illaðbúö og Skálholt gefa út á árinu um fjörutiu bækur, þegar meö eru taldar endurprentanir áður útkominna bóka. Meðal hinna nýju bóka eru þrjár frumsamdar skáldsögur. Má þar fyrst nefna nýja skáld- sögu eftir Véstein Lúðvíksson, sem nefnist Eftirþankar Jóhönnu, nútima Reykjavikur- saga sem fjallar um fertuga, tvlskilda fimm barna móður og Slefán Júliusson. Vcsteinn Lúðviksson. örlagarikt ástarsamband henn- ar. Vésteinn vakti sem kunnugt er mikla athygli með skáldsögu sinni „Gunnar og Kjartan”, sem út koma fyrir fáum árum. Ný skáldsaga eftir Stefán Júliusson nefnist Agúst, og er hún hvorttveggja i senn: ástar- saga og hárbeitt ádeila á bitl- ingakerfi embættismanna- valdsins. Þriðja skáldsagan er mjög athyglisverð frumsmið ungs höfundar, Guðlaugs Ara- sonar, en hún hefur enn ekki hlotið endanlegt nafn. Þorgeir Þorgeirssonsendir að þessu sinni frá sér tvær bækur. önnur nefnist Það er eitthvað sem enginn veit og er byggð á frásögn Lineyjar Jóhannesd. skáldkonu frá Laxamýri, en hún var bróðurdóttir Jóhanns Sigur- jónssonar skálds. Bók þessi fjallar um Laxamýrarheimilið og fólkið þar á uppvaxtarárum Guðlaugur Arason. Nú hefur Innréttingabúðin enn einu sinni endurnýjað teppalagerinn sinn. Þeir eiga nú hvorki meira né minna en 60 nýja liti og mynstur, og bjóða góða greiðsluskilmála ja hérnai OKKAR AÐALL ER: Þorgcir Þorgeirsson. Lineyjar, en þar var höfuðból i orðsins sönnustu merkingu. Og meðal þeirra sem við sögu koma, er að sjálfsögðu Jóhann Sigurjónsson. Hin bókin frá hendi Þorgeirs geymir frum- samin og þýdd ljóð og ber titil- inn 9563-3005:11. Sigurður A. Magnússon. Önnur ljóðabók kemur út á vegum Iðunnar, Naktir stóðum við.þýðingará ljóðum 5 þekktra griskra skálda eftir Sigurð A. Magnússon. Lýsa þau pólitisk- um örlögum Grikkja á þéssari öld. Og að auki kemur svo þriðja bindi af Visnasafninu, sem Sigurður Jónsson frá Haukagili hefur safnað og valið, en tveim- ur fyrstu bindum þessa safns hefur verið vel tekið af almenn- ingi, sem enn virðist kunna að meta snjallar lausavikur. Sigurður Jónsson frá llaukagili. Vfsiur Æra Tobbavoru prent- aðar i lok síðast liðins árs, en urðu of siðbúnar til dreifingar á þvi ári. Verður þeim þvi dreift nú. Eru þar saman komnar á einn stað allar þær visur Tobba, sem tekizt hefur að hafa upp á. Jónfrá Pálmholtisafnaði visun- um og ritar inngang um Tobba og vlsnagerð hans. Myndir i bókina teiknaði Hringur Jóhannessonlistmálari. Upplag bókarinnarerlitið, en 100 eintök eru f tölusettri sérútgáfu. Persónuleiki skólabarnsins neftiist bók, sem samin var að frumkvæði Barnaverndarfél. Reykjavikur. Höfundar eru eliefu auk dr. Matthiasar Jóns- sonar.sem annaðist útgáfu bók- arinnar. Allir eru höfundarnir sérfræðingar, hver á sinu sviði, en bókin er eigi að siður ljós og auðskilin. Hún er ætluð kenn- aranemum og starfandi kennur- um og ætti að vera mikill fengur foreldrum, sem fylgjast af áhuga með þroska barna sinna. Þá koma út þýddar skáldsög- ur eftir brezku metsöluhöfund- ana Alistair MacLean og Hanimond Innes.Bók hins fyrr- nefnda heitir Launráð i Von- brigðaskarði en hins siðar- nefnda Hefndgömlu námunnar. Eins og áður eru námsbækur og bókmenntaútgáfur fyrir skóla mjög verulegur þáttur i útgáfustarfi þessa forlaga. Er jafn 'mikið um endurútgáfur slikra bóka, og skulu þær ekki tiundaðar hér. En nýjar bækur af þessu tagi eru einnig all- margar. Njörður P. Njarðvik. Saga, leikrit, ljóð nefnist bók eftir Njörð P. Njarðvik lektor. Fjallarhúnum undirstöðuatriði bókmenntagreiningar og er fyrst og fremst hugsuð sem kennslubók handa menntaskóL um og hliðstæðum framhalds- skólum, en á jafnframt ótvirætt erindi til almennings, sem áhuga hefur á að brjóta bók- menntir til mergjar. Þá er að nefna nýja útgáfu á Snorra Eddu, sem fyrst og fremst er ætluð skólum, en á þó jafnt erindi tii þeirra sem kynn- ast vilja þessu merkisriti. Laus- málstexti er prentaður með nú- timastafsetningu, en visur eru Pálí Skúlason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.