Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.11.2005, Blaðsíða 4
4 6. nóvember 2005 SUNNUDAGUR Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness árið 2004 edda.is Bátur í kilju Gerður Kristný „Yfirvegað og fyndið.“ - FBI, Mbl. „Mæli hiklaust með henni,“ - SMJ, Rúv. ATVINNUMÁL Síminn hyggst fjölga starfsfólki í söluveri fyrirtækis- ins og flytja hluta starfsemi sölu- versins til Akureyrar en við það skapast allt að sextán hlutastörf fyrir norðan. Markmiðið er að nýta betur starfstöð Já, dótturfyrirtækis Símans, á Akureyri en Já er einnig með starfstöðvar á Egilsstöðum og í Reykjavík. Söluver Símans sér um sölu og eftirfylgni á vörum og þjónustu fyrirtækisins en umfangsmesta verkefni ársins hefur verið sjón- varpsdreifing um ADSL-kerfi Sím- ans. - kk Söluver Símans: Fleiri störf á Akureyri BANDARÍKIN, AP Netfyrirtækið Amazon, sem selur milljónir bóka á hverju ári, hyggst nú bjóða viðskiptavinum sínum að kaupa stakar síður á nokkra aura eða krónur. Jeff Bezos, framkvæmda- stjóri fyrirtækisins, segir þetta lið í að auka þjónustuna. Fólk sem kaupi síður geti lesið þær á rafrænu formi. Bezos segir að þessi þjónusta muni til dæmis nýtast námsmönnum sem þurfi kannski bara að lesa einn kafla í dýrri bók. Eins muni þetta nýt- ast ferðafólki sem vilji lesa um ákveðinn áfangastað í ferðabók eða matgæðingum sem vilji eina uppskrift úr matreiðslubók. Ákvörðun Amazon kemur í kjölfar þess að netfyrirtækið Google opnaði nýja leitarvél í vikunni þar sem fólk getur leitað að bókum á rafrænu formi sem hýstar eru á einkasíðum. ■ Nýjung í bóksölu á netinu: Hægt að kaupa stakar síður DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt karlmann á þrí- tugsaldri í 45 daga fangelsi fyrir tvöfalda líkamsárás. Hann var jafnframt dæmdur til greiðslu þjáningar- og miskabóta til beggja þolenda. Líkamsárásirnar áttu sér stað á veitingastaðnum Klúbbnum í október í fyrra. Málsatvik voru þau að maðurinn réðist að stúlku á þrítugsaldri á salerni skemmtistaðarins og síðan á karlmann sem reyndi að koma henni til aðstoðar. Bæði kröfðust bóta og var árás- armanninum gert að greiða kon- unni tæplega 140 þúsund krónur og karlinum 180 þúsund. Að auki var honum gert að greiða máls- varnarlaun. ■ Réðist á stúlku á salerni: Dæmdur í 45 daga fangelsi ELLIHEIMILI „Þeir dvalarmenn sem fá lífeyrisgreiðslur geta haldið eftir rúmum 45 þúsund krónum, og síðan má vistheimilið taka af þeim afganginn,“ segir Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara. Hún segir gjaldið vera það sama hvort sem einstaklingur- inn deili herbergi með maka eða einhverjum ókunnugum. Margrét segist vita til þess að fólk þurfi að greiða 150 þúsund krónur fyrir vist á elliheimili vegna þess að það fái háar lífeyrisgreiðslur. „Þetta er jafnvel þótt það sé í her- bergi með tveimur öðrum,“ segir Margrét. Hún segir Félag eldri borgara hafa gagnrýnt þetta fyrir- komulag harðlega. Soffía S. Egilsdóttir, forstöðu- maður félagssviðs og vistunar hjá Hrafnistu í Reykjavík, útskýrir að hér sé um tekjutengdar greiðsl- ur að ræða. „Sá sem er með 50 þúsund krónur í lífeyri greiðir ekki neitt fyrir dvölina en aðrir einstaklingar geta verið að greiða allt upp undir 180 þúsund á mán- uði. Það eru einstaklingar með hlutfallslega háan ellilífeyri,“ segir Soffía. Soffía segir að raunverulegur kostnaður við hvern dvalarmann geti verið mun meiri, sérstaklega ef þörf sé á dýrum lyfjagjöfum. „Tryggingastofnun greiðir þennan mismun og þannig er alveg sama hvar vistmaður er eða hversu veikur hann er,“ segir Soffía. Hjúkrunarheimilið Sóltún í Reykjavík er einkarekið en vinn- ur samkvæmt þjónustusamningi við ríkið. Þar fengust þær upp- lýsingar að farið væri eftir sömu reglum Tryggingastofnunar og annars staðar við að reikna út kostnað einstaklingsins af vistun. Kostnaðarþátttaka Trygginga- stofnunar á hvern dvalarmann er reiknuð út fyrir hvern og einn. „Notast er við vísitölu sem köll- uð er hjúkrunarþyngd þar sem stofnunin greiðir 13.670 krónur