Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 30

Tíminn - 02.11.1975, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 2. nóvember 1975. Illjómleikum „The Monkees” hefur verið ákaflega vel tekiö og hvarvetna hefur verið uppselt löngu áöur en hljómleikarnir byrja. A þessari mynd má sjá hljómsveitina á sviði i þessari fyrstu hljóm- leikaferð eftir „endurstofnun” og það er Mickey Dolenz, sem er næstur okkur á myndinni. „Apakötturinn" Davy Jones hefur áreiðanlega ekki alveg liðið úr minni islcndinga, en hann var og er nú aðalsöngvari „Monkees". ÞAÐ ERU EFLAUST fáar popp- hljómsveitirnar, sem eru Is- lendingum jafn vel kunnar og bandarfska hljómsveitin „The Monkees”, sem um alllangt skeiö birtist reglulega á sjónvarps- skerminum, og einmitt á þeim tima, þegar fólk sat mest og góndi á kassann, þ.e.a.s. á fyrstu árum sjónvarpsins. Hljómsveitin hætti nokkru síðar, eða 1969, og litið hefur spurzt til þeirra félaga frá þeim tima, utan hvað einhvers staðar mátti lesa á prenti, að Pete Tork væri orðinn svo fátækur, að hann ynni fyrir sér með þvi að þvo upp diska, á ónefndum mat- sölustað vestur i Bandarikjunum — og að Mike Nesmith farnaðist sæmilega sem session-manni. Af hinum tveimur hafa engar sögur farið. Nú hefur það gerzt, sem fáa ✓ komnir s£tur fra rr) sjönarsyiðið hefur sennilega órað fyrir, að Davy Jones og Mickey Dolenz hafa endurvakið hljómsveitina ásamt tveimur öörum, Tommy Boyce og Bobby Hart, sem Nú-timinn kann engin deíli á, en þeir munu þó hafa samið talsvert af lögum, og eitthvað af „hit-lög- um Monkees”. Að sjálfsögðu var Mike Nesmith og Pete Tork boðið að taka þátt i endurstofnun hljóm- sveitarinnar, en báðir höfnuðu þvi boöi. Nesmith hafði hreinlega engan áhuga, sennilega I og með vegna þess að hann er virtur tón- listarmaður um þessar mundir og hefur ekki yfir neinu að kvarta, og Pete Tork stundar kennslu- störf í Kaliforníu. Endurkoma Apanna hefur vak- ið feiknalega athygli, og hundruð gamalla aðdáenda hafa orðið frá að hverfa, þegar uppselt hefur orðið á hljómleika þeirra, en það ku aöeins taka örskamma stund að selja alla miöana. Og það er ekki aðeinsaðaðdáendurnir fagni komu „Monkees” fram á sjónar- sviöið aftur, gagnrýnendur hafa lýst hljómleikum þeirra meö hástemmdum lýsingarorðum. Sagt er, að þessi fyrsta hljóm- leikaferö þeirra hafi orðið til þess að „Monkees” séunúafturá allra vörum, og á einum stað var sagt, að þeir þyrftu ekki að kviða framtiðinni, ef væntanleg LP-plata þeirra væri I einhverju samræmi við hljómleikana. Hin nýja „Monkees” hefur þó Hú n spor mestmegnis gefið gömlu góðu „Monkees”-lögunum nýtt lif, og að sögn erlendra tónlistarblaða hefur prógramm þeirra að veru- legu leyti byggzt upp á gömlu lög- unum, s.s. „Little Bit Me”, „I Wanna Be Free”„ „Daydream Believer”, „She”, „Valerie” og siðast en ekki sizt „I’m A Believer”, sem varð gifurlega vinsælt og mesta „hit”-lag Monkees fyrr á árum. — Ég skammast min hvorki né er feiminn fyrir það sem við gerð- um hér áður. Mér finnst, að „Monkees” hafi flutt mjög góða tónlist og komið á framfæri ýms- um góðum lagasmiðum, sagði Mickey Dolenz, skömmu eftir að hljómsveitin var endurvakin. fetar í fót- pabba síns ÞESS ERU fleiri dæmi nú á slð- ustu tveimur árum, en á löngu timabili þar á undan, að iög, sem eitt sinn uröu feiknalega vinsæl, — þjóta allt I einu upp alla vin- sæidariista á ný, öilum á óvörum, og án þess að nokkur viðhlitandi skýring sé sjáanleg. Nýjasta dæmið um sllkar endur-vinsældir er lag brezka sniliingsins David Bowie’s, „Space Oddity”, sem frægt varð fyrir u.þ.b. sjö árum, og gerði jafnframt David Bowie að átrúnaðargoði þúsunda ung- menna viöa um heim. Nú trónar þetta sama lag á toppi margra vinsældarlista og hefur farið geysihratt upp listana. Það, sem kannski vekur mesta furðu I sam- bandi við endur-vinsældir laga — og er engin undantekning hvaö lag Bowie’s áhrærir — er aö lögin eru alls ekki i breyttri eða endur- bættri útgáfu. Þetta er nákvæm- lega sama platan —ef svo má að oröi komast — sem vinsæl veröur aftur. 1 þessu sambandi er kannski ekki úr vegi að minnast allra þeirra fjölmörgu „gömlu” laga, sem skipað hafa mörg eftirsótt- ustu sæti vinsældarlista siðustu mánuði. Hér er átt við þau lög, sem gefin eru út á ný, I breyttum útsetningum og oft með öörum flytjendum, en fluttu þau áður. Aldrei nokkurn tima hefur önnur eins alda af „gömlum” lögum steypzt yfir fólk, bæði lög, sem gefin voru út á bernskuárum poppsins og ekki siður lög ára- tugsins milli 1950-1960. Um þessar UNGA STÚLKAN sem hér sézt brosa svona blítt til Nú-tima- lesenda heitir Nataiie Coie og hún fetar svo sannarlega i fótspor pabba gamla, sem er enginn ann- ar en Nat King Cole. Hin unga, gjafvaxta dóttir hans er nú byrjuö að syngja hástöfum, og það hefur boriðþann árangur að nýjasta 2ja laga piata hennar með aðallaginu „This Will Be” er komin nokkuð ofariega á ýmsa vinsældarlista og fer hækkandi. Þvl miður hefur þessi piata Nataiie Cole ekki bor- izt lil landsins, svo erfitt er að dæma um sönghæfiieika stúikunnar— en hafi hún eitthvað af hæfileikum föður slns, ætti senniiega ekki að væsa um hana á iistabrautinni. mundirer t.d. lagið „I Only Have EyesFor You” sem ereldgamalt, i efsta sæti margra vinsældarlista I útsetningu Art Garfunkels. I tónlistarblöðum hefur ein- staka sinnum mátt sjá skýringar á þessum fyrirbærum og þeir, sem bölsýnastir eru, halda þvi blákalt fram, að ástæðán sé ein- vörðungu sú, að popptónlistin sé gengin sér til húðar og nýjasta poppframleiðslan standi „gömlu” lögunum einfaldlega að baki. Frá minum bæjardyrum séð er þessi skýring afar hæpin. Aðrir hafa bent á, að með sýn- ingu kvikmyndarinnar „Ameri- can Graffity” hafi gripiö um sig þessi ógurlega hrifning á „gömlu” lögunum. Orsaka þess- ara fyrirbæra sé þvi að leita i þessu tizkufyrirbrigði. Liklegt er að þessi skýring fái betur staðizt en sú sem fyrr var drepiö á, — enda nokkuð augljóst, ef marka má vinsældir kvikmyndarinnar og platnanna tveggja sem fylgdu i kjölfarið og báru heiti myndar- innar. Skopmyndin hér að ofan er af David Bowie. —Gsal— v& ; \ ' % LEndur-vinsældin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.