á dag fyrir dvalarmann í hjúkrun- arþyngd 1,“ segir Júlíus Rafns- son, framkvæmdastjóri elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar í Reykjavík. Við þetta bætist fer- metragjald sem er misjafnt milli dvalarheimila, en þau nýrri eru að jafnaði rúmbetri. „Svo er náttúr- lega spurningin hvort allt felist í fermetrum,“ segir Júlíus. smk@frettabladid.is/saj@frettabladid.is ELLIHEIMILI Dæmi eru um að vistmenn á elliheimilum borgi 180 þúsund á mánuði fyrir dvöl sína, óháð því hvort þeir deili herbergi með ókunnugum eða ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Greiða allt að 180 þúsund fyrir vistina Margrét Margeirsdóttir, formaður Félags eldri borgara, segir vistmenn á elli- heimilum þurfa að greiða sama mánaðargjaldið hvort sem þeir deili herbergi með ókunnugum eða ekki. Greiðslurnar eru tekjutengdar og fara eftir lífeyri. Sofnaði undir stýri Bifreið var ekið út af Reykjanesbraut norðan Grænáss á öðrum tímanum í fyrrinótt en ökumaður bifreiðarinnar kveðst hafa sofnað undir stýri. Ökumaður reyndi að koma bifreið sinni upp á veginn aftur án árangurs en hún stöðvaðist síðar á stórum grjót- hnullungi. Bifreiðin skemmdist mikið en ökumaður slapp ómeiddur. Með fíkniefni í orlofsbústað Fimm menn voru teknir höndum eftir að fíkniefni fundust í orlofsbústað við Svignaskarð seint í fyrrinótt. Lagt var hald á fíkniefni, bæði sveppi og amfet- amín, að sögn lögreglu í Borgarnesi. Pústrar í Hreðavatnsskála Nokkrir pústrar komu upp á dansleik sem hald- inn var í Hreðavatnsskála í fyrrinótt. Þá var einn stöðvaður grunaður um ölvun við akstur í Norðurárdal. Flutningabíll fauk út af Flutninga- bíll með tengivagn fauk út af Snæ- fellsvegi við Hólalæk í miklu hvassviðri í fyrrinótt. Engin slys urðu á fólki en talsverðar skemmdir urðu á flutninga- bílnum. Veltu bifreið í Hlíðarfjalli Kalla þurfti til dráttarbíl eftir bílveltu í Hlíð- arfjalli skömmu eftir hádegi í gær. Þrír voru í bílnum og sluppu allir ómeiddir. LÖGREGLUFRÉTTIR KÓPAVOGUR Ómar Stefánsson, bæjarráðsmaður og frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi, er mjög ósáttur við framgöngu Hansínu Á. Björg- vinsdóttur, oddvita framsóknar- manna í bænum. Hansína lagði til á bæjarráðsfundi að auglýsinga- skilti á vegum Ómars, sem hengd höfðu verið upp í óleyfi, yrðu fjarlægð af girðingum bæjarins. Ómar telur málið ekki hafa átt erindi til bæjarráðs og lýsir yfir undrun sinni á því að málið hafi verið tekið upp á fundi þess að undirlagi oddvita flokksins sem jafnframt er formaður bæjar- ráðs. Þá hafi skiltin verið tekin niður áður en fundurinn fór fram. „Þetta er framganga sem ég átti ekki von á og furðuleg í ljósi þess að oddviti er að láta af störf- um. Það er ekki í verkahring oddvita sem er að hætta að drepa eftirmenn sína,“ sagði Ómar. „Einhvern tímann hefði verið talað um rýtingsstungur að minna tilefni,“ segir í bókun hans frá fundinum. „Mér ber, sem formanni bæjar- ráðs, að afgreiða erindi sem bæjarráði berast,“ segir Hans- ína. „Þessi afgreiðsla er einnig til þess að koma í veg fyrir að fleiri auglýsendur fylgi í kjölfar- ið, einkum í ljósi þess að fleiri prófkjör eiga eftir að fara fram í bænum.“ Hansína lýsti ánægju sinni með að Ómar hefði fjarlægt aug- lýsingarnar sjálfur, en henni hefði ekki verið kunnugt um að þær væru þegar farnar þegar fundurinn fór fram. -ht FRAMBOÐSAUGLÝSING Frambjóðandi Framsóknarflokksins sem auglýsti án leyfis á girðingar Kópavogsbæjar hefur nú fjarlægt auglýsingarnar. Hann er ósáttur við framgöngu oddvita flokksins. Oddviti framsóknarmanna í Kópavogi lagði til að auglýsingar prófkjörsframbjóðanda yrðu fjarlægðar: Framgöngu líkt við rýtingsstungu GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 04.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 59,85 60,13 105,7 106,22 71,44 71,84 9,57 9,626 9,173 9,227 7,442 7,486 0,5086 0,5116 86,01 86,53 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 100,5898
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